Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Blaðsíða 1
ISLE N DINGAÞÆTTIR Laugardagur 1. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 23. tölublað Á dönskum skóm á glæsihúsi og kúskinnsskóm á Húsafelli GALTAFELL við Laufásveg er með giæsilegustu íbúðarhúsum sem reista hafa verið hér á landi. Það var byggt fyrir Pétur J. Thorsteins- son, stórathafnamann á fyrstu tugum aldarinn- ar. Glæsibyggingin var meðal annars til þess ætluð að skapa syni Péturs og Ásthildar konu hans vinnuaðstöðu við hæfi. Sonurinn var sá einstaki listamaður Muggur, sem léku allar list- ir í hendi. Muggur hafði aldrei langa viðdvöl í húsinu, því hann var löngum á faraldsfæti og bjó oft- ast erlendis. Pétur og Ásthildur bjuggu heldur ekki lengi í húsinu og annað höfðingsfólk sett- ist þar að. Á efri myndinni situr Muggur á þaksvölum hússins, þá nýkvæntur Inger, sinni dönsku konu. Húsið er í byggingu, því ekki er búið að ganga frá handriðinu, sem gefa byggingunni sinn sérstaka kastalablæ. Ekki skakkar miklu þótt staðhæft sé að myndin sé tekin 1917. Hin myndin af listamanninum er tekin á Húsafelli 1921. Á eldri myndinni er hann á dönskum skóm og með loðkraga. Á hinni stendur hann á kúskinnsskóm úti á hlaði og málar í rigningunni. Yfirhöfn sína breiðir hann yfir strigann á trönunum, því hvað gerir til þótt hann blotni sjálfur. Það er listaverkið sem hér er í sköpun sem skiptir máli.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.