Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Blaðsíða 8
4=1= Laugardagur l.febrúar 1997 - VIII |Dagur-®TOmtn ÍSLENDINGAÞÆTTIR ANDLÁT Anna Guðjónsdóttir frá fsafirði andaðist á Öldrunar- deild Landspítalans, Hátúni lOb, þriðjudaginn 21. janúar. Ágúst Böðvarsson, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til- heimilis í Barmahlíð 43, lést að kvöldi 27. janúar. Árni Sigurðsson frá Heiðarseli andaðist á hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum þriðjudaginn 21. janúar. Ásta Magnúsdóttir lést 27. janúar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Camilla Sveinsdóttir lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. janúar. Guðbjörg Einarsdóttir, Stangarholti 36, Reykjavík, er lát- in. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðfinna Steinsdóttir, Ránargötu 3a, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 5. janúar. Jarðarfór- in hefur farið fram í kyrrþey. Guðný Pálsdóttir, Hvassaleiti 101, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala fóstudaginn 24. janúar. Guðríður Einarsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Smyrlahrauni 5, Hafnarfirði, lést að kvöldi 20. janúar. Guðrún Ragna Valgeirsdóttir, Miðtúni 48, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 26. janúar. Guido Bernhöft, Garðastræti 44, lést á Landspítal- anum fimmtudaginn 23. janúar. Hafdís Ingvarsddóttir, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi, lést á heimili dóttur sinnar 26. janúar. Halldór Árni Gunnarsson frá Súgandalirði, Lindargötu 61, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur limmtudaginn 23. janúar. Helga Jarþrúður Jónsdóttir, Gullbrekku, Iíyjafjarðarsveit, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri þann 17. janúar. Útförin hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hermann Guðlaugsson húsgagnasmiður, Njálsgötu 27, Reykjavík, lést í Ijórðungssjúkra- húsinu á ísafirði aðfaranótt 28. janúar. Hjörtur Þórðarson, Seljahlíð, áður til heimilis að Garðastræti 34, lést að kvöldi 24. janúar. Hugi Pctursson, Aðallandi 6, lést í Landspítalan- um mánudaginn 27. janúar. Jón Jóhanncs Jóscpsson frá Sámsstöðum, Dalbraut 6, Búðardal, lést 23. janúar. Kristín (Gógó) Magnúsdóttir, Ránargrund 5, Garöaba:, lést á Landspítalanum að kvöldi mánu- dagsins 27. janúar. Kristján Örn Magnússon, Hvolsvegi 28, Hvolsvelli, lést á Landspítalanum mánudaginn 27. janúar. Magnús Örnólfur Jóhannsson, Smiðjugötu 6, ísafirði, andaðist aðfaranótt 27. janúar í Sjúkra- húsi ísafjarðar. Pctur Bjarnason lést á heimili sínu í Röstánga í Svíþjóð 6. janúar sl. Útfórin hefur farið fram. Ragnar Ágúst Björnsson, fyrrv. hafnarstjóri, Skólavegi 2, Keílavík, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja aðfaranótt föstudags- ins 24. janúar. Ragnhildur Tcitsdóttir andaðist 23. janúar. Sigfús Bergmann Valdimarsson, sjómannatrúboði, Pólgötu 6, ísa- firði, lést á Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar að kvöldi 22. janúar. Sigurbjörg Þórarinsdóttir (Ebbý) lést á heimili sínu, Háagerði 31, þann 27. janúar. Sigurkarl F. Torfason, Birkigrund 47, Kópavogi, andað- ist á Landspítalanum fóstudaginn 24. janúar. Valgcrður Ólafía Pórarinsdóttir lést að kvöldi 24. janúar á Elli- heimilinu Grund. ÁRNAÐ HEILLA 90 ára Jakob Tryggvason organisti Jakob Tryggvason, fyrrver- andi organisti við Akureyr- arkirkju, Byggðavegi 101 a, Akureyri, verður níræður föstu- daginn 31. janúar 1997. Jakob var organisti við Akur- eyrarkirkju 1941-1986 og starfaði að tónlistarmálum á Akureyri um 45 ára skeið. Jakob fæddist að Ytra-Hvaríi í Svarfaðardal árið 1907 og ólst þar upp í föðurhúsum. Um fermingaraldur hóf hann nám í orgelleik hjá Tryggva Kristins- syni, síðar tengdaföður sínum, sem þá var organisti í Valla- prestakalli. Jakob fór að heim- an tvítugur að aldri, haustið 1927, til Reykjavíkur. Starfsferill í Reykjavík stundaði Jakob nám við Samvinnuskólann og sótti jafnframt tíma hjá Sigurði Frímannssyni organista. Jakob lauk prófi frá Samvinnuskólan- um árið 1927 og fluttist þá norður og starfaði á skrifstofu Kaupfélags Eyfirðinga. Árið 1931 fór hann aftur suður til Reykjavíkur og fór í einkatíma til Páls ísólfssonar. Jakob var í Tónlistarskólanum í Reykjavík til ársins 1938. Jafnframt starf- aði hann á skattstofu Reykja- víkur. Árið 1941 var Jakob ráðinn organisti við Akureyrarkirkju og sinnti hann því starfi til árs- ins 1945 að hann fór til fram- haldsnáms til London. Þar var Jakob við nám í The Royal Academy of Music til ársins 1948. Frá þeim tíma var hann organisti við Akureyrarkirkju óslitið til ársins 1986. Jakob var kennari og skóla- stjóri við Tónlistarskóla Akur- eyrar um árabil og stjórnaði Lúðrasveit Akureyrar um tutt- ugu ára skeið. Jakob þjálfaði Smárakvartettinn á Akureyri og síðar Geysiskvartettinn og lék undir með þeim báðum. Pá stjórnaði hann kvennakórnum Gígjunum á Akureyri. Eftir Jakob liggur íjöldi út- setninga á sönglögum og kirkjutónlist, auk nokkurra frumsaminna verka. Fjölskylda Jakob kvæntist árið 1936 Unni Tryggvadóttur, f. 27.12.1907 d. 24.05.1987. Hún var dóttir Tryggva Kristinsson- ar, organista (1882-1948) frá Ystabæ í Hrísey, og Nönnu Arn- grímsdóttur (1884-1908), dótt- ur Arngríms málara. Unnur ólst upp að Völlum í Svarfaðardal hjá föðurbróður sínum Séra Stefáni Kristinssyni (1870- 1951) og konu hans frú Sól- veigu Pétursdóttur Eggerz (1876-1966). Börn Jakobs og Unnar eru: Nanna, f. 26.20.1937, d. 27.06.1988, fiðluleikari, gift Gísla Geir Kolbeinssyni, f. 13.10.1941 og eru dætur þeirra Unnur Ingibjörg, læknaritari, f. 31.05.1970, maki hennar er Geir Ericsson, kjötiðnaðarmað- ur, þeirra sonur er Atli Már Geirsson f. 19.08.1991; og Hild- ur, læknaritari, f. 5.11.1972. Soffía, f. 2.12.1939, leikkona, og eru dætur hennar Margrét Kristín Pétursdóttir, f. 9.03.1962, leikkona, sonur hennar er Tryggvi Geir Torfa- son, f. 6.05.1993 og Sólveig Pét- ursdóttir, f. 17.08.1970, gift Axel Inga Eiríkssyni, flugmanni í Lúxemborg. Tryggvi, f. 19.04.1950, land- fræðingur, kvæntur Svanhildi Jóhannesdóttur, f. 8.03.1950, framkvæmdastjóra og eru synir þeirra Jakob, f. 20.06.1972, hljóðmaður, og Jóhannes, f. 18.06.1976, nemi. Systkini Jakobs eru Jóhann Tryggvason (1908-1915), Lilja Tryggvadóttir, húsmóðir (1910- 1992), gift Antoni Baldvinssyni, bjuggu í Svarfaðardal og á Dal- vík, Jóhann Tryggvason yngri, tónlistarmaður f. 1916, kvænt- ur Klöru Símonsen, f. 1918, búa í London, Stefán Tryggva- son, skrifstofumaður (1917- 1976), kvæntur Þóru Aðal- steinsdóttur (1916-1996), bjuggu á Akureyri og Ólafur TYyggvason, bóndi f. 1920, kvæntur Friðriku Haraldsdóttur (1915-1994), bjuggu á Ytra- Hvarfi og Dalvík. Ætt Jakob er sonur Tryggva Jó- hannssonar, f. 11.04.1882, d. 23.08.1971, bónda á Ytra- Hvarfi í Svarfaðardal og konu hans Guðrúnar Soffíu Stefáns- dóttur, f. 12.07.1885, d. 9.01.1963 frá Sandá í Svarfað- ardal. Hún var dóttir Stefáns Jónatanssonar (1856-1898), bónda á Sandá og Önnu Sigur- laugar Jóhannesdóttur (1853-1935). Tryggvi var sonur Jóhanns Jónssonar (1836-1901), bónda á Ytra- Hvarfi og konu hans Solveigar Jónsdóttur (1840-1928), frá Þverá í Svarfaðardal. Jakob var í Reykjavík á af- mælisdaginn og tók á móti gest- um í Safnaðarsal Hallgríms- kirkju. Sunnudaginn 2. febrúar verður messa í Akureyrarkirkju þar sem ílutt verður tónlist eftir Jakob. Kirkjukaffi kvenfélagsins verður eftir messu í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Par gefst Norðlendingum tækifæri til að gleðjast með Jakobi. ■ Jón úr Vör Afmœliskveðja Jafnan er hann Jón úr Vör jákvœður og glaður Hans afboga eitruð ör aldrei flaug - til miska gjör. Hann er líka hófstillingarmaður. Auðunn Bragi Sveinsson

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.