Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Blaðsíða 3
4Dagur-®imnm —Laugardagur 1. febrúar 1997 - III
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
1 1
HAGYRÐINGAR F Ö L K í Æ T T U M
Getnaður
Vakningu til vinstri ber
af vinsemd um að tala,
en gleymum ekki að Gróska er
getin í Loftkastala.
Þjóstólfur
Áramót
Hleypt af stokkum ennþá er
ári Herrans nýju,
sem í byrjun býður mér
blíðalogn og hlýju.
Þetta vetrarveðra hlé
veröld fregnar héðan.
í Balkanlöndum fólk ogfé
frýs og deyr á meðan.
íslands gleður mann og mey
mikið kuldaleysi.
En ég hef frétt í Júessey
jökukuldar geysi.
Bjartsýni
Vetrarmyrkrið sagt er svart
í sumum fornum skrœðum.
Þó telst ísland engilbjart
í áramótarœðum.
Búi
Fyrir nokkrum árum voru mikið auglýst frjókorn, sem áttu
að leysa allan vanda karlmanna. Þá heyrði ég á tal tveggja
manna á Heilsuhælinu í Hveragerði og hreifst af bjartsýni
þeirra.
Karlavísa
/ ýmiss konar frjókornum er afar mikill kraftur
og ýmsum kann aðfinnast það bara nokkur fengur,
ef náttúrulausir karlar fá náttúruna aftur
og neita bara að viðurkenna ellimörkin lengur.
Smíðavísa
Undna spýtu ég heffundið,
úr henni tálgað furðuskeið.
íhenni fundið formið bundið.
Fundið smíði greiða leið.
Það var mark!
Mundaði fótinn meyjan kœn,
mikið sterk á taugum.
Kýldi síðan, klár og vœn,
knöttinn beint af augum.
Helgi Jónsson
Eyðibyggð
norðan Djúps
i
Flestir íslendingar þekkja
sögulega daga í íslandssög-
unni, daginn sem Jón Arason
var höggvinn eða daginn sem
Skaftáreldar hófust.
Seint verður 8. nóvember 1962
talinn með slíkum dögum en það
var þó örlagadagur í íslenskri
byggðasögu. Þann dag fluttust síð-
ustu íbúarnir burt úr Grunnavík-
urhreppi. Þar hafði þá búið fólk í
nær 1100 ár.
Þessir síðustu íbúar voru sex
íjölskyldur, um 20 manns, sem
fóru frá íjórum bæjum í Grunna-
vík, en meginhluti sveitarinnar var
þá löngu eyddur og næsta sveit
fyrir norðan, Sléttuhreppur, hafði
eyðst rúmum áratug fyrr. í
Grunnavíkurhreppi bjuggu rétt
fyrir síðustu aldamót um 370
manns á 27 bæjum og studdist
margt við sjósókn og lifði almennt
við þröngan kost. Þegar útgerð
vélbáta og botnvörpunga hófst á
þessari öld varð útfjar í sveitinni
og alþingishátíðarárið 1930 eru
þar um 270 sálir. Þetta er harðbýl
sveit, snjóþungt er þar og veðra-
samt og ekki alltaf af treysta á
grasvöxt og heyþerri. Árið 1930
eru nokkur harðbýlustu kotin
komin í eyði, Marðareyri, Steig,
Álfsstaðir, en fleirbýlt á skástu
jörðunum. Síðan kom ólga og um-
brot stríðsáranna og þéttbýli í
íjarska sem grisjaði byggðina hægt
og óstöðvandi fram til örlagadags-
ins 1962.
Hið burtflutta fólk hélt dálítið
saman þegar á mölina kom, það
var átthagatryggðin og sameigin-
legar rætur. Það var fenginn ritfær
maður til að halda minningu sveit-
arinnar á lofti og skrifa Grunnvík-
ingabók. Höfundar hennar urðu
reyndar tveir, en hvorugur forn-
kunnugur eða ættaður af svæðinu.
Margt vantar því í rit þetta sem
þar hefði átt að vera. í hluta rits-
ins eiga að vera taldir Grunnvík-
ingar en umfang þess hluta er al-
veg óskilgreint. Þar eru börn sem
dóu ung, vinnuhjú til eins árs,
gestir og fyrri tíða menn frá Sturl-
ungaöld. Þar er fólk sem ekki var
til, nöfn sem virðast stafa af mis-
lestri heimilda. Margt er þó satt og
rétt í bálki þessum einkum um fólk
sem lifað hefur og starfað fram á
þessa öld.
Dæmi um slíkt fólk er fjölskyld-
Óskar Friðbjörnsson, Hnífsdal.
Sigfús Jónsson, forstjóri Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkur.
an á Nesi í Grunnavík 1930. Þetta
er fyrsti bær sveitarinnar undir
Snæíjallaheiði og því fremstur í
boðleiðinni og tíðum nefndur í
fornum heimildum. Þarna bjó um-
rætt ár og lengi fyrr Kristján Jóns-
son búfræðingur með konu og
börnum. Hann bætti jörð sína og
stundaði sjó jafnframt, gerði út og
farnaðist vel. Nes stendur á bökk-
um út með víkinni sunnanverðri,
og sér út til hafs. Þar fram undan
hafði faðir hans drukknað 8. sept.
1892 og þeir sjö saman, voru að
koma frá ísafirði undir stjórn
prestsins á stað, sr. Péturs Maack.
Þeir höfðu sótt kjörfund á Ísaíirði.
Móðir Kristjáns var Jónína Þóra
Jónsdóttir frá Kollaíjarðarnesi
Einarssonar. Systir Kristjáns var
Ragnheiður Ingibjörg ljósmóðir,
amma þeirra Harðar og Ásgeirs
Guðbjartssona, skipstjóra á ísa-
flrði. Kona Kristjáns var Sólveig
Magnúsdóttir frá Snæíjöllum. Fað-
ir hennar hafði drukknað undir
Staðarhlíð 1888, var þá að flytja
sig búferlum að Dynjanda.
Um bæði þessi framantöldu slys
má lesa í nýútkominni bók Eyjólfs
Jónssonar, fv. verðgæslumanns á
ísafirði, “Vestfirskir slysadagar",
en lítið er um þau í Grunnvíkinga-
bók enda er slysfara almennt þar
að litlu getið.
Kristján bjó í Grunnavík en
börn hans fluttust burt og urðu
nýtir borgarar. Meðal barnabarna
hans má nefna Drífu Sigfúsdóttur
varaþingmann í Keflavík og Sigfús
Jónsson, forstjóra Innkaupastofn-
unar Reykjavíkur.
Á næsta bæ, Sútarstöðum, var
Friðbjörn Helgason við bú, faðir
Óskars í Hnífsdal, sem allar há-
karlsætur þekkja og afi Ólafs
hljómlistarmanns og bæjarstjóra í
Bolungarvík.
Frh. sfðar. ás
Skipstjórarnir Ásgeir Guðbjartsson og Guðbjartur sonur hans.
Drrfa Sigfúsdóttir, varaþingmaður. Ólafur Kristjánsson, hljómlistarmað-
ur og baejarstjóri í Bolungarvík.