Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Blaðsíða 2
Laugardagur 1. febrúar 1997 - II H Ú S I N I JQítgurÁHtmimt B Æ N U M Freyja Jónsdóttir skrifar ✓ Arið 1916 fær Pétur J. Thor- steinsson leyfl til að byggja hús á lóð þeirri sem hann hafði keypt úr Laufáslandi. Húsið verði númer 46 við Laufásveg og grunnflötur þess 178,91 fermetr- ar. Ennfremur fær Pétur leyfi til þess að byggja á lóðinni geymslu- skúr úr steinsteypu, 16, 10 x 2, 80 fermetra. Húsið teiknaði Einar Er- lendsson húsameistari og eins og aðrar byggingar sem hann teikn- aði er það sérstætt og fallegt. Fyrsta brunavirðingin á húsinu var gerð í júní 1918 og er því þá lýst á eftirfarandi hátt: Húsið er einlyft með viðbyggingu á suðvest- urhorni og verönd á suðurgafli og vesturhlið. Á því er flatt þak gert af járnbentri steinsteypu og þar ofan á er þykkt lag af pappa og timburgrind ofaná. Rið úr steini er hiaðið með fram þakbrúninni, allt í kring, 1 metri á hæð. Á fyrsta gólfi eru sex íbúðar- herbergi, baðherbergi og tveir gangar. Eitt af herbergjum var fullgert en húsið er í byggingu þegar þessi brunavirðing var gerð. í miðju húsinu er borðstofa, 9 'A x 7 álnir að stærð. Hún er yf- irbyggð og ná veggir hennar, 3'A álnir upp fyrir aðalþak hússins. Upp að suðvesturhorni hússins er turnbygging með flötu þaki og steinriði ofan á henni eins og ofan á sjálfu húsinu. f henni er eitt her- bergi og stigagangur. Kjallari er undir öllu húsinu, 4'h alin á hæð. í honum er steinsteypugólf og mis- litar steinflísar ofan á því. Innan á útveggjum eru plötur úr kork- steypu. Þar eru sex íbúðarher- bergi, eldhús, búr, miðstöðvarher- bergi, gangur og geymsla. Allt kalkþéttað og málað. Vcggir í íbúðarherbergjum eru betrekktir og mesti hluti veggja í eldhúsinu er klæddur postulínsplötum. Talið er að hönnun hússins hafi miðast við að skapa syni Péturs J. Thorsteinssonar og Ásthildar konu hans sem besta vinnuað- stöðu, en sonurinn var Guðmund- ur (Muggur) listmálari. í maí 1920 sækir Pétur um að fá að byggja hjall á lóðinni fyrir neðan húsið. Hjallinn átti að nota til að þurrka þvott í. Af byggingu hans varð ekki vegna þess að bæj- arstjórnin gaf ekki leyfi. Pétur J. Thorsteinsson var fæddur 4. júlí 1854 í Otradal í ísa- fjaröarsýslu. Hann var iaunsonur Þorsteins í Æðey. Móðir Péturs var Iialla Guðmundsdóttir, fædd í Efri- Hlíð í Helgafellssveit 23. oktober 1828. Sigurður BreiðQörð, skáld, var guðfaðir hennar. Árið 1858 kom Halla syni sín- um í fóstur hjá Samúel Arnflnns- syni og Helgu Einarsdóttur í Ilall- steinsnesi Gufudalssveit. Þar ólst Pétur upp á myndarheimili í um- sjá góðra fósturforeldra. Án efa hefur uppeldið á Hallsteinsnesi haft afgerandi áhrif á líf og ævi- starf Péturs J. Thorsteinssonar en hann var einn helsti athafnarmað- ur landsins í útgerð og verslun á sínum tíma. Árið 1879, þegar Pétur J. Thorsteinsson var hálf þrítugur, keypti hann verslunarstaðinn Bfldudal og rak þar um árabil út- gerð og fiskverkun. Það er ekki of- sögum sagt að fyrir tilstilli þeirra hjóna Péturs og Ásthildar hafi Bfldudalur byggst upp sem versl- unar- og útgerðarstaður. Ásthildur Thorsteinsson var fædd 16. nóvember 1857. Hún var dóttir séra Guðmundar Einarsson- ar, prófasts og alþingismanns á Kvennabrekku í Miðdölum, og Laufásvegur 41 (Galtafell) Pétur og Ásthildur. konu hans, Katrínar Ólafsdóttur frá Flatey. Eftir að þau hjónin Pétur og Ástríður fluttust frá Bfldudal fóru þau til Kaupmannahafnar og áttu þar heima um nokkurra ára skeið. Þar var Pétur stórkaupmaður og í stjórn milljónafélagsins. Eftir að hann flutti aftur heim var hann í stjórn milljónafélagsins á íslandi. Pétur J. Thorsteinsson var um tíma með útgerð í Sandgerði og fyrst forstöðumaður Botnvörpufé- lagsins í Reykjavík. Árið 1912 stofnaði hann ásamt bróður sín- um, Th. Thorsteinsson, félag um útgerð á tveimur botnvörpungum “Braga og Baldri”. Á sama tíma stofnaði Pétur Fiskveiðifélagið Hauk en það var sameignarfélag nokkurra manna sem allir voru búsettir í Reykjavík, Pétur var framkvæmdarstjóri þess. Það fé- lag lét smíða “Ingólf Arnarson”, stærsta togara sem íslendingar höíðu eignast. Árið 1913 var hann annar af tveimur sem stofnaði veiðarfæra- verslunina “Verðanda". Hér að framan hefur verið stiklað á stóru um það sem Pétur J. Thorsteinsson tók sér fyrir hendur. í Reykjavík eins og á Bfldudal var hann helsta driffjöðr- in í að koma á fót atvinnuskap- andi fyrirtækjum. Frú Ásthildur Thorsteinsson, kona hans, stofnsetti leir- og gler- vöruverslun sem hún rak af mikl- um myndarskap. Þessi verslun var í Kolasundi og gekk undir heitinu “Leir- og glervöruverslunin í Kola- Bjarni Jónsson og Sesselja Guðmundsdóttir. sundi.” Frúin sá sjálf um rekstur búðar- innar að öllu leyti og taldi ekki eftir sér að standa innan við af- greiðsluborðið og aðstoða viðskipta- vinina. Það orð fór af búðinni að þar væri fínt að vinna og frú Ásthildur góður yfirmaður. Samkvæmt íbúaskrá frá des- ember 1918 eru til húsa á Laufás- vegi 46: Pétur J. Thorsteinsson, Ásthildur Thorsteinsson, Guð- mundur Thorsteinsson (Muggur) listmálari, fæddur 5. september 1891 á Bfldudal, Friðþjófur Thor- steinsson verslunarmaður, fæddur 25. ágúst 1895 á Bfldudal, Halla Guðmundsdóttir móðir húsbónd- ans, fædd 24. oktober 1828, að Efrihlíð Helgafellssveit, Sigríður Pálsdóttir, vetrarstúlka, fædd 2. október 1893 í Þingeyrarsókn, Una Sigríður Sigurðardóttir, fædd 24. maí 1904 á Selskarði og Ást- hildur Briem, fædd 21. mars 1903 í Viðey. Árið 1923 selja Thorsteinsson hjónin húsið og flytja til Hafnar- fjarðar. Pétur J. Thorsteinsson lést 27. júlí 1929. Ásthildur lést 1. apríl 1938. Á Bfldudal hefur verið reistur veglegur minnisvarði um þau. Næsti eigandi að Laufásvegi 46 var Bjarni Jónsson frá Galtafelli Hrunamannahreppi. Hann nefndi húsið Galtafell eftir æskuheimili sínu. Hann var stundum kallaður Bíó-Bjarni vegna þess að hann var meðeigandi og framkvæmdarstjóri Nýja-bíós. Bjarni var bróðir Ein- ars Jónssonar myndhöggvara og voru þeir bræður samtíma við nám í Kaupmannahöfn. Bjarni lærði trésmíði, útskurð og hús- gagnasmíði. Hann var yfirsmiður við Stóra - Núpskirkju og vann við smíði Hreppshólakirkju og skar úr altarið og predikunarstólinn ásamt Stefáni Eiríkssyni. Bjarni Jónsson stofnaði Gamla-kompaní- ið sem var fyrst til húsa í Breið- firðingabúð. Þar hafði hann einnig íbúð og var iyrsti maður á landinu sem setti vatnssalerni í íbúð sína. Ekki voru allir sammála um að þrifnaður væri að því að hafa sal- erni inni í íbúð en þá þekktust ekki annað en útikamrar. Bjarni þótti með eindæmum geðprúður maður og raungóður. Hann var bæði vel gefinn og duglegur og lét sér ekki nægja að reka eingöngu Gamla-Kompaníið. Þegar Nýja-bíó var stofiisett í húsinu við hliðina á Hótel ísland gerðist hann sýning- arstjóri þar. Árið 1916 kaupir Bjarni Nýja-bíó og árið 1920 byggir hann stórhýsið í Lækjar- götu og Dytur bíóið þangað. Fyrri kona Bjarna var Stefanía Stefáns- dóttir frá Ásólfsstöðum í Þjórsár- dal, fædd 20. júlí 1887. Hún lést 28. desember 1908. Seinni kona hans var Sesselja Ingibjörg Guð- mundsdóttir, fædd 17. júní 1889 að Deild á Akranesi. Árið 1925 eiga heima í húsinu: Bjarni Jónsson, forstjóri, Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir, Stefán Helgi, sonur Bjarna og Stefaníu fæddur 21. mars 1908; börn Bjarna og Sesselju, Hörður, Svava, Laufey, Kristjana Áslaug og Stef- anía. Einnig voru á heimilinu Petrína Jónsdóttir, fædd 14. júní 1896 að Horni Mosdal og Margrét Guðjónsdóttir, fædd 12. ágúst 1908 að Unnarholti. Fleira fólk bjó í húsinu á þessum tíma en ekki er vitað hvort Bjarni og Sess- elja leigðu út hluta hússins eða hvort fólk fékk að búa þar um lengri eða skemmri tíma. En þá eru skráð þar til heimilis Þorlákur Björnsson, fæddur 6. aprfl 1893 að Dvergasteini Seyðisfirði, Val- gerður Einarsdóttir, kona hans, fædd 3. nóvember 1895 í Reykja- vík, Valgerður Þorláksdóttir, fædd 15. ágúst 1854 að Arnarvatni Skútustaðarhreppi, Jóhannes Kristjánsson, fæddur 17. nóvem- ber 1901 á Eyrarbakka og Hafliði Gíslason, lausamaður, fæddur 28. maí 1902 í Vestmannaeyjum. 1934 er Galtafell tekið til brunavirðingar, þar segir að húsið sé óbreytt frá síðustu virðingu sem var gerð 1918. Árið 1938 í nóvember óskar Hörður Bjarnason arkitekt, fyrir hönd Bjarna Jónssonar, eftir leyfi til að breyta fyrirkomulagi á neðri hæð hússins og var leyfið veitt. Þá var meðal annars byggð stór for- stofa niðri að norðanverðu við húsið. í júlí 1941 sækir Árni Snævar, verkfræðingur, um það fyrir Bjarna Jónsson til byggingar- nefndar Reykjavíkur, að mega gera breytingu á húsinu. Leyfið var veitt. En í brunavirðingu frá 1. aprfl 1942 er ekki aðra breytingu að finna en þá að búið er að byggja við húsið skúr úr stein- steypu með járnþaki á plægðri borðasúð, með pappa í milli. Veggir eru kalksléttaðir að innan og utan. Þar er þvottahús og tvö geymsluherbergi. Kjallari er undir öllum skúrnum með steinsteypu- gólfi, hólfaður í þrennt. Loftið f skúrnum úr járnbentri stein- steypu. Árið 1953 fær Bjarni leyfi til að byggja forstofu við húsið 7, 65 fer- metra. Bjarni Jónsson lést 28. desem- ber 1966. Um árabil voru skrif- stofur Sjálfstæðisflokksins til húsa á Laufásvegi 46. Þegar húsið var til sölu fyrir liðlega tuttugu árum (nánar til tekið íjúní 1975) kaupir það Bjarni Stefánsson forstjóri, einn af aíkomendum Bjarna Jóns- sonar. Faðir hans var Stefán, elsti sonur Bjarna. Bjarni Stefánsson og kona hans Birna Björgvinsdóttir hafa lítið breytt útliti hússins þó að þau hafi endurnýja það mikið bæði að utan og innan. Upphafiegar rósettur og skrautlistar eru í loftum. Á hæð- inni er óvenjulega hátt til lofts. í stofu sem í brunavirðingum er kölluð borðstofa er glæsilegt hol með virðulegum glerdyrum fram á ganginn. Þar var Muggur með vinnustofu sína. Ilelstu breytingar eru að búið er að gera eldhús á hæðinni og matarlyftan frá eld- húsi í kjallara er ekki lengur til. Einnig er búið að gera þar rúm- gott baðherbergi og þvottaher- bergi. Stór verönd er á húsinu í skjóli fyrir norðanáttinni. Úr turn- herberginu sést vel til allra átta, þaðan blasir Reykjavíkurflugvöll- ur við, Bessastaðir og Reykjanes- (jallgarður. Af þakinu turnsins sést yfri Mið - og Vesturbæ þar sem Landakotskirkja gnæfir upp fyrir þök húsanna. í vestur, hand- an Tjarnarinnar sjást Háskóla- byggingarnar, Þjóðminjasafn og Þjóðarbókhlaðan. í norðri Akra- Ijall, Skarðsheiði og Hafnarfjall. í kjallara sem er allur of- anjarðar og réttara væri að kalla jarðhæð er búið að gera tvær fal- legar íbúðir, báðar með sér-inn- gangi. í eldhúsi í kjallara er stór amerísk eldavél frá 1940. Sú elda- vél var í eldhúsi Sesselju eftir að það var flutt upp, en þar er nú þvottaherbergi. Árið 1982 byggðu þau hjónin Birna og Bjarni garðskála Smára- götumegin og tengibyggingu á milli hússins og útihúss sem í er þvottahús, geymsla, strauher- bergi, smíðahús og bflskúr í end- anum. Áberandi hávaxin tré eru í garðinum í kringum húsið og eru sum þeirra hærri en húsið sjálft. Þessi tré eru frá þeim tíma sem húsið var byggt og er ekki laust við að sumum finnist þau skyggja óþarflega mikið á húsið sjálft. í gegnum tíðina hefur verið gestkvæmt á Galtafelli. Þar hafa húsbændur átt það sameiginlegt að vera með afbrigðum gestrisnir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.