Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.02.1997, Blaðsíða 4
Laugardagur 1. febrúar 1997 - IV
ÍDitgur-®mmm
Guðmundur K. Sigurgeirsson
Guðmundur Kristján Sigur-
geirsson fyrrverandi bóndi,
Klauf, Eyj a(j arðars veit,
fæddist á Amarstapa í Ljósa-
vatnsskarði 30. aprfl 1918. Hann
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri 28. desember. Foreldrar
Guðmundar voru Sigurgeir Bjarni
Jóhannsson fæddur 20. október
1891 í Landamótsseli, d. 8. júlí
1970 og Anna Guðrún Guð-
mundsdóttir f. 22. ágúst 1897 á
Kúfustöðum f Svartárdal, d. 17.
desember 1989. Systkini Guð-
mundar eru: Jóhann Kristinn f.
1919, Halldór f. 1924, d. 1968,
Sigrún f. 1926, Sigurveig Bryn-
hildur f. 1930, Guðríður Kristjana
f. 1933, Erna f. 1934.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Ingibjörg Jóhanns-
dóttir frá Litladal í Tungusveit í
Lýtingsstaðahreppi. Börn þeirra
eru: Geir f. 1942, kvæntur Heið-
björtu Eiríksdóttur og eiga þau
þrjú börn, Hólmfríður Guðrún f.
1946, gift Jóni Eggertssyni og
eiga þau þrjá syni. Hjalti f. 1947,
kvæntist Sólveigu Sigtryggsdótt-
ur sem lést 1982, þau eignuðust
tvær dætur, sambýliskona Hjalta
er Guðný Ósk Agnarsdóttir, hún á
tvö börn.Leifur Guðmundsson f.
1952, kvæntur Þórdísi Karlsdótt-
ur, þau eiga þrjú börn, Anna Sig-
ríður f. 1959, sambýlismaður
hennar er Haukur Geir Guðna-
son, þau eiga einn son.
Elsku afi!
Þá ert þú loksins laus við
þrautirnar og hefur öðlast frið.
Við systkinin vildum minnast
þín með fáum orðum og þakk-
læti fyrir allt. Við höfum notið
þeirra forréttinda að búa með
afa og ömmu á uppvaxtarárum
okkar, ólíkt flestum af okkar
kynslóð og þau hafa verið okk-
ur eins og aðrir foreldrar. Afi sá
til dæmis um það að hjálpa
okkur að losna við lausar tenn-
ur og þótti okkur aldeilis merki-
legt að það gæti gengið svona
sársaukalaust fyrir sig eins og
aðgerðin var skelfileg frá okkar
sjónarhóli. Appelsínur voru
ekki ætar nema þegar afi
flysjaði þær. Þá skriðum við upp
í sjónvarpssófann við hliðina á
honum, hann náði í vasahmfinn
og skar í börkinn eftir kúnstar-
innar reglum svo að við gætum
tekið hann utan af. Svo hölluð-
um við okkur upp að afa og
borðuðum appelsínuna með
bestu lyst yfir sjónvarpsfréttun-
mn. Einnig var mjög vinsælt að
fá afa til að sveifla okkur. Þá
stóðum við á fótum hans og
héldum í hendurnar og hann
sveiflaði okkur upp og niður
þangað til við fengum í magann
af hlátri.
Afi hefur alltaf allt viljað fyr-
ir okkur gera þó að við höfum
örugglega ekki alltaf verið svo
þægileg viðfangs og hann fylgd-
ist vel með því sem við tókum
okkur fyri hendur allt fram á
síðasta dag. Hann gladdist fyrir
okkar hönd þegar vel gekk,
hvort sem það var í íþróttum,
námi eða hveiju sem var og
sömuleiðis huggaði hann ef
ekki gekk allt sem skyldi. Hon-
um var mikils virði að við kæm-
um vel fram við menn og mál-
leysingja og þroskuðumst sem
manneskjur. Því reyndi hann að
rækta með okkur það sem hann
taldi nauðsynlegt að við byggj-
um yfir. Eitt af því var skóg-
ræktaráhuginn. Afi gerði sér far
um að taka okkur með sér þeg-
ar eitthvað þurfti að gera í
skógarreitnum, kenna okkur
réttu vinnubrögðin og vekja
með okkur áhuga og virðingu
fyrir trjánum og öðrum gróðri. í
skógarreitinn hér heima plant-
aði hann þremur öspum, einni
fyrir hvert okkar, sem við höf-
um fylgst með vaxa og dafna,
rétt eins og með okkur hefur
vaxið og dafnað sú þekking og
speki sem afi kenndi okkur.
í minningunni skipa veikindi
hans óneitanlega stóran sess
enda þurfti hann að kljást við
þau síðustu tíu árin eða svo.
Aldrei gafst hann upp þrátt fyr-
ir ýmis konar áföll aftur og aft-
ur. Afi unni hvers kyns söng og
skemmtunum og var fastagest-
ur á öllum menningarviðbruð-
urm hér í sveit og sá enga
ástæðu til þess að láta veikindin
aftra sér frá þeim. Honum
fannst sjálfsagt að fylgjast með
sveitungum sínum og öðrum og
hafði mjög gaman af.
Afi var góður maður og við.
söknum hans sárt. Við þökkum
guði fyrir að hafa fengið að
hafa hann hjá okkur um jólin.
Mest er um vert að hann er
ekki þjáður lengur og við vitum
að honum líður vel. Við geym-
um hann í minningum okkar
ásamt öllu því góða sem hann
ræktaði með okkur.
Guð blessi þig, elsku afi.
Laufey, Karl og Ingibjörg,
Leifsbörn.
Okkr systkinin langar að minn-
ast í fáeinum orðum föðurbróð-
ur okkar Guðmundar Sigur-
geirsson sem okkur var afar
kær.
Foreldrar okkar, Halldór sem
nú er látinn og móðir okkar
Herdós, kynntust í Klauf á
heimili Guðmundar og Ingi-
bjargar þegar Herdís var þar
kaupakona og hefur síðan verið
sérstakt samband milli heimil-
anna auk frændskaparins.
Hann kom okkur fyrir sjónir
sem ákaflega hjartahlýr maður,
var góðsemin uppmáluð og
stutt í húmorinn. Minningar um
sumt fólk hlýja manni. Þannig
er því einmitt háttað þegar við
hugsum til hans guðmundar
frænda okkar í Klauf.
Guðmundin- og Ingibjörg
komu oft áheimili okkar sem
áður hafði verið æskuheimili
hans að heimsækja aldraða
móður, ömmu okkar, en okkur
fannst þau ekkert síður vera að
heimsækja okkur krakkana því
við fengum þá athygli sem við
sóttumst eftir frá þeim Ingi-
björgu. Það var okkur því alltaf
gleðiefni þegar við höfðum ein-
hvern pata af því að von væri á
þeim hjónum.
Hann hafði yndi af veiðiskap
og komu hann og tveir sveit-
ungar hans stundum í veiði-
ferðir og þá var dregið fyrir í
Ljósavatni langt fram á kvöld.
Við krakkarnir eltxun og sofn-
uðum jafnan í bátnum þegar
róið var á milli víkanna. Þá var
farið í kaffi heim í Stapa, karl-
arnir sögðu sögur og við hlóg-
um með þó við vissum ekki út
af hverju, það var svo gaman
þegar Guðmundur kom.
Guðmundur var afar frænd-
rækinn og umhugað um ætt-
menni sín og kannski þykir
okkur svona vænt um hann
þess vegna, það virtist alltaf
vera pláss fyrir mann í huga
hans. Við vitum að það var hon-
um sérstakt gleðiefni þegar
haldið var ættarmót vorið 1991
og síðan aftur síðastliðið haust.
Þá mætti hann, þó þrotinn væri
af kröftum, heim í Stapa til að
fylgjast með og hitta ættmenni
sín. Það gladdi okkur öll að
hann skyldi geta verið með.
Kæra Ingibjörg og þið öll, við
sendum ykkur okkar dýpstu
samúðarkveðjur. Við minnumst
þessa frænda okkar með hlýju
og virðingu.
Systkinin frá Arnarstapa,
Halldórsbörn.
Jóhann Sigþór Björnsson
skufélagi minn og ná-
granni, Sigþór á Hellu-
landi, hefur nú kvatt
þennan heim, tæplega sjötugur
að aldri, fæddur 15. september
1927.
Hann lést að kvöldi þriðju-
dagsins 21. janúar sl. á fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
eftir nær hálfsannars árs hetju-
lega baráttu við einn illvígasta
sjúkdóm er mannkynið hrjáir.
Jóhann Sigþór Björnsson hét
hann fullu nafni, en í mínum
huga og ekki hvað síst með tilliti
til náins sambands ökkar á
bernskuárum, var hann ætíð
hann Lilli á Hellulandi og þar
átti hann heima alla æfi.
Björn Oddsson faðir hans
reisti þar smábýli úr landi Dag-
verðareyrar árið 1922. Þeir
feðgar voru af svonefndri Dala-
ætt, sem kennd er við Úlfsdali
vestan Siglufjarðar og voru, sem
kunnugt er, vestasta byggð í
Eyjaíjarðarsýslu, rétt austan
sýslumarka vfð Skagafjarðar-
sýslu. Þar fæddist Björn 7. janú-
ar 1886. Hann var sonur Odds
bónda og skipstjóra í Engidal og
síðar á Siglunesi.
Móðir Björns sem ekki var
kona Odds var Sigþrúður dóttir
Jóns Benediktssonar í Hróars-
dal í Skagafirði og því systir
Jónasar í Hróarsdal, smá-
skammtalæknis og skálds.
Oddur var sonur Jóhanns
bónda í Engidal og Sæunnar
konu hans Þorsteinsdóttur úr
Ólafsfirði. Foreldrar Jóhanns
voru Þorvaldur bóndi á Dalabæ
og kona hans Guðrún Þorsteins-
dóttir frá Staðarhóli í Siglufirði,
en foreldrar Þorvalds, Sigfús
bóndi í Engidal Jónssonar á
Yngvörum í Svarfaðardal og
kona hans Valgerður Runólfs-
dóttir bónda Þorlákssonar í
Engidal. Þessi hjón bjuggu í
Engidal um aldamótin 1800 og
munu hafa verið fædd laust eftir
1750. Allt mun þetta hafa verið
mikið dugnaðar og atorkufólk
og Valgerður þessi sem talin er
formóðir Dalaættarinnar, var að
sögn samtíðarmanna, mikil og
merk kona.
Móðir Sigþórs var Margrét
Hálfdánardóttir frá Grænhóli
Hallgrímssonar og konu hans
Kristínar Sigurðardóttur. Sigþór
ólst alfarið upp hjá fóðm sínum
og konu hans Gunnlaugu Gunn-
laugsdóttur ættaðri úr Svarfað-
ardal, mikilli gæðakonu og var
hún Sigþóri alla tíð hin besta
móðir.
Sigþór byrjaði snemma að
vinna, enda starfssamur alla tíð.
Hann fór strax á æskuárum
að vinna í sfldarverksmiðjunni á
Dagverðareyrarvík, eða á „Vík-
inni“ eins og það var tíðum kall-
að í þá daga, yfir sumarmánuð-
ina og var síðan starfsmaður
þar meðan verksmiðjan var
starfrækt.
Eftir að starfsemin þar var
lögð niður og atvmnutækin flutt
í burt var hann umsjónarmaður
nýrra eigenda á staðnum og
hafði þar ýmis störf á hendi í
sambandi við eftirlit og nýtingu
mannvirkja. Naut hann ætíð
fyllsta trausts húsbnda sinna
vegna ráðvendni og dugnaðar.
Um 1950 tók Sigþór við bú-
skap á Ilellulandi úr hendi föð-
ur síns og var hann þá nýlega
giptur eftirlifandi konu sinni
Arnfríði Jóhönnu, fæddri á Há-
nefsstöðum í Svarfaðardal 17.
desember 1927. Hún var dóttir
Jóhanns Kristjánssonar frá
Uppsölum, bónda á Hánefsstöð-
um og síðar sjómanns og verka-
manns á Dalvík og konu hans
Kristínar Sigtryggsdóttur sem
var fædd á Þverá í Dalsmynni.
Fljótlega hófst Sigþór handa
um uppbyggingu á Hellulandi.
Árið 1955 gerði hann Helluland
formlega að nýbýli og fékk í því
sambandi meira land frá Dag-
verðareyri til ræktunar. Hann
byggði síðan bæði bæjarhús og
hús yfir búfénað á furðu
skömmum tíma og leið ekki á
löngu uns hann hafði breytt
þessu litla býli í lífvænlega
ábúðarjörð og þar stundaði
hann um árabil bæði mjólkur-
framleiðslu og sauðfjárbúskap.
Mikið af þeirri vinnu sem þessi
uppbygging krafðist var hans
eigið framlag.
Hann var að eðlisfari maður
athafna, harðfenginn dugnaðar-
maður eins og hann átti ætt til,
áræðinn og kjarkmikill og féll
sjaldan verk úr hendi og lét ekki
dragast til morguns það sem
unnt var að gera í dag, og vafa-
laust hefur hornun búið það
sama í hug og mörgum bóndan-
um sem á þessum árum urrnu
að uppbyggingu jarða sinna -
árum bjartsýni og vona á 6. og
7. áratugnum, að hann hefur
haft væntingar um betri tíð og
bættan hag í árangri verka
sinna.
Hitt er svo annað mál að
hinn mikli samdráttur í búvöru-
framleiðslu á 9. áratugnum,
sem var naumast í sjónmáli á
þessum árum, og ýmsir örðug-
leikar í búskap honum samfara
urðu orsök þess að hann sem
margir fleiri bændur varð að
draga saman seglin í búvöru-
framleiðslu enda hætti hann þá
mjólkurframleiðslu, en stundaði
áfram sauðijárrækt og uppeldi
nautgripa til kjötframleiðslu.
Lengst af starfsævi siimar
vann Sigþór meira og minna
utan heimilis með búskapnum
og þegar tók að fullu fyrir at-
vinnu niður á Víkinni sótti hann
vinnu til Akureyrar og vann þar
lengst á frystihúsi Utgerðarfé-
lagsins.
• Sigþór var góður og ástríkur
heimilisfaðir og hollur sinni ijöl-
skyldu. Þau Fríða eignuðust
Qögur börn. Elstur er Ingólfur
Matthías, bóndi í Steinkoti.
Næstur er Baldur búsettur í
Hrísey, þá Björn Gunnlaugur á
Hh'ðarhóli og yngst er Kristín
Jóhanna heima á Hellulandi.
Það vildi svo til að við Sigþór
ólumst upp í miklu nágrenni og
auk þess vorum við jafnaldrar
svo að aðeins munaði tæpum
Qórum mánuðum. Milli Hellu-
lands og Hlaða er aðeins stutt
bæjarleið. Við urðum því á mjög
ungum aldri leikbræður og nán-
ir félagar og hélst svo öll okkar
bernsku og æskuár og nágrann-
ar höfum við verið alla tíð. Sem
krakkar undum við tíðum sam-
an við leiki og hverskyns dægra-
styttingar og lifðum fyrir augna-
blikið, áhyggjulausir, þótt fleiri
ættum við leiksystkini. Það var
margt barna að alast upp
á“Skottinu“ þá, á svipuðu reki.
Við vorum saman í barnaskóla
og saman gengum við til ferm-
ingarundirbúnings ásamt þrem-
ur öðrum börnum úr neðan-
verðum Glæsibæjarhreppi, þau
eru nú öll horfin yfir landamær-
in nema sá sem þetta ritar.
Að sjálfsögðu sinnaðist okkur
á stundum eins og títt er um
krakka og sjálfsagt hefur minn
hlutur ekki verið betri í því
sambandi. En við vorum fljótir
til sátta þótt eitthvað bæri á
milli enda var Sigþór sérlega
sáttfús og vinfastur og svo hefur
hann reynst mér alla tíð, sami
tryggi og hjálpfúsi vinurinn.
Ég rek svo ekki lengur ævi-
feril þessa æskufélaga míns í
þessu fátæklega greinarkorni
þótt vissulega mætti margt upp
tína úr handraða minninganna.
Ég er þess fullviss að við öll,
sem ólumst upp með honum hér
í nágrenninu og þekktum hann
alla tíð munum ætíð minnast
hans með hlýhug og þakklæti.
Við Anna vottum Fríðu, börn-
um þeirra Sigþórs og öðrum
ættingjum samúð okkar.
Stefán Halldórsson, Hlöðum