Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Blaðsíða 10
10 - Miðvikudagur 5. febrúar 1997 |DagurJ®mróm HANDBOLTI Fimm ekki meðgegn Egyptum Ljóst er að fimm leikmenn, sem sæti hafa átt í ís- lenska landsliðshópnum í handknattleik, verða ekki með í leikjunum gegn Egypt- um, sem fram fara hér á landi síðar í þessum mánuði. Patrekur Jóhannesson, Sig- urður Bjarnason og Róbert Sighvatsson komast ekki vegna leikja í þýsku 1. deild- inni þann 26. þessa mánaðar og Júlíus Jónasson þarf að leika með liði sínu TV Suhr í Sviss. Þá mun franska liðið Montpellier ekki gefa Geir Sveinsson lausan. Leikirnir við Egypta fara fram 26. og 27. þessa mánaðar og eru lið- ur í undirbúningi liðanna fyr- ir HM í Japan í maí. Stefán og fíögn- valddæmaekki Stefán Arnaldsson og Rögn- vald Erlingsson, munu ekki dæma leiki á íslandsmót- inu á næstu vikum. Ástæðan er sú að dómaraparið, sem talið er það sterkasta hér á landi, vill mótmæla drætti þeim sem orðið hefur á greiðslum frá HSÍ og að dag- peningar, sem þeir fengu greidda fyrir verkefni erlend- is, voru gefnir upp sem laun. Þeir félagar áttu að blása í flautuna á leik Hauka og Vals í kvöld, en ekkert verður af þvi. íkvöU HANDBOLTI 1. deild karla KA-UMFA kl. 20:00 Fram-Selfoss kl. 20:00 Haukar-Valur kl. 20:00 HK-ÍR kl. 20:00 Grótta-FH kl. 20:00 1. deild kvenna: ÍBA-Stjarnan kl. 18:00 Fram-Valur kl. 18:15 Haukar-KR kl. 18:15 BLAK 1. deild karla: ÍS-Stjarnan kl. 20:00 1. deild kvenna: ÍS-Víkingur ki. 21:15 Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 KARFA • Úrvaisdeild Geoff Herman rekinn frá KR KR-ingar hafa rekið Geoff Her- man úr liði sínu og er hann þegar farinn af landi brott. Herman stóð engan veginn undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og því var hann látinn fara að sögn Hrannars Hólm, þjálfara KR. „Það kom best í ljós í bikarúrslita- leiknum við Keílavík hve slakur hann var. Það var munurinn á út- lendingunum sem gerði gæfumuninn hjá Keflavík,“ sagði Hrannar enn- fremur. KR hefur nú haft 3 banda- ríska leikstjórnendur og rekið þá alla og því ætla þeir að róa á önnur mið nú og fá sér stóran miðherja. Ingvar tæki þá við leikstjórnanda- hlutverkinu og Hermann Haukson verður tvistur eins og körfubolta- menn segja. Hann getur hæglega leikið í bakvarðarstöðu og verður því að öllum lfldndum fyrsti íslenski tveggja metra bakvörðurinn. Þau tíðindi berast nú úr innsta hring Flugleiða, að til standi að sæma körfuknattleiksdeild KR Flugleiða- orðunni, æðsta heiðursmerki félags- ins, enda er körfuknattleiksdeildin stuðningsaðili flugfélagsins númer eitt. gþö Geoff Hermann er þriðji bandaríka- maðurinn sem sagt er upp vistinni hjá KR í vetur. KNATTSPYRNA Dregið í ríðla í 3. deiUinni * Afundi mótanefndar KSÍ á sunnudaginn var dregið í riðla og töfluröð í 3. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu. Riðlar deildar- innar verða þannig skipaðir: A-riðill: Armann, Ilamar, Smástund, ÍH, Léttir, HB, Fram- herjar og Haukar. B-riðill: Víkingur Ólafsvík, GG, KSÁÁ, Bruni, Snæfell, Njarövík og Grótta. C-riðill (Vestfirðir): Bolungar- vík, Hrnir Ísaíirði, Hörður og Reynir Hnífsdal. D-riðill: (Norðurland): KS, Siglingafélagið Nökkvi, Tinda- stóll, Neisti Hofsósi, Magni og Hvöt. E-riðll (Austurland): Neisti Djúpavogi, Einherji, Höttur og Leiknir Fáskrúðsf. GOLF NýstýrahjáGR Hildur Kristmundsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. Hildur er phil.cand. í sálarfræði frá háskólanum í Lundi í Svíþjóð og hefur unnið ýmis störf á undanförnum árum. Hún er 31 árs og var valin úr hópi 32 umsækjanda um stöðuna. TENNIS • Nordic Winter Tour Islensku stúlkumar fallnar úr keppnl í einliðaleiknum Hrafnhildur Hannesdóttir og íris Staub kepptu í að- alkeppni alþjóðlega tennismótsins sem nú fer fram í Tennishöllinni í Kópavogi. Hrafnhildur, sem er 19 ára, keppti við jafnöldru sína, Gabri- elle Kucerova, frá Þýskalandi. Þýska stúlkan vann, 6:2 og 6:1 eftir skemmtilegan og vel leik- inn leik. Gabrielle var öruggari í öllum sínum aðgerðum og mörg föst skot hennar, sem Hrafnhildur réði ekki við, röt- uðu rétta leið og færðu henni sigurinn. Strax á eftir þeim Hrafnhildi og Gabrielle hófu íris Staub, 16 ára, og Þýska stúlkan Nina Nitt- inger, 20 ára, sinn leik. Nina er talin næst besta stelpan sem leikur á þessu móti og hún er ris Staub númer 300 á heimslistanum. Hún vann öruggan sigur á írisi, sem átti í miklum erfiðleikum með föst forhandarskot hennar. Þó voru loturnar jafnar en reynsluleysi frisar varð henni að falli. Hún náði ekki að klára loturnar sem skyldi og því fór sem fór. írisar er þó framtíðin og með frekari keppnisreynslu á hún eftir að ná lengra og gæti þá hæglega velgt flestum þess- ara keppenda undir uggum. Mótið heldur áfram í dag með keppni í tvíliðaleik. Þær Hrafnhildur Hannesdóttir og Stefanía Stefánsdóttir keppa þá við Camillu Cremer og Ninu Nittinger frá þýskalandi og hefst viðureign þeirra kl 15:00. gþö Hrafnhildur Hannesdóttir Arnór Gunnarsson frá Isafirði (t.v.) og Kristinn Björnsson frá Olafsfirði eru við æfingar í Sestriere á Ítalíu þar sem HM stendur nú yfir. Góðar og glerharðar brekkur í Sestriere etta lítur Ijómandi vel út, brekkurnar virðast vera mjög góðar. Við fáum ekki að skíða í brautinni fyrr en á mótsdag, en við fórum yfir hana í gær og hún virðist vera glerhörð og fín og eins og ég vil helst hafa hana,“ sagði Kristinn Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, sem nú er við æfingar í Sestriere á Ítalíu, þar sem heimsmeistara- mótið í alpagreinum skíðaíþrótta hófst í fyrradag, með keppni í risasvigi, þar sem Norðmaðurinn Atli Skaardal varð sigurvegari. Kristinn keppir í stórsvigi á miðvikudaginn eftir viku og þremur dögum síðar keppir hann í svigi. Arnór Gunnarsson frá ísafirði, félagi Kristins í landsliðinu, er með honum í för og mun taka þátt í svigkeppninni og jafnvel einnig í stórsviginu. Þeir Kristinn og Arnór komu til Sestriere á ftalíu í fyrrinótt, en hófu æfingar í gærdag. Kristinn sagði að stefnan hjá þeim félögum væri að æfa tvisv- ar á dag fram að stórsvigs- keppninni. „Ég ætla að vona að tíminn verði nægur til að æfa sig og að ég geti keyrt mig í form á þessum tíma. Mér líst vel á allar aðstæður og mótshaldarar hafa greinilega unnið heimavinnuna sína, und- irbúningur fyrir þetta mót hef- ur greinilega staðið lengi yfir og þá er hér Ifka nægur snjór,“ sagði Kristinn. Ekki er Ijóst hvaða rásnúmer íslendingarnir fá, en Kristinn taldi að hann mundi líklega fá rásnúmer á bilinu 40-45 í svig- inu, en hærra í stórsviginu, þar sem hann hefur ekki keppt í þeirri grein í vetur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.