Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.02.1997, Qupperneq 5
|Oagur-'(IImrám Miðvikudagur 5. febrúar 1997 - 5 Hafhamálastofiiun gagnrýnd Ríkisendurskoðun Frá dýpkun í Húsavíkurhöfn 1992, en Ríkisendurskoðun gagnrýnir sérstaklega útboðslýsingu á þvi verki í skýrslu sinni. Útboðsgögnum oft ábótavant og faríð í framkvæmdir án þess að fjárheimild sé fyrir hendi. Rfldsendurskoðun sér sitt- hvað athugavert við rekstur Hafnamálastofn- unar rflcisins. í gær var lögð fram á Alþingi 70 síðna úttekt stofnunarinnar á 62 hafna- framkvæmdum í 22 höfnum ár- in 1992 til 1995. Þar kemur meðal annars fram að megin- reglan um að bjóða skuli út op- inber verk, er stundum brotin. Rfldsendurskoðun segir fátt benda til þess að nauðsynlegt hafi verið að víkja frá þessari reglu en verkefni þessi lentu að mestu hjá einum og sama verk- taka. Árin 1992 til 1994 voru unn- in verk á sex stöðum á landinu fyrir 134 milljónir án útboðs, fimm þeirra unnin af Hagvirki- Kletti hf. Losaraleg útboðsgögn Þá er fundið að því að útboðs- gögn Hafnamálastofnunar hafa reynst verulega ótraust í mörg- um tilvikum og rannsóknir skort. Þetta hafi leitt til þess að verktakar hafa lent í deilum og orðaskaki við verkkaupann vegna atriða sem ættu að jafn- aði ekki að vera mikilli óvissu háð á útboðsstigi. Málum hefur verið skotið til dómstóla þar sem rfldð hefur tapað málum. Nefnd eru dæmi um slælegar útboðslýsingar. Til dæmis vegna dýpkunar í Húsavíkurhöfn 1992. Þar gekk uppgröftur illa, og verktaki tilkynnti verkkaupa að botninn væri ógræfur og ekki í samræmi við útboðsgögn. Rannsókn fór fram, eftirá, og verktakinn var leystur frá skyldum sínum og heimilað að hverfa frá verkinu. Annar tók við og notaði sprengiefni í stað dýpkunarpramma. Við dýpkun á Hörgeyrargarði í Vestmannaeyjahöfn kom svip- að í ljós, útboðslýsing á botni og mannvirkjum sem þurfti að ijarlægja, var fjarri öllum sanni, stórt klettabelti þar sem átti að vera sandfláki. Því máli lauk fyrir dómstólum og Hafna- málastofnun dæmd til að greiða verktaka 40,6 milljónir og 2 milljónir í málskostnað. í einu tilviki voru útboðsgögn miðuð við 15 ára gamlar dýpt- armælingar í Þingeyrarhöfn sem ekki stóðust. í Þorlákshöfn gleymdist að geta um klöpp í botni hafnarinnar þar sem reka átti niður staura. Hafnalög ekki virt Rflcisendurskoðun gagnrýnir að í nokkrum tilvikum fengu hafnaframkvæmdir sem ekki voru á hafnaáætlun framlög á íjárlögum, eftir að framkvæmd var lokið. Þarna voru hafnalög ekki virt, en þau segja að fram- kvæmd sem njóta skal rflds- styrks eigi að vera undir tækni- legu og fjárhagslegu eftirliti Hafnamálastofnunar. Á þessum árum var ráðist í 19 fram- kvæmdir sem ekki voru á hafnaáætlun, en nutu eigi að síður styrks úr rfldssjóði, 378 milljóna á tímabilinu. Þá voru brögð að því að ráðist var í verkefni enda þótt vitað væri strax á útboðsstigi að kostnað- aráætlanir myndu ekki standast og yrðu ekki innan ramma fjár- heimilda. Eigi að síður láðist að staldra við og endurmeta for- sendur verksins. Pappírsvinna í ólagi Þá gagnrýnir Rfldsendurskoðim þá vankanta sem eru á ýmissi pappírsvinnu Hafnamálastofun- ar. Meðal annars vantar fram- kvæmdaskýrslu fyrir hverja framkvæmd þegar henni er lok- ið, þannig að finna megi raun- kostnað framkvæmdar til að gera samanburð á raunkostn- aði og áætlunum. Rfldsendurskoðun segir að í árslok 1995 hafi verið búið að skuldbinda rfldssjóð vegna haf- inna og óhafmna hafnafram- kvæmda um 689,4 milljónir króna. Árlegt framlag rfldsins til málaflokksins er því bundið í óuppgerðum framkvæmdum. -JBP Akureyri Bygging nýs stórgripa- sláturhúss möguleg Ríkissjóður Minnsti halli í tólf ár Möguleikar eru á því að Kaupfélag Eyfirðinga ráðist í byggingu stór- gripasláturhúss á Akureyri, en hugsanlegt er að byggt verði hús með vinnslulínu bæði fyrir sauðfé, stórgripi og svín. Óli Valdimarsson, sláturhússtjóri KEA, segist helst reikna með því að farin verði sú leið að byggja stórgripasláturhús en halda áfram sauðijárslátrun í núver- andi sláturhúsi niður á tanga Oddeyrar. Það sem þrýstir á að- gerðir er að sláturhúsið fái leyfi tfl að slátra sauðfé til útflutn- ings. Undanfarin ár hefur verið rætt um hagræðingu í sauðfjárslátrun með sameiningu sláturhúsa en nú hafa flest þeirra á stefnuskrá að breyta og bæta til að fá út- flutningsstimpilinn. ÓU Valdimarsson segir að í a.m.k. áratug hafi verið rætt um það að hagræða á þann veg að öll mjólkurfram- leiðsla fari fram á Ak- ureyri en slátrun hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsa- vflc. „Það er mikill kostnaðm- því samfara að flytja allt sláturfé og stórgripi til Húsavflcur og síðan aftur tfl baka ef sláturhús KEA yrði lagt niður. Á Akureyri þyrfti að vera til staðar mannskapur til að taka á móti kjöti, slátri o.fl. svo ég er svolítið efins um sparnaðinn þessu samfara. Það er lflca kostnaðarsamt að flytja mjólk í vinnslu t.d. austan úr Þistilfirði og allt til Akureyrar. Ég er hræddur um að bændur í Arnarneshrepppi eða Eyjafjarð- arsveit yrðu ekki hrifnir að greiða niður mjólkurflutninga svo langa leið. Ég bendi líka á að ef bændur úr Eyjafirði senda fé til Húsavflcur eru þeir ekki endilega að halda áfram við- skiptum við KEA, heldur þá við KÞ. KEA lokaði sláturhúsinu á Dalvflc fyrir nokkrum árum og ég vildi ekki lenda í bændum hér frammi í firði ef sláturhúsið á Akureyri yrði lagt niður,“ sagði Óli Valdimarsson. Óli segir að upp gæti komið sú spurning af hverju Akureyr- ingar ættu að kaupa kjöt sem framleitt er í sláturhúsi sem ekki hafi EB-leyfi. KEA hefur ráðið Helga Jóhannesson sem forstöðumann slátrunar- og kjötsviðs KEA og væntanlega koma þessi mál inn á hans borð flljótlega eftir að hann tekur við starfinu 19.febrúar nk. GG Tæplega tveggja millj- arða halli var á rflds- sjóði á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatöl- um sem fjármálaráðuneytið kynnti í vikunni. Hallinn hefur ekki verið minni í 12 ár, eða síðan 1984 þegar ríkissjóður var síðast rekinn með afgangi. Þegar tekið er tillit til innlausnar 3 flokka spariskírteina í fyrra var hallinn tæpir 12 milljarðar, en rfldssjóður á eftir að spara umtalsverðar fjár- hæðir á innlausninni, þar eð skírteinin báru mjög háa vexti. Heildartekjur rfldsins í fyrra voru tæpir 128 millj- arðar og útgjöldin tæpir 130 milljarðar. f fjárlögum 1996 var gert ráð fyrir 4 milljarða halla, en meginskýringin á betri afkomu er sú að tekjurnar urðu mun meiri og munar þar u.þ.b. 7 milljörðum króna. Tekjuskattur ein- staklinga skilaði 4 milljörð- um meira í rfldskassann en áætlað hafði verið. Fram kom hjá forsætisráðherra á alþingi á mánudag að sam- kvæmt því megi ætla að at- vinnutekjur hafi vaxið um 8 til 9% á síðasta ári. Útgjöld ríkisins urðu einnig talsvert meiri á ár- inu, en ráð var fyrir gert, eða nærri 5 milljörðum hærri en áætlað var í fjár- lögum 1996. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, MARÍA HALLA JÓNSDÓTTIR, Ingvörum, Svarfaðardal, lést 2. febrúar síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin auglýst síðar. Árni Steingrímsson, Edda Björk Valgeirsdóttir, Júlíus V. Sigurðsson, Jón Víkingur Árnason, Ester Anna Eiríksdóttir, Saga Árnadóttir, Börkur Árnason, Birkir Árnason, Sigrún Árnadóttir og barnabörn. Óli Valdimarsson sláturhússtjóri á Akureyrí Mikill kostnaður því samfara að flytja allt slóturfé og stórgripi til Húsavíkur og aftur til baka ef sláturhús KEA yrði lagt niður og ég er efins um sparnaðinn.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.