Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 4
4 - Miðvikudagur 12. febrúar 1997 Jlagur-ÍEtnmm F R É T T I R Skeíðarársandur Fundað um öryggismál ferðafólks á sandmum Amorgun verður hald- inn fundur um örygg- ismál á Skeiðarár- sandi, í Hofgarði í Öræfum, þar sem mikil hætta hefur skapast vegna ísjaka úr sið- asta Skeiðarárhlaupi. Ásmundur Gíslason, sem stjórna mun fundinum, segir að Almannavarnir séu að ljúka við fyrstu skýrslu sína um svæðið eins og það er nú. Tvennt sé uppi á borðinu þar sem varað er við umgengni við jakana, en það er annarsvegar að setja upp varúðarskilti beggja vegna sands, og hins vegar að prenta kynningarbæklinga til dreifing- ar til ferðamanna. Ásmundur segist þó vera hræddur um að þetta dugi h'tið, en þetta væri - FJARMALASTJORI tölvuumsjón Leitum að fjármálastjóra með góða tölvuþekkingu fyrir fyrirtæki á Akureyri. Starfssvið: *- Gerð fjárhags- og greiðsluáætlana. — Fjármálaleg úrvinnsla úr bókhaldi. ► Gerð milliuppgjöra og frágangur bókhalds til endurskoðenda. *- Umsjón tölvunets fyrirtækisins. ( þetta mikilvæga starf leitum við að starfsmanni með reynslu af fjármálastjórn og góða tölvuþekkingu. Æskilegt að viðkomandi þekki vel Novell- eða NT- netkerfi, Windows95 og algengasta Windows notendabúnað. liður í undirbún- ingi heimamanna varðandi varúðar- ráðstafanir þarna á sandinum. í vetur hefur það nokkrum sinnum komið fyr- ir að fólk hefur lent í hremming- um við jakana, fólk hefur sokkið í sandinn og orðið þar ósjálfbjarga. Ásmundur lenti L>-s-~-rrr- Frá Skeiðarársandi eftir hlaupið, en afleiðinga hlaupsins mun gæta langt fram á næsta sumar. meðal annars í því sjálfur að sökkva upp að mitti, og nokkrir hafa lent á bólakafi. „Þetta eru bleytupollar sem um er að ræða núna, en í sum- ar, þegar fer að bráðna fyrir al- vöru, þá verða til kviksyndi. Það er einkornasandur þarna og hann verður að soppu þar sem klakarnir eru. Þeir eru það djúpt ofaní jarðveginum að þeg- ar þeir bráðna samlagast sand- urinn vatninu, og eftir verða eðjupollar, stórhættulegir,“ seg- ir Ásmundur. Hann segir að þetta sé að lenda í drullufeni. Minni jakarnir geta horfið og því ekki víst að menn sjái þar nokkur vegsummerki, og eins myndast vatnspollar meðfram jölomum og fólk getur hæglega runnið ofan í þessi fen. Það get- ur verið talsverður radíus í kring um þá. Ásmundur segir að ekki verði dregið úr umferð um sandinn í sumar heldur verði allt gert sem hægt er til að tryggja sem mest öryggi. „En það er ekki hægt að girða þetta neitt af eða stika leiðir nema akstursleiðir, þannig að fólk verður að vera þarna á sína eigin ábyrgð. Við getum ekki tryggt öryggi alfarið," segir Ás- mundur. -sbs Suðurland Verðbólgan Evrópuverð- bólga hér Lækkun á vísitölu neysluverðs vegna rúmlega 9% verð- lækkunar á kartöflum jafnaðist nákvæmlega út á móti 1,1% verðhækkun á bensíni. Verð- lagsbreytingar milli janúar og febrúar voru almennt litlar, sumt hækkaði lítilsháttar og annað lækkaði á móti. Matvöru- liðurinn í heild hækkaði t.d. um 0,1% milli mánaða, en fatnaður lækkaði um sama og húsnæðis- kostnaður ennþá meira. í ríkjum Evrópusambandsins var verðbólga 2,2% að meðal- tali milli desembermánaða 1995 og 1996. Verðbólga á ís- landi var 2,1% á þessu tímabili og sú sama, 2,1% í helstu við- skiptalöndum íslendinga. Ferðaþreyta Danir og Svíar íjórðungi færri Um 200 færri íslendingar brugðu sér út yfir pollinn núna í janúar heldur en í sama mánuði í fyrra. Komum er- lendra ferðamanna til landsins fækkaði þó ennþá meira. Fyrst og fremst virðist sem Danir og Svíar hafi nú beint sjónum sínum á önnur mið. - HEI Þrír kúabændur á i ■ ~r Félagsmálaráöuneytiö Starfsnám fyrir stuðnings- og meðferðarfuli- trúa og fólk í hliðstæðum störfum. Þann 17. mars 1997 hefst í Reykjavík starfsnám (grunnnámskeið) fyrir stuðnings- og meðferðarfull- trúa og og fólk í hliðstæðum störfum. Námskeiðið er 160 klst. með fjölbreyttu námsefni og fer kennsla fram að Grettisgötu 89, Reykjavík. Umsóknarfrestur um námið er til 28. febrúar 1997 og fást umsóknareyðublöð hjá Starfsmannafélagi ríkis- stofnana, Grettisgötu 89, Reykjavík, sími 562 9644 og félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, sími 560 9100. Fræðslunefnd félagsmálaráðuneytisins. Skeiðum að hætta Þrír kúabændur á Skeiðum, með sam- tals 300 þús. lítra kvótaeign, eru að hætta kúabúskap um þessar mundir. Kjartan H. Ágústsson á Löngumýri, oddviti Skeiðahrepps, kveðst þrátt fyrir þetta vænta þess að kvótinn haldist að einhverju leyti áfram innan sveitar. Kúa- búskapur á Skeiðurn hefur löngum verið mikill og má segja að sveitin hafi verið hjarta mjólkurframleiðslu á Suður- landi. á Suðurlandi liafa hætt mjólk- urframleiðslu árlega síðustu ár- in, samkvæmt upplýsingum frá Mjólkurbúi Flóamanna. „Ég hef áhyggjur af þróun þessara mála eins og þau koma fyrir al- mennt, ekki aðeins því sem hef- ur verið að gerast hér í sveit,“ 15 til 20 sunnlenskir kúabændur hætta árlega. sagði Kjartan. Hann sagði að ekki ræddi um að sveitarsjóður gengi inn í þessi viðskipti, enda væri það beinlínis ekki þeirra hlutverk. „En það þarf að skapa bændum lífvænleg skilyrði, meðal annars til þess að kyn- slóðaskipti í búskap geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti,“ segir Kjartan. . Kjartan segir að almennt sé staða bænda slæm og brýnt sé að gera þeim kleift að lifa nrannsæmandi lílr. Til þess þurfi að hækka verð til bænda og lækka kostnað á aðföngum. Hagræða þurfi á vinnslu- og sölustigi og tryggja að slík hag- ræðing skili sér alla leið til neytenda. Einsog staðan sé í dag séu kvnslóðaskipti nánast útilokuð. Kvótaverð sé mjög hátt og geri það að verkum, ásarnt allt of lágu skilaverði á afurðum til bamda, að rekstur- inn standi engan veginn undir kaupum á búi í rekstri. „Menn þurfa að fara að átta sig á þess- ari stöðu og takast á við vand- ann í stað þess að fresta hon- um,“ segir Kjartan H. Ágústs- son, oddviti á Skeiðum. -sbs. Bændur athugið! Höfum kaupendur að mjólkurkvóta. Staðgreiðsla í boði. Frekari upplýsingar á skrifstofu. Lögmenn Suðurlandi hf. Austurvegi 3, Selfossi Sími 482 2988 Á bilinu 15 tii 20 kúabændur

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.