Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 11
jOagur-'ÍEmmm Miðvikudagur 12. febrúar 1997 -11 H E S T A R Sigurður tekur við Edda-hestum Fyrirtækið Eddahestar hef- ur verið við lýði í nokkur ár og einkum sinnt sölu á reiðhrossum og þá mest til út- landa. Fyrirtækið er þjónustu- fyrirtæki í eigu hrossabænda og annast um útflutning og leitar markaða. Það kaupir ekki hross en er aðeins umboðsaðili. Nú hefur samist þannig milli Sig- urðar Vignis Matthíassonar tamningamanns að hann tekur yfir þennan rekstur sem verk- taki. Fyrri viðskipti Eddahesta eru honum óviðkomandi og hann annast nú reksturinn á eigin ábyrgð, en undir nafninu Eddahestar. Sigurður verður með sölu- miðstöð sína í Faxabóh á Fáks- svæðinu og er síminn hjá hon- um 897-1713. Hann mun veita alla þá þjónustu sem Edda- hesstar hafa áður í té látið svo sem skoðun á þeim hestum sem gefnir eru falir og flutning á þeim til Reykjavíkur. Ætlunin er að koma upp um- boðsmannakerfi um landið. Til að byrja með verður einn í hverjum landsfjórðungi nema á Norðurlandi þar sem verða tveir. Þeir sem hafa hross til sölu geta þá snúið sér til þess- ara manna og fengið þá til að líta á þau og jafnvel tekið hrossin upp á myndband. Einnig gefa þeir upplýsingar eftir því sem við á. Enn er þetta kerfi í mótun, en Sigurður ætlar sér að fara hægt af stað en reyna að byggja upp vandaða þjónustu. Eddahestar hafa flutt út ár- lega í kringum 200 hross og vonast Sigurður til að hægt sé að auka þennan útflutning með tímanum. Margt efnilegt í tamningu Eins og aðrir tamningamenn er Sigurður með í tamningu og þjálfun margt af efnilegum hrossum og reyndar búið að biðja hann fyrir fleiri hross en hann hefur getað tekið að sér. Nokkrir stóðhestar eru hjá Sig- urði. Hann er með Nökkva frá Vindási í Hvolhreppi. Nökkvi er á 5. vetur undan Hirti frá Tjörn og Sunnu frá Gullberastöðum, en hún var undan Hélu Nökkvadóttur frá Guilberastöð- HESTA- MÓT Kári Arnórsson um og Y1 frá Kirkjubæ. Nökkvi var sýndur í fyrra á Stóðhesta- stöðinni 4ra vetra. Þá er annar foli hjá Sigurði sem einnig var á Stöðinni í fyrra. Það er Stirnir frá Syðra-Fjalli undan Safír frá fJllllSltf!! Sigurður er vel þekktur knapi í Evrópu eftir tvöfaldan heimsmeistaratitil á síðustu heimsleikum. Hér situr hann gæðinginn Huginn frá Kjartansstöðum. Viðvík og af Kolkuóskyni í móð- urætt. Þá er foli á 5. vetur und- an Lömbu Flosadóttur frá Lambleiksstöðum og Kveik frá Miðsitju. Þá er Orrasonur frá Stóru-Ásgeirsá en Orrasynir eru nú hjá næstum öllum nafn- kenndum tamningamönnum. Nýkominn er á hús Þráður sonur Trostans frá Kjartans- stöðum, foli á 4. vetur. Móðir hans er Frekja frá Vallanesi. Þá eru nokkrar hryssur sem Sig- urður bindur vonir við. Má þar nefna hryssu á 4. vetur undan Kveik frá Miðsitju og Venusi frá Skarði, en Venus sló í gegn á íjórðungsmótinu á Suðurlandi 1991 og hlaut þá 8,73 fyrir hæfileika. Venus er undan Atla frá Syðra-Skörðugili og móðirin er af Kolkuósætt. Tvær hryssur er Sigurður með undan Gusti frá Grund og fleira efnilegt er í hesthúsinu hjá honum. Mikið af leirljósu hjá Einari og Svanhvíti Hjá Einari Öder og Svan- hvíti Kristjánsdóttur á Selfossi eru mörg hross í tamningu og þjálfun eins og endranær. Þar hefur alltaf verið margt stóðhesta og svo er einnig í vetur. Frá Kjarn- holtum eru þrír folar. Meitill undan Kolflnni frá Kjarnholt- um og Hrefnu frá Holtsmúla var sýndur í fyrra 4ra vetra gamall og er stefnt með hann í sýningu nú í vor. Dagfari er á 4. vetur undan Blíðu frá Gerð- um og Kolskeggi frá Kjarn- holtum, en Kolskeggur fórst af slysförum í haust eins og greint hefur verið frá. Þá er Þyrill á 5. vetur undan Oddi frá Selfossi og Kolbrá frá Kjarnholtum. Hann var frum- taminn í fyrra og fer mjög vel af stað. Þá er sonur Leiru frá Þingdal, sem er móðir Odds og Stíganda frá Hvolsvelh. Sá er leirljós og heitir Atgeir. Þá er annar leirljós blesótt- ur frá Grjóteyri og er hann Oddson og undan Hörpu frá Grjóteyri sem er undan Hætti frá Steðja. Sá Heitir Fannar. Undan Náttfara frá Ytra- Dalsgerði og Drottningu frá Skálá er Sölvi á 5. vetur, fríð- ur foli og vígalegur. Margar efnilegar hryssur Þá eru allmargar hryssur í tamningu og sú sem vekur hvað mesta athygli er Vakning undan Oddi og Flugu frá Arn- arhóli Ljóradóttur sem varð næst efst á landsmótinu á Vindheimamelum 1990. Vakn- ing vekur athygli fyrir mikinn fótaburð, en hann virðist er- fast vel frá Oddi svo og viljinn. Tvær hryssur eru undan Funa frá Skálá og er önnur undan Leiru og er hún leirljós gló- fext. Hin er undan Hörpu frá Grjóteyri. Báðar lofa þessar hryssur góðu. Frá Grjóteyri er ein Orradóttir og er móðir hennar Kolbrún frá Grjóteyri sem er út af Nökkva frá Hólmi, en Kristján á Grjóteyri faðir Svanhvítar hélt mikið upp á það kyn. Það er greinilegt að leirljósi liturinn sem kominn er frá Leiru frá Þingdal skilar sér vel í gegnum Odd son hennar. Leira er und- an Fylki 707 frá Flögu sem var leirljós undan Regin frá Flögu, sem var leirljós, og Blesu frá Flögu sem líka var móðir Regins. í móð- urætt var Fylkir kom- inn út af Sleipni 249 frá Uxahrygg sem var leirljós og var afi Lýs- ing 409 frá Voðmúla- stöðum. Leirljósi litur- inn er því sterkur á bak við Odd. Oddur gefur mikið af leirljósu. Hér situr Svanhvít Oddssoninn Skinfaxa frá Þóreyj- arnúpi. Móta- og viðburða- skráin komin út Móta- og viðburðaskrá Landsambands hesta- mannafélaga hefur nú litið dagsins ljós. Sú breyting er nú á orðin að getið er um helstu viðburði sem eru á veg- um hestamannafélaganna og íþróttadeildanna þó ekki sé um eiginleg mót að ræða. Það sem máli skiptir þó í þessari skrá eru þau mót sem stærst eru og ná til flestra bæði hvað varðar þátttöku í keppni svo og áhorf. Hér á eftir verða rakin helstu mót og sýningar sem verða á þessu ári en síðar er ætlunin að geta nánar um hvað verður á seyði í hverjum mánuði. Fjórðungsmótið á Vestur- landi verður stærsta mótið á vegum hestamannafélganna á þessu ári. Það fer fram á Kald- ármelum dagana 26,- 29. júní. íslandsmótið í hestaíþróttum verður á Vindheimamelum í Skagafirði 18.- 20 júh'. Heims- leikar á íslenskum hestum fara fram í Seljord í Noregi 4.-10. ágúst. Hvítasunnumót Fáks verður 22.-25. maí og Félags- mót og héraðssýning Geysis verður á Gaddstaðaflötum 7.-8. júm'. Murneyramótið verður 26.-27. júlí. Stórmót Skagfirð- ing verður á Vindheimamelum 1.-3. ágúst og stórmót Sunn- lendinga á Gaddstaðaflötum 8.- 10 ágúst. Ilestamót Húnvetn- inga verður í Húnaveri 21.-22. júlí. Framhaldsskólamót í hesta- íþróttum verður í Reiðhöllinni í Víðidal 4.-6. apríl. Reykjavíkur- meistaramót í hestaíþróttum verður í Víðidal 9.-ll.maí og Akureyrarmeistaramótið á Hlíðarholtsvelli 17.-19. júlí. Þá verða Friska fríska leikarnir á Akureyri 6.-8. júm'. Sýningar Sýningar hefjast með sýningu Félags tamningamanna í Reið- höllinni í Víðidal 21.-23. mars. Þá verður Fákur með Reiðhall- arsýningu 11.-13. apríl. Hesta- dagar Sunnlendinga og Norð- lendinga verða í Reiðhöllinni í Víðidal 3.-5. maí. Stóðhesta- stöðin í Gunnarsholti verður með sína árlegu sýningu 4. maí. Mót- og viðburðaskráiii fyrir febrúar er þannig: 15. Geysir Vetrarmót Gaddstaðaflötum 15. Gustur Velrarleikar Glaðheimum 15. Andvari Vetrarleikar KjóavöUum 22. Fákur Vetraruppákoma Víðidal 22. Hörður Árshátíðarmót Varmárbökkum 22.-23. Léttir Vetrarleikar Akureyri 23. Félögin á Rvíkursv. Æskulýðsdagur Reiðhöll Gusts Kópavogi

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.