Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 8
8 - Miðvikudagur 12. febrúar 1997 |Oagur-®ímímT PJÓÐMÁL JDagim | Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Flafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Ef ekki nú þá hvenær? Aldrei? í fyrsta lagi Nú er Jóhannes í Bónus tilbúinn með samning um lágmarkslaun upp á 70 þúsund og skilur ekki hvað tefur á vinnumarkaði, Iðja á Akureyri ályktar um að óþolandi sé að ekkert gangi og Verslunar- mannafélag Reykjavíkur kynnir kröfugerð sem virkar alls ekki ósanngjörn. 17% kjarabætur í fjór- um áföngum til aldamóta við þær margrómuðu efnahagsaðstæður sem nú ríkja er ekki neitt sem steypir íslandi í glötun. Jafnvel þótt innbyggt sé í kröfuna að atvinnurekendur komi lægstu launum upp í 70 þúsund á samningstímabilinu - sem er einmitt sú tala sem kaupmaðurinn í ódýrustu búð landsins er tilbúinn að borga. Strax. í öðru lagi Atvinnurekendur og rtkisvald verða að taka kröf- una um verulega hækkun lágmarkslauna alvarlega. Ef ekki nú, þá hvenær? Þref, tafir og þjark eru það eina sem kemur frá búskussavernd atvinnub'fsins, öðru nafni VSÍ, sem heldur sinni miðstýrðu vernd- arhendi yfxr þeim sem lélegust borga laun. Ríkisvaldið gerir ekkert nema hækka skatta til að geta skilað þeim seinna „til að liðka fyrir“. Með tiltölulega hófsömum og útfærðum tillögum hefur VR sýnt fram á ábyrgð þeirra sem stefna landslýð í harðvítug verkfallsátök. í þriðja lagi Nú er mikil þörf á pólitískri forystu sem tekst á við það þjóðfélagslega mikilvæga verkefni að hækka lægstu launin svo um muni. 50-60 þús. króna mánaðarlaun eru að verða hemill á alla skynsam- lega þjóðfélagsumræðu og þróun, rétt eins og óða- verðbólgan á fyrri áratug. Það væri hægt að sætta sig við miklu meiri launamun í landinu ef lægstu launin væru ekki svona fáránleg. Með því að horf- ast ekki í augu við þennan vanda nú, þegar öll efni standa til að leysa hann, eru ríkisstjórn og at- vinnurekendur að segja við láglaunafólkið: það er alveg sama hversu vel gengur, YKKUR MUN ALDREI LÍÐA VEL. Stefán Jón Ilafstein. __________ _________J Utó Á að lýsa upp þjóðveginn yfir Hellisheiði? Þorvarður Hjaltason framkvœmdaslj. Samtaka sunnl. sveitarfélaga Alveg tvímælalaust, þetta er öryggisat- riði. Þeir peningar sem í þetta færu væru smáaurar miðað við það sem varið er til samgöngumála í heild sinni. Þessi framkvæmd yrði fljót að borga sig upp, svo mið sé tekið af mörgum umferðaróhöpp- um sem þarna hafa orðið vegna slæmra aðstæðna - sem lýsing myndi bæta úr. Valdimar Hafsteinsson framkvœmdastjóri Kjöríss Engin spurning og þetta yrði mikil samgöngubót. Þarna geta skollið fyrir- varalaust á óveður, svo menn sjá ekki handa sinna skil. Einasta er að menn sjái í ljósastaurana, sem myndu bjarga þeim. Bílar frá Kjörís fara þarna um daglega og í vondum veðrum finnst mér stundum mikið í lagt, þó bílstjórarnir sóu öllu vanir. ♦ ♦- Jón Kristjánsson alþingismaður Austurlands og for- maöur Jjárlaganefndar að er hið þarfasta mál og vafalítið æskilegt. Hins vegar benti ég á að í valdi þing- manna Sunnlendinga er að forgangsraða fram- kvæmdum í sínu kjör- dæmi, en ætla að öðru leyti ekki að blanda mór í málið. Veit reyndar að Suðurlandsþingmenn hafa í mörg horn að líta hvað varðar framkvæmd- ir í vegamálum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaöur Regk- víkinga og fulltr. í samgöngunefnd Það teldi ég æskilegt. Þessi fjölfarna leið er oft eriið yfirferð- ar á vetrum, enda er þetta þjóðbrautin á Suð- urlandi og austur á land. Það er þarft mál að lýsa leiðina upp, ekki síður en Reykjanesbrautina. Velferðarkerji til að hirða upp hrœin... „Fólk tekur ekki einu sinni ábyrgð á eigin heilsu. Það hegð- ar sér á heilsuspillandi hátt. Það reykir og drekkur og étur sykur. Það hreyfir sig ekki. Svo ætlast það til að til skjalanna komi velferðarkerfi og hirði upp hræið til lyfjameðferðar og upp- skurðar á sjúkrahúsum." - Jónas Kristjánsson skóf ekki utan af hlutunum í leiðaranum „Fólkið segir pass.“ Þegar ilmurinn endar ífýlu... „Ég mundi banna notkun ilm- vatns á almannafæri. Það er óbærilegt að fara innan um fólk og vera að kafna úr dauninum af tugum rándýrra ilmvatnsteg- unda,“ - svaraði Kolfinna Baldvinsdóttir, spurð af Vikublaðinu; ef þú mættir setja lög hver yrðu þau? Hvar er samkeppnin...? „Nú geta olíufélögin ekki lengur borið það fyrir sig að þau verði að kaupa alla olíu og bensín frá Rússlandi vegna viðskipta- samninga....Þau verða að út- skýra fyrir viðskiptamönnum sínum hvað valdi því að þeir eru með nákvæmlega sama verð. Eru þeir enn að kaupa þessa vöru frá sama aðila? Eru þeir enn að flytja vöruna inn með sömu skipunum? Eru þeir enn með sömu álagningu, öll fyrirtækin þrjú? Er ómögulegt að koma frjálsri samkeppni og eðlilegum viðskiptaháttum á í olíu- og bensínviðskiptum? - Víkverji í Mbl. Tíðindalaust á kjaravígstöðvunum Miklar fréttir hafa borist um nokkurra mánaða skeið af samningamálum og kjaradeil- um aðila vinnumarkaðar. Vinnuveitend- ur opinberra starfsmanna eru víst ekki aðilar vinnumarkaðar samkvæmt þeim postillum sem vísa veginn í kjarabarátt- unni miklu. En fréttir af bágum högum þeirra opinberu og staðfastri baráttu þeirra við óvinveitt ríkisvald og fjárvana sveitarstjórnir fylla ekki síður rúm og tíma fjölmiðlanna. En hvar samningar eru á vegi staddir getur ekki nokkur mannvera útskýrt svo að nokkurt vitrænt samhengi fáist í alla kjaramála- upplýsinguna. Mikið er fjallað um rammasamninga, allsherjarsamninga, sérkjarasamninga, fyrirtækjasamninga og hverskyns teg- undir samninga og samningaviðræðna, sem eru alla tíð á afar viðkvæmu stigi og má helst ekki ræða um samningagerð til að styggja ekki þetta afar viðkvæma geðslag samningamanna. Smámunir Liðið er vel á annan mánuð síðan samn- ingstímabili lauk og sýnist ekkert hafa gerst á þeim tíma, nema að kjaramála- kempur kasta einstaka hnútum hver að öðrum og hóta verkföllum og óðaverð- bólgum á víxl, og er ekki vitað til að nokk- ur manneskja taki hið minnsta mark á, fremur en hverjum öðrum ómagaorðum. Lítið er vitað hvað launafólk fer fram á og ekki meira hvað vinnuveitendur þeirra telja sig geta borgað. Slíkir smá- munir virðast aukaatriði í kjarasamn- ingum. Það er loks eftir dúk og disk sem kviðdregnir verslun- armenn í Reykjavík opinbera hvað þeir ætlast fyrir í kjara- málum og leggja fram kröfur. Þeim er auðvitað hafnað á stundinni án þess að nokkurt tilboð komi á móti. Forkólfar launþega komast upp með að endurtaka í sífellu útjaskaða frasa um að hækka laun þeirra lægstlaunuðu og viðsemjendur taka undir og tilkynna um leið að því miður sé það ekki hægt, því að þegar til kastana kemur séu allir lægst launaðir og þurfi sínar prósentur og engar refjar. Upp á þetta bull er boðið ár eftir ár með venjubundnum yfir- og undirboð- um stjórnmálagarpa af öllum sortum og gerðum. Og þeir lægstlaunuðu halda áfram að vera lægstlaunaðir. Slakir aðilar Samninganefndir hittast annað slagið, maula sætabrauð fyrir framan sjón- varpsvélar, og hafa ekkert að segja af gangi mála, enda gengur þar hvorki né rekur, þar sem ekki er til þess ætl- ast, að málin þokist í eina átt eða aðra. Menn láta eins og að beðið sé eftir út- spilum en enginn vill sýna hvaða hunda hann hefur á hendi. Opinberir starfsmenn, kennarar og bankamenn vita vel að það er ekkert sniðugt að vera fyrstur til að semja og vilja láta „aðila vinnumarkaðarins" gera það eins og venjulega og hnykkja svo á eig- in kröfum. Aðilarnir bíða eftir þeim opinberu og að ríkisstjórnin slái út sín- um spilum, ef hún á einhver. Sátta- semjari skráir niður hverjir eiga í vinnudeilum og býður samninganefnd- um í kaffi og bakkelsi. Dýrvitlausir fréttastjórar heimta fréttir af kjaramálunum og ijölmiöl- arnir skýra frá kröfum og loforðum um bætur til handa þeim lægstlaunuðu vikum og mánuðum saman, og raunar áratugum ef útí það er farið. Enginn þarf að vera hissa þótt at- vinnuvegirnir séu á vonarvöld, eins og stjórnendur þeirra halda fram og að vinnuaflið standi ekki undir nema lægstu kauptöxtum í Evrópu (sleppum pólitískum vesældarríkjum), ef eins illa er staðið að rekstri þeirra og fulltrúar vinnumarkaða gera í kjaraviðræðum sín á milli. Marklaus og slöpp vinnubrögð, stefnulausar og gangslausar viðræður ófrjótt þref um keisarans skegg eru einkenni allra kjarasamninga. Svo er verið að segja fréttir af svona þvælu og skrifa pistil eins og þennan, sem und- iritaður er búinn að endurtaka annað slagið í áratug. Eða eru þeir tveir eða þrír?

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.