Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 12.02.1997, Blaðsíða 6
6 - Miðvikudagur 12. febrúar 1997 Jlagur-'ðlmrám Reykjavík Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar Samgöngumál voru hitamál- in á fyrsta hverfafundi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladótt- ur borgarstjóra í þessari umferð í félagsmiðstöðinni Fjörgyn í Grafarvogi, einu stærsta hverfi borgarinnar, í fyrrakvöld. Flestir fundargesta voru sammála um að mikill vandi steðjaði að í samgöngum hverfisins og þyrfti skjótra úrlausna við. Gullin- brúna þyrfti að breikka, hring- torgið í Hamrahverfi annaði ekki umferð og svo virtist spurn- ingin hvort loka ætti Langarima í miðjunni umdeildu. Hverfis- fundurinn var Qölsóttur og stundum bar á lófataki meðal fundargesta. Byrjað á fjármálunum Borgarstjóri byrjaði á því að fara yfir fjármál borgarinnar og benti á að fjárhagurinn hefði versnað fram til ársins 1995. Heildarskuldir hefðu numið 13,9 milljörðum króna í árslok 1995 en mest hefði skuldum verið safnað 1992-1994. Síð- ustu árin hefði tekist að stöðva skuldasöfnunina og hefðu skuldir aðeins numið 14,1 millj- arði króna í lok síðasta árs og hefðu þá lækkað um 200 millj- ónir milli ára 1994 og 1996. Borgarstjóri benti á að ýms- ar breytingar hefðu átt sér stað í stjórnkerfi borgarinnar. Á þessu ári hefði verið tekin upp rammafjárhagsáætlun og bæru nú forstöðumenn beina ábyrgð á fjárhagsramma sínum og framkvæmd starfsáætlana. Þá yrði nýtt upplýsinga- og bók- haldskerfi tekið í notkun í byrj- un næsta árs. Hverfismiðstöð tekin í notkun Þegar komið var að framkvæmd- um og nýjungum í þjónustu borgarinnar sagði borgarstjóri að í haust yrði hafinn rekstur hverfismiðstöðvar í 400 fermetra húsnæði að Langarima 21-23 undir stjórn hverfisnefndar, sem þegar hefði verið skipuð. Fram- kvæmdastjóri yrði fljótlega ráð- inn og væri búist við að í mið- stöðinni störfuðu 14-15 manns þegar hún yrði fullmönnuð. 16 milljónir fara í rekstur miðstöðv- arinnar á þessu ári. Verulegar framkvæmdir eiga sér stað í skóla- og leikskóla- málum í Grafarvogi og er hundruðum milljónum króna varið í þær. Stærsta einstaka framkvæmdin er bygging 5000 fermetra húsnæðis, Engjaskóla, en hann verður tekinn í notkun í haust og verður þá strax ein- setinn. Bygging skólans kostar 341 milljón króna. Borgin legg- ur 55 milljónir króna í byggingu „Mér sýnist að það næsta verði að setja verði við lokunina og þá trúlega með byssu eða þá einhvers konar múr eins og í Berlín til að tólk komist ekki í gegn,“ sagði einn fundarmanna. Myndir: Pjetur „Geldinganesið liggur ein- staklega vel við samgöngum til framtíðar litið og ætti að verða eftirsótt fyrir margbreytta starf- semi. Það er ástæða til að undir- strika að við erum ekki að tala um Geldinganesið sem hefð- bundið iðnaðarsvæði og þar af leiðandi er óþarfi að óttast að þarna verði mengandi stóriðja heldur starfsemi sem getur ver- ið í sátt við umhverfið og nálæga íbúabyggð,“ sagði borgarstjóri. Sérstök fjármögnun Tvöföldun Gullinbrúar er löngu orðin tímabær og er á vega- áætlun árið 1999. Borgarstjóri sagði að „í náinni framtíð" væri horft til tengingar við Kleppsvík en hún kostaði 5-8 milljarða. Verkfræðileg undirbúnings- vinna væri þegar hafin og myndi þetta skýrast í Iok þessa árs. Ef allt gengi snurðulaust fyrir sig gæti vegtengingin verið komin að fimm til sex árum liðnum. Borgin gæti þó ekki tímasett framkvæmdir, hvorki á Gullinbrú né í Kleppsvík, því að fé til þess kæmi frá ríkinu og því yrði ekki hnikað. „Við sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu höfum lengi haldið því fram að íjár- framlög til þjóðvega á höfuð- borgarsvæðinu séu of lág og lík- legt er að Qármagna þurfi Kleppsvíkurtenginguna með sér- stökum hætti. Það er ólíklegt að fjárframlög komi á íjárlögum og inn á vegaáætlun heldur þurfi að vera með sérstaka ijármögn- un í þessu skyni,“ sagði hún. Ófremdarástand í Hamrahverfi Þegar orðið var gefið laust var greinilegt að mönnum lá mikið á hjarta og greinilegt að margir fundarmenn höfðu litla þolin- mæði til að bíða eftir fé frá rík- inu. fbúar úr Hamrahverfi spurðu hvernig borgin hygðist bæta úr ófremdarástandinu í hverfinu þar sem hringtorgið væri of h'tið og annaði ekki um- ferð. Borgarstjóri sagðist óska eftir því að embættismenn könn- uðu hvernig mætti leysa það. Fyrirhugað er að loka Langa- rima við verslunarmiðstöðina í samræmi við skipulag og voru skoðanir greinilega skiptar, töldu sumir nóg að setja upp hraða- takmörkun en aðrir ekki. „Mér sýnist að það næsta verði að setja verði við lokunina og þá trúlega með byssu eða þá ein- hvers konar múr eins og í Berlín til að fólk komist ekki í gegn,“ sagði einn fundarmanna. Borg- arstjóri taldi hins vegar réttast að greiða atkvæði um lokun, spurningin væri bara hvernig ætti að standa að slíku. Fjölmargir tóku til máls á fundinum og voru ýmist með spurningar, ábendingar eða til- lögur til borgaryfirvalda um ólíkustu mál. Þannig kom til að mynda fram tillaga um að SVR ræki hverfisvagn á fimm til tíu mínútna fresti sem safnaði saman farþegum úr hverfinu sem gætu tekið hraðleið niður í miðbæ og var lófatak meðal fundargesta. Forstjóri SVR benti þó á að slíkur vagn væri þegar starfræktur. íjölbrautaskólans í Borgarholti. Þá eru teknar í notkun viðbygg- ingar og nýir leikskólar í Graf- arvogi, bæði á þessu ári og þeim næstu. Sundlaug verður tekin í notkun snemma á næsta ári og svo mætti lengi telja. Lítið rætt um aðalskipulag Borgarstjóri kom stuttlega inn á nýtt aðalskipulag borgarinnar og sagði að Reykjavík yrði áfram öflug miðstöð atvinnulífs og samgangna og hefði aðdrátt- arafl fyrir fjárfesta. Samkvæmt því hefði Sundabraut verið færð til vesturs þannig að hún skipti Geldinganesi í tvennt. Á austur- hluta nessins yrði íbúabyggð og h'tið athafnasvæði og vestast yrði athafnasvæði. Óþarfi væri að óttast mengandi stóriðju á þessu svæði. Fyrsti hverfafundur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra í þessari umferð var haldinn í Fjörgyn í Grafarvogi í fyrrakvöld. Grafarvogsbúar uilja úrbætur í samgöngum

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.