Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.02.1997, Side 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 21.02.1997, Side 7
Jlagur-®ímtrat Föstudagur 21. febrúar 1997 -19 Helgin framundan Umsjón Lóa Aldísardóttir Akureyrmgur og Ilornílrðmgur hittast Tækifæri gefst til að sjá einþáttung- inn FRÁTEKIÐ BORÐ, eftir Jónxnu Leósdóttur í Reykjavík og Hvera- gerði um helgina. Einþáttungurinn hefur farið víða um landið, m.a. tók Leikfélag Flateyrar hann til sýningar í vetur. „Petta er um landsbyggðarkonur, önn- ur er frá Hornaíirði og hin er frá Akur- eyri. Þær fá báðar nafnlaust bréf þar sem þeim er boðið til Reykjavíkur og fá flug- miða, gistingu og kvöldverð á veitinga- húsi. Þangað mæta þær uppstrílaðar," segir Jórnna, en á veitingastaðnum eiga þær þetta frátekna borð, ókunnugar kon- urnar. „Þá fara þær að reyna að rekja þetta, hvort þær geti þekkst eða verið skyldar eða hvað sé eiginlega á seyði. Það upplýsist svo í lokin á óvæntan hátt,“ segir Jónína, sem er reyndar ekki búin að segja sitt síðasta á ijölum leikhúsanna á næst- unni því líklegt er að Borgarleikhúsið kaupi verk hennar Sælustundir (sem ger- ist á hjónanámskeiði á líkamsræktarstöð!) til sýmnga en leikritið fékk 3. verðlaun í leikritasamkeppni LR, sem haldin var í til- efm af 100 ára afmæli Leikfélagsins. Frátekið borð verður sýnt á morgun kl. 16 í Borgarleikhúsinu og á Hótel Örk kl. 21 á sunnudaginn og fimmtudaginn. Ef undirtektir verða góðar verða fleiri sýn- ingar. Tilnefningamynd Flugvél er skotin niður yfir Sahara eyðimörkinni árið 1942... Flugmanninum er bjargað úr logunum, mjög illa brenndum og honum komið fyrir í yfirgefnu must- eri á Ítalíu þar sem saman eru komnar 3 aðrar mann- eskjur. Og hver ætli sé reiðu- búin til að hjúkra honum nema ung og myndarleg hjúkrunarkona, leikin af Juliette Binoche? Og ungi, óþekkti Englendingurinn er hennar síðasti sjúklingur. Sá tignarlegi leikari, Willem Dafoe, er hins vegar í hlut- verki þjófs sem hefur reynd- ar komist til metorða í blóð- baði síðari heimsstyrjaldar- innar og fyllir nú flokk stríðshetja. Hlýtur að vera skítsæmi- leg mynd því hún er tilnefnd til 12 óskarsverðlauna og hægt verður að sjá hana í Regnboganum frá og með kvöldinu í kvöld. Lokar sig ofan í skúffu Listasafn íslands opnar á morgun sýningu á úrvali verka sem keypt hafa ver- ið á síðustu tveimur árum. Þar má m.a. finna svo ólík verk sem ljósmyndaröð Þorvalds Þorsteinssonar með svipmyndum úr hversdagslífi Akureyringa og fíngerðar nákvæmnis- blómamyndir Eggerts Pét- urssonar, sem mynd- skreytti Flóru íslands. Að sögn Beru Nordal, sem lætur af störfum eftir nokkra daga, eru málverk í minnihluta. Meira er um innsetningar á borð við þá sem sést hér á myndinni. Daníel Magnússon á heið- urinn af kommóðunni á myndinni. „Myndirnar í skúffunum minna dálítið á predikara. Maður getur tekið þetta sem sjálfsmynd eða jafnvel sem félagslega afstöðu; listamaðurinn settur ofan í skúffu og ætti eiginlega að loka hann inni...“ jDagurÁEhnimt Föstudagur 21. febrúar 1997 - 21

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.