Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Blaðsíða 1
-1
Þriðjudagur 25. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 38. tölublað
LÍFIÐ í LANDINU
Landbúnaðarverðlaunin voru
afhent við setningu Búnaðarþings
sl. sunnudag. Verðlaunagripir eru
hannaðir af ívari Þ. Björnssyni,
leturgrafara og gullsmið. Á mynd-
inni eru, frá vinstri talið: Ólafur
Eggertsson og Guðný J. Valberg,
bændur á Þorvaldseyri undir Eyja-
fjöllum, Guðrún Þorvaldsdóttir og
Valgeir Þorvaidsson á Vatni á
Höfðaströnd, Vigdís Guðbrands-
dóttir og Þorsteinn Geirsson á
Reyðará í Lóni og Birna Lárusdóttir
og Sturlaugur Eyjólfsson sem búa
á Efri-Brunná í Saurbæ í Dölum.
Myrtd: JAK.
BUSTOLPAR
„Það er gaman að fá svona viðurkenn-
ingu. Þetta hefur auglýsingagildi og öll
umfjöllun er af hinu góða, eldd síst ef hún
er á þann jákvæða hátt sem verðlaunin
gefa tilefni til,“ sagði Valgeir í samtali við
Dag-Tímann. Mikið er framundan á næst-
unni hvað varðar Vesturfarasetrið. Af stað
er að fara samstarf við Háskólann á Akur-
eyri sem miðar að því að ná samstarfl við
aðila vestanhafs, þannig að bönd íslend-
inga og fólks vestanhafs af íslenskum upp-
runa gætu styrkst, en það eru um 200 þús-
und manns.
Gróin íslensk
bændamenning
Verðlaun voru veitt hjónunum Vigdísi Guð-
brandsdóttur og Þorsteini Geirssyni á
Reyðará í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu.
Ráðherra sagði að Reyðará væri eitt af
góðbýlum landsins og þar væri „haldið á
lofti gróinni íslenskri bændamenningu,“
eins og hann komst að orði.
„Jörðin er ekki stór og með takmörkuð
afréttarlönd og hafði ekki möguleika til
stórfellds búskapar, fyrr en ábúendur hófu
laust eftir 1960 ræktun sanda á láglendinu
fram af bænum. Það var þessi velheppn-
aða ræktun sem vakti athygli á búskap á
Reyðará og það hvernig tókst að samhæfa
ágæta heyöflun af aurunum með beit fjár-
ins á ræktað land,“ sagði ráðherra.
gefur, góðri ræktun og fóðurframleiðslu
sem er m.a. forsendan fyrir frábærum ár-
angri,“ sagði landbúnaðarráðherra þegar
hann afhenti verðlaun til Sturlaugs Eyj-
ólfssonar og Birnu Lárusdóttur, bænda á
Efri-Brunná, sem reka kúabú og ferða-
þjónustu. Þau hjón hafa oft komist í fréttir
vegna þess árangurs sem þau hafa náð í
búskap. Þau eiga meðal annars kúna
Bröndu, sem er sú afurðamesta á landinu
og mjólkaði alls 10.781 h'trum á síðasta
ári. „Búið á Efri-Brunná hefur á undan-
förnum tólf árum fimm sinnum verið af-
urðahæsta kúabú landsins, þeirra er hafa
„Ekki stór jörð, en þar
drýpur smjör af hverju
strái í bókstaflegri
merkingu. Þar hefur um
langt skeið verið rekið eitt
afurðamesta kúabú
landsins. Búskapur
einkennist af því að
vinna vel úr því sem
jörðin gefur. “
Bóndi er bústólpi og bú er landstólpi,
sagði skáldið. Ef til vill býr sama
hugmyndafræði að baki Landbúnað-
arverðlaununum, sem afhent voru í fyrsta
skipti síðastliðinn sunnudag við setningu
Búnaðarþings. Þau voru afhent ábúendum
fjögurra jarða fyrir árangursrík störf í
þágu íslensks landbúnaðar. Allt þetta fólk
starfar í ólíkum búgreinum búskapar.
„Þótt viðfangsefni þeirra séu í raun ólík
eiga þau það sammerkt að vera öðrum til
fyrirmyndar og hvatningar,“ var komist að
orði þegar verðlaunin voru afhent.
Þekkt myndarbýli
„Þessi viðurkenning er okkur á Þorvalds-
eyri heiður. Þetta eykur trú okkar á dag-
legum viðfangsefnum. Við fáum vissu fyrir
að starf sé eitthvað sem skiptir máli. En á
hinn bóginn breytir þetta engu í daglegum
viðfangsefnum," sagði Ólafur Eggertsson,
bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjaijöllum.
Hann og Guðný J. Valberg, eiginkona
hans, voru meðal þeirra sem verðlaunin
fengu. „Þorvaldseyri hefur um áratugi ver-
ið þekkt myndarbýli. Þar er húsakostur vel
gerður, staðarlegt heim að h'ta og ræktun
mikil og vel heppnuð,“ sagði Guðmundur
Bjarnason landbúnaðarráðherra þegar
hann afhenti verðlaunin til Ólafs og Guð-
nýjar.
í fjósi á Þorvaldseyri eru um 60 kýr og
mjólkurkvóti um 215 þús. h'trar. Þekktast-
ur er búskapur á Eyri hklega fyrir korn-.
og frærækt, sem þar hefur verið stunduð í
um þrjátíu ár. í samtali við Dag-Tímann
vildi Ólafur Eggertsson leggja áherslu á að
sá árangur sem hann og Guðný, kona
hans, hefðu náð frá því þau tóku við bú-
skap fyrir 22 árum væri ekki verk þeirra
einna. Jörðin hefði verið í eigu sömu ættar
í 91 ár og alltaf hefði verið stefnt að sama
marki; búa með myndugleika og reisn.
„Landbúnaðarverðlaun eru góð hugmynd
og af svipuðum toga og verðlaun í öðrum
atvinnugreinum," sagði bóndinn á Eyri.
Verðlaun fyrir
Vesturfarasetur
Valgeir Þorvaldsson og Guðný Þorvalds-
dóttir búa á Vatni á Höfðaströnd við
Skagafjörð og þeim voru afhent Landbún-
aðarverðlaunin. Þau hjón reka gistiþjón-
ustu, hestaleigu, selja veiðileyfi og fleira
Landbúnaðarverðlaun
voru afhent ífyrsta sinn
við setningu Búnaðarþings
sl. laugardag. Þau voru af-
hent ábúendum fjögurra
jarða fyrir árangursrík
störf í þágu íslensks land-
búnaðar. Stefnt er að því
að verðlaunin verði árleg-
ur viðburður íframtíðinni.
mætti nefna. Síðasta verk þeirra er endur-
gerð gamalla húsa á Hofsósi og stofnun
Vesturfaraseturs. Þar má finna minjar og
heimildir um utanferðir íslendinga til Vest-
urheims undir lok 19. aldar. Setrið var
opnað í júh á síðasta ári og heimsóttu það
um sjö þúsund manns.
Smjör drýpur af hverju strái
„Efri-Brunná í Saurbæ í Dölum er ekki
stór jörð, en þar drýpur smjör af hverju
strái í bókstaflegri merkingu. Þar hefur
um langt skeið verið rekið eitt afurða-
mesta kúabú landsins. Búskapur einkenn-
ist af því að vinna vel úr því sem jörðin
10 árskýr eða fleiri. Og öll árin, að einu
undanskildu, verið meðal sjö efstu. Shkur
árangur næst ekki nema með dugnaði,
stakri reglusemi, nákvæmni og pössunar-
semi á öllum sviðum," var sagt þegar
Landbúnaðarverðlaunin voru afhent á
sunnudag. -sbs.