Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Blaðsíða 4
16- Þriðjudagur 25. febrúar 1997 Jtagur-'QImrám Vandamál drengja í grunnskólum Innrás testosterons í líkama drengja á unglingsaldri er ekki hægt að líkja við neitt annað en stríðsástand og öll ytri hegðun þeirra litast af þeirri staðreynd að þeir eru á valdi innrásarhersins. Sumir komast tiltölulega heilir í gegnum þetta tímabil, öðrum er þetta helvíti á jörð, nokkrir jafna sig aldrei eða komast nokkurn tímann úr þeirri tilfinningalegu herkví sem þeir lentu í á þessu tíma- biii. Þegar upp er staðið liggur sú ábyrgð hjá foreldrunum að sinna börnum sínum, skilja þarfir þeirra og gera sjálf sig þess umkomin að mæta þeim á þeirra stað, hver sem sá staður er. Unglingar eru börn, alveg fram undir tvítugt. Hlutverki foreldranna lýkur ekki við ferm- ingu, þá fyrst byrjar hið erfiða tímabil sem kannski gerir hvað mestar kröfur til foreldranna; að þau séu til staðar, án þess að trana sér fram, að þau fylgist með, án þess að vera með nefið niðrí öllu, að þau setji skýr mörk, án þess að efna til rifrild- is, að þau sýni sjálf þann sjálfs- aga, þá daglegu hegðun og þá yfirvegun sem þau ætlast til að börnin tileinki sér. Ef foreldr- arnir eru ekki fyrirmyndir þá leita börn sér fyrirmynda ann- arsstaðar. Drengur sem á ást- ríkan og umhyggjusaman föður, sem alltaf er til staðar þegar eitthvað bjátar á, sem gefur drengnum sínum frelsi til að vera hann sjálfur, en sleppir því samt ekki að benda honum á nýjar leiðir; sá drengur þarf lít- ið á fyrirmyndum að halda úr sjónvarpi eða kvikmyndum. Hann á sína traustu fyrirmynd og jafnvel þó að hann fái dellu fyrir Batman eða öðrum ofur- fígúrum þá ná þær fígúrur aldrei að steypa af stóli þeirri raunverulegu lifandi fyrirmynd sem hann þekkir best, lítur upp til og vill líkjast, nefnilega föður sínum. Það er foreldranna að leggja rækt við innri vöxt barns- ins, leiða það út í lífið, sýna því hvað það er að vera fullorðinn, kynna fyrir barninu þær skyld- ur og þá ábyrgð sem því fylgir, og vera síðan þess umkomin að sleppa hendinni af barni sínu og leyfa því að reyna sjálft. Þetta er ekkert smáverkefni, ekki verkefni sem verður far- sællega leyst af hendi á hlaup- um. Þetta er verkefni hvers dags í lífi for- eldra og barna. Börnin munu læra hvernig það er að vera fullorðinn, ekki svo mjög af því sem foreldrarnir segja, heldur af því hvað for- eldrarnir gera, hvernig þau bregðast við hinum ýmsu að- stæðum, hvernig þau leysa sín eigin vandamál. Það er oft dáðst að drengjum sem snemma sýna árangur í einhverju og þeir fá mikla hvatningu. Oftar en ekki eiga þessir „jákvæðu" eiginleik- ar rætur að rekja til vanrækslu. Drengirnir sökkva sér niður í sinn eiginn heim, hvort sem það er nú módelsmíði, fótbolti, teikning eða nám. Svo loks þeg- ar þeir sýna árangur kviknar áhugi foreldranna, sem verða standandi hlessa á hæfileikum drengsins, en um Ieið stoltir og hreyknir og byrja að hvetja hann áfram á þeirri braut sem hann virðist hafa valið sér. Þá fyrst byrjar hann að fá þá at- hygli sem hann ávallt skorti frá foreldrunum, hverra sinnuleysi kom honum upphaflega af stað í viðkomandi grein. Ómeðvitað skynjar hann að hann er for- eldrum sínum einskis virði nema að hann skari framúr í þessari grein, það er fyrst og fremst fyrir áhuga þeirra sem hann held- ur áfram; fyrst og fremst til að nálgast þá nær- ingu sem hann aldrei fékk. í raxm og veru gæti áhugi hans og hæfileikar legið á allt öðrum sviðum, en það mun hann ekki dirfast að viðurkenna fyrir sjálfum sér fyrr en hann hefur „vaxið upp- úr“ þeirri þörf sem nú rekur hann áfram. Sumir þora aldrei að taka þá áhættu að stíga skrefið til sinna raunverulegu langana af ótta við höfnun for- eldranna, nú loksins þegar þeir hafa öðlast viðurkenningu þeirra og athygli. Þetta er sorg- arsaga mjög margra karl- manna. Ástæðan er ef til vill sú að karlar geta ekki tjáð tilfinn- ingar sínar á sama hátt og kon- ur, þeir eru einfaldlega ekki þannig gerðir, almennt séð. Það er oft dáðst að drengjum sem snemma sýna árangur í einhverju og þeir fá mikla hvatningu. OJtar en ekki eiga þessir „jákvœðu“ eiginleikar rœtur að rekja til vanrœkslu. Háttur karla er sá að láta verk- in „tala“. Til þess að konur; mæður og eiginkonur, geti átt möguleika á því að skilja syni sína og eiginmenn, verða þær því að leggja það á sig að læra að lesa í athafnir þeirra í stað þess að stilla þeim upp við vegg og krefja þá um að tjá sig munnlega, sem oftar en ekki mistekst hrapalega, flestum konum til sárrar gremju. Ef strákur situr þegjandi við kvöld- verðinn, svarar öllum spurning- um með hummi, h'tur ekki á neinn mann og lætur sig svo hverfa út eftir kvöldmat, þá er eitthvað að. En yfirleitt er litið á þessa mjög svo algengu hegðun drengja sem „gelgjufýlu" eða eitthvað álíka. Þó gæti hann vel verið að íhuga sjálfsmorð vegna þess að hann mætir hvergi skilningi. Allir í kringum hann eru farnir að líta á varnir hans og brynju gagnvart umheimin- um sem hann sjálfan, í stað þess að gefa sér tíma til að hjálpa honum við að losa um varnirnar, hjálpa honum að verða frjáls. Vandamál drengja á unglingsárum halda því áfram að verða vandamál á meðan foreldrar nenna ekki að takast á við þá áskorun sem því fylgir að ala upp dreng og koma hon- um til manns. Sú áskorun er ekki léttvæg og hún gerir miklar kröfur, kannski meiri kröfur en uppeldi stúlkna, af ofangreind- um ástæðum. En úr því að fólk almennt nennir ekki að takast á við aga, nennir ekki að gera kröfur til sjálf sín og nennir síð- ur en svo að verða börnum sín- um traustar fyrirmyndir, þá er ég hræddur um að vandamál drengja haldi áfram að verða vandamál, hvað sem frum- varpasmíð þingmanna á Alþingi líður. Heilsufar kolkrabbans Kolkrabbanum hlýtur að vera farið að förl- ast eitthvað?" Þannig spurðu litlu börnin með sak- lausu augun um helgina þegar fréttirnar um yfirtöku Stöðvar 2 á Stöð 3 bárust út um heimsbyggðina. Og er nema von að börnin spyrji eftir það sem á undan var gengið? Stöð 3 sem að und- anförnu hefur dill- að sér með tals- verðum slætti á ís- lenskum íjölmiðla- markaði hlýtur að komast nálægt því að verða einhver umfangs- mesta sápukúla sem sprung- ið hefur um langt skeið. Kol- krabbinn, sem blés þessa sápukúlu, hefur líka gengis- fallið verulega, vegna þess að hann gengur nú með laf- andi armana til samstarfs við þá sem hann áður hafði talið fullkomlega óalandi og óferjandi. Allar stóru yfirlýs- ingarnar, allar milljónirnar, milljónatugirnir og milljóna- hundruðin sem búið var að dæla í Stöð 3 virðast nú ætla að skila litlum arði. Hann er heldur ekki feitur hlutur þeirra sem eru búnir að af- skrifa og fella niður kröfur út af Stöð 3 með nauða- samningum áður en lokaat- lagan gegn Jóni Ólafssyni og félögum á Stöð 2 hófst. Eða þá síðasta flugeldasýningin þegar Stöð 3 stal fimm yfir- mönnum Stöðvar 2 í mikilli leikfléttu. En það sem gerði þennan ótrúlega sápukúlu- blástur trúverðugan var að bakhjarlinn var sterkur, aðili sem kalla má hrygglengju ís- lensks athafnah'fs, fjölskyld- urnar fjórtán, sjálfur kol- krabbinn. Skrýtin hagfræði Allir sem að þessu koma eru meira og minna í stórat- vinnurekstri og eru hinir ís- lensku gúrúar einkafram- taksins. Það kemur því veru- lega á óvart að þeir skuh svo skyndilega viðurkenna að þeir hafi verið á algerum villigötum með ijáraustur sinn og athafnir allar. At- burðir helgarinnar eru ein- faldlega yfirlýsing frá að- standendum Stöðvar 3 um að það hafi ekki verið grund- völlur fyr- ir þeim fjárfest- ingum og stór- mennsku- látum sem stað- ið hafa yf- ir undan farin misseri. Þetta er yfirlýsing um að það sé ekki hægt að reka fyrirtæki í tvö ár með gríðarlegum til- kostnaði án þess að hafa ein- hverjar tekjur á móti. Jafnvel fábrotinn alþýðumaður eins og Garri hlýtur að velta því fyrir sér hvort hagfræði af þessu tagi sé ástunduð víða í stórfyrirtækjum landsins. Sé svo er kannski ekki skrítið að fyritækin þoli ekki miklar launahækkanir. RÚV til bjargar Það sem upp úr stendur varðandi hina miklu óperu sem nú er flutt á sjónvarps- stöðvunum er því skipbrot krabbans. Kolkrabbinn er greinilega hvergi eins sterk- ur og hann vill vera láta, og það sem verra er, hann er ekki heldur neitt sérlega snjall í því sem hann á að vera bestur í - viðskiptum. Það sem síðan kórónar þessa sérkennilegu stöðu er að stjórnmálamennirnir og hægragengið sem til þessa hefur verið málsvari kol- krabbans er nú skyndilega farið að tala um Ríkisút- varpið sem þá lausn sem sé ómissandi til að viðhalda eðlilegri samkeppni á ís- Iandi. Er nema von að litlu börnin spyrji um heilsufar kolkrabbans? Garri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.