Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.02.1997, Blaðsíða 9
Hvað finnst ungmennafélaganum? wm Sigurður Aðalsteinsson stjómarmaður UMFÍ Knattspyrna verður með nýju sniði á Landsmóti UMFÍ í Borganesi. Leikið verður þvert á völlinn með 7 leikmenn í hvoru liði. Leikið verður eftir reglum KSÍ um minniknattspyrnu. Leiktími verður 2x20 mínútur og eru innáskiptingar frjálsar. Hver sambandsaðili má senda tvö lið bæði í kvenna og karlaflokk. Með þessari breytingu ættu fleiri að eiga möguleika á að taka þátt í knattspyrnukeppninni á Landsmótinu. Er íþróttahreyfingin rétti aðilinn til að vinna að forvarnarmálum ungu kynslóðarinnar? Knattspyma með nýju sniði jDaqurálItmimi 1997 Viljum ná til þjálfaranna í lok síðasta árs fengu UMFÍ og ÍSÍ úthlutaðar fjórar milljónir til að vinna að forvarnarmálum í grasrótinni. Skipuð var nefnd til að vinna að þessum málum en litið hefur borið á störfum hennar hingað til. Vanda Sigurgeirs- Umsjón Jóhann Ingi Árnason dóttir, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, situr í þessari nefnd og við forvitnuðumst aðeins um gang mála hjá henni. „Við vorum öll í nefndinni sammála strax í upphafi að ana ekki að neinu. Við vildum frekar taka lengri tíma í að koma okkur af stað og velja réttu leiðirnar." En hver er staðan á verkefninu í dag? „Við teljum að þjálfarar ungu kynslóðarinnar séu mjög mikil- vægir og við viljum reyna að vinna með þeim. Það hefur Sérrit fyrir ungt fólk verið ákveðið að gefa út bækling um áhrif áfengis og annarra vímuefna á líkamann en þann bækling höfum við hugsað okkur að nota til að fræða meðal annars þjálfarana." Verður bæklingurinn þá sendur út tU aUra þjálfara? „Við ætlum ekki að henda bæklingnum í póst og vonast svo tU að einhver lesi hann heldur gerum við ráð fyrir að vinna skipulega að þessu verkefni næstu tvö árin. Það hefrn- verið skipuð undirnefnd þar sem ég, Þorbjörn Jensson og Þráinn Hafsteinsson sitjum en við munum í sameiningu heimsækja þjáifara hjá félögum alls staðar á landinu og kynna starfsemi okkar og þá bæklinginn." Er eitthvað annað í gangi? „Já, við höfum líka verið að tala um að fá þekkt íslenskt íþróttafólk í auglýsingar. Við vitum hversu miklar fyrir- Vanda Sigurgeirsdóttir er fulltrúi UMFÍ í nefnd sem vinnur að forvarnarmálum á vegum Ungmennafélags íslands og ÍSÍ. myndir okkar fremsta íþrótta- fólk er og því vfljum við nota það til að byggja upp jákvæða ímynd - vímuefnalausa ímynd.“ Hvenær fer almenningur að verða var við starfsemi ykkar? „Nú bíðum við bara eftir því að bæklingurinn verði klár og svo ætti verkefnið að fara að rúlla.“ Aukin áhersla á fræðslustarf Já, íþróttahreyfingin er oinmitt sá aðili sem á að vinna að forvarnarmálum. íþróttahreyfingin stuðlar að heilbrigðu lífi og ef hún tæki ekki á forvarnar- málum væru hún ekki samkvæm sjálfri sér. Birgir Ari Hilmarsson framkvæmdastjóri UMSK Já, að sjálfsögðu á íþróttahreyímgin að nota þá aðstöðu sem er fyrir hendi í nánu samstarfi við aðra sem sinna þessum málum. fþróttahreyfingin hefur þá einstöku sérstöou að hafa innan sinna vébanda stóran hluta æskunnar og þá sérstöðu þarf að nota rétl. Já, alveg tvímæ- lalaust. íþrótta- hreyfingin vinnur svo mikið með ungu fólki að hún kemst ekki hjá þvf að taka á þessum málum. Við nöfum góða aðstöðu til að na til ungs fólks og því ekki að nota hana? Þrír formenn endurkjörnir Ársþing UMSK, HSK og ÍUK voru haldin um síðustu helgi. Formenn allra sambandanna þriggja voru endurkjömir en það voru þeir Árni Þorgilsson, HSK, Svanur Gestsson, UMSK og Skúli Skúlason, fþrótta og ungmennafélagi Keflavíkur. Sex aðilar voru sæmdir starfsmerki UMFÍ en það voru; Svanur Ingvarsson og Þórunn Oddsdóttir, HSK, Logi Kristjánsson, Einar Sigurðsson og Bergþóra Sigmundsdóttir, UMSK og Einar Haraldsson Ingibergsson, 21 - þriðjudagur 25. febrúar 1997 Fjölnir Þorgeirsson og Elma Lísa eru í hressum viðtölum i sérritinu um lífið og tilverunu hjá ungu fólki á íslandi í dag Ungmennafélag íslands gefur á næstunni út sérrit Skinfaxa sem ætlað er ungu fólki. Blaðinu verður dreift ókeypis til valins aldurshóps en í fyrra fengu allir unglingar á aldrinum 12-17 ára sam- skonar blað sent heim til sín. Efnið í blaðinu er fjölbreytt og skemmtilegt. Rædd er meðal annars við Elmu Lísu úr íslenska listanum á Stöð 2, Dagsljósmanninn Loga Berg- man, Þorgrím Þráinsson frá tóbaksvarnarnefnd, handbolta- kappann Magnús Arnar Arn- grímsson og Fjölnir Þorgeirsson sem á örugglega íslandsmet í íslandsmetum en hann hefur orðið meistari í átta íþróttagreinum. Við hjá UMFÍ bendum öllum sem áhuga hafa á að nálgast blaðið að hringja í okkur í síma 568-2929 eða koma við í þjónustumiðstöðinni, Fellsmúla 28 í Reykjavík. Lilja Stefánsdóttir framkvæmdastjóri HSH „Eitt stutt námskeið getur breytt miklu. Ég hef reynt það sjálf hvað það getur bætt vinnubrögðin í félagsstarfmu mikið og gert starfið blómlegra", segir HaUdóra Gunnars- dóttir sem nýlega tók að sér að sinna fræðslumálunum hjá UMFÍ. Mun fræðsluátakið standa fram á vor. „Það er til gífurleg reynsla í ungmennafélags- hreyfingunni og markmiðið með námskeiðunum er meðal annars að miðla reynslunni, kenna fólki einföld og góð vinnubrögð og koma í veg fyrir að sömu mistökin séu gerð aftur og aftur." Félagsmálaskóli UMFÍ, en það er nafnið sem fræðslu- starfsemin gengur undir, býður upp -á margvísleg námskeið sem hvert og eitt taka þrjá túna. Þau eru haldin hvar sem er á landinu og þeim má raða saman að vild ef fólk vfll lengri námskeið. Þau íjalla um ýmsar hliðar félagsmálanna, stjórnun og rekstur félaga, fundi, gjald- kerastörf, skattskil, foreldrastarf og að taka tU máls svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna námskeið fyrir við- takandi sljórn sem hæfir vel á þessum árstíma. Hvaða aðili sem er getur fengið þessi námskeið tíl sín, það er ekki bundið við aldildarfélög UMFÍ. Töluvert er einnig gert af því að sérsmíða námskeið og hefur til dæmis verið farið í skóla með námskeið fyrir 8. - 10. bekk. Oft vill fólk ekki gefa kost á sér til trúnaðarstarfa í félögum vegna þess að því finnst það ekkert kunna og treystir sér ekki til að takast á við þau. Það er því kjörið að bjóða fólki á fræðslufund eða námskeið til að læra vinnu- brögðin og auka sjálfstraustið. Það er líka skemmtilegt félags- starf í sjálfu sér, því oftast er íjaflað um máhn á léttu nótunum. Halldóra Gunnarsdóttir Mynd: Sigurjón Ragnar

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.