Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Síða 2
14- Miðvikudagur 26. febrúar 1997
Hagur-'ðlmmm
BÆNDALÍFIÐ í LANDINU
„Bændur ætla ekkí
að daga uppi“
„Kannski ar maður hlutdraagur og finnat að vorið aé að ráðat á sig. En mér þykir launþagahreyfingin fara offari
þagar hún fjallar um landbúnaö og krofst laagra búvöruvorðs," aaglr Slgurgelr á Hrishóli. Mynt jhf
Kjaramálin eru það sem
heitast brennur á mönn-
um. Margir eru harðorðir
gagnvart forystunni og kreflast
úrbóta. Við bændur gáfum eftir
þegar þjóðarsáttin var gerð ár-
ið 1990. Sfðan þá hefur launa-
liður í búrekstri lækkað talsvert
- og hefði stefnt í að verða enn
meiri ef menn hefðu ekkert
hagrætt í sínum búrekstri,“ seg-
ir Sigurgeir Hreinsson, bóndi á
Hríshóli í Eyjafjarðarsveit og
formaður Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, í samtali við Dag-
Tímann.
Samfélagsþjónustan
tapast
Sigurgeir og Bylgja Svein-
björnsdóttir, eiginkona hans,
hafa sl. 15 ár rekið félagsbú á
Hríshóli með foreldrum Sigur-
geirs. Fyrir um ári keyptu Sig-
urgeir og Bylgja búið allt, það
er kúabú með um 165 þúsund
U'tra kvóta. Þau hjón eiga þrjú
börn. Þegar blaðamaður ræddi
við Sigurgeir fyrir síðustu helgi
var hugur hans nokkuð bund-
inn við Búnaðarþing, sem hald-
ið er i þessari viku. Þar verða
tekin fyrir mörg af þeim málum
sem heitt brenna. Fyrst og síð-
ast eru það kjaramál. Við
beindum tali okkar meðal ann-
ars að þeim.
„Menn verða að halda öllum
útgjöldum niðri, ef endar eiga
að nást sam-
an. Sjóðagjöld
hafa lækkað
síðustu ár, eða
úr 2,1% af af-
urðaverði nið-
ur í 1,4%.
Menn hafa
gælt við að
þau geti
lækkað enn
meira, ef til
dæmis gjöld til
Stofniána-
deildar land-
búnaðarins
lækka. Vissu-
lega hafa kjör
bænda batnað
eitthvað með
þessu, en á
móti töpum
við samfélags-
þjónustu sem
samtök bænda
veita, þjónustu
sem sjóðagjöldin standa straum
af,“ segir Sigurgeir.
Launþegahreyfingln
fer offari
f þjóðmálaumræðunni hefur
borið á ágreiningi milli forystu-
manna bænda og launþega.
Hinir síðarnefndu krefjast enn
meiri iækkunar en orðin er á
verði innlendrar búvöru og
jafnframt aukinnar hagræðing-
ar hjá bændum og í rekstri af-
urðastöðva þeirra. Svör bænda
eru hins vegar að hagrætt hafi
verið eins mikið og hægt sé.
Lengra verði ekki gengið, eða
meira gefið eftir.
„Kannski er maður hlut-
drægur og finnst að verið sé að
ráðst á sig. En ég get ekki að
því gert að mér þykir launþega-
hreyfingin fara offari þegar hún
fjallar um landbúnað og krefst
lægra búvöruverðs. Innlendar
landbúnaðarvörur eru aðeins
7% af því sem myndar verð-
lagsgrunninn í vísitölu neyslu-
verðs. Verð á landbúnaðarvör-
um hefur lækkað stórum síð-
ustu ár, á sama tíma og til
dæmis fiskur hefur hækkað i
verði. Krafa samtaka launþega
er að allur fiskur eigi að fara á
markað, enda þótt vitað sé að
slíkt hækkar fiskverð og þar
með framfærslukostnaðinn. En
ef til vili er flskur ekki gerður
að umtalsefni, þar sem hann er
ekki visitöiubundinn. Verð á
innfluttum neysluvörum hefur
elnnig hækkað allmikið, án þess
að hátt sé um það haft,“ segir
Sigurgeir.
Tengslin mllli moldar
og malar
Hann bætir því við að ákveðnir
forystumenn launþega hafi
betri skiinlng en aðrir á land-
búnaðarmál-
um. „Yfirleitt
hafa verkalýðs-
leiðtogar úti á
landi gleggri
sýn á þessi mál
en þeir sera
eru við Faxa-
flóa,“ segir Sig-
urgeir. - Að
mati hans er
ágreinlngur
miili bænda og
samtaka laun-
þega sprottinn
af djúpum rót-
um. Tengsl
milli dreifbýlis-
fólks og þótt-
býlisbúa hafi
rofhað. „Það
eru þessi
tengsl milli
moidar og mal-
ar, sem óg er
að tala um.
Vlssiega hafa bændur reynt að
bregðast við þessu, en kannski
hefur það ekld verið gert með
nægilega skýrum og skeleggum
hætti.“
f takt við tfðaranda,
tækifærl og tækni
Þegar Búnaðarfélag ísiands og
Stéttarsamtök bænda voru
sameinuð í Bændasamtök ís-
lands bar nokkuð á gagnrýni
um að aðalfundur samtakanna
skyidi nefndur Búnaðarþing. Sú
nafngift á sér rösklega 100 ára
sögu. Sumir vildu taka upp nýtt
nafn til að breyta ímynd sam-
komunnar, sem mörgum þóttl
fráleitt nútímaleg. Hvað fhmst
Sigurgeiri um þetta?
„Nlðurstaðan var að menn
nefndu þetta áfram Búnaðar-
þing og við það situr. Ég vil hins
vegar mótmæla því, sem haldið
hefur verið fram, að forystu-
menn bænda séu gamlir menn
með gðmul viðhorf. Mlkil end-
urnýjun hefur orðið í forystu-
sveit bænda sfðustu ár. Menn f
stjórn Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar eru til dæmis allir um
og innan við fimmtugt og í
stjórn Bændasamtaka ísland
eru menn á svipuðu reki. Eng-
inn má þó taka orð mt'n þannig
að ég sé á móti gömlum mönn-
um. Málið er að f félagsstarfl
verða skoðanir forystumanna
að vera f noklcru samhengi við
tfðaranda, tækni og tækifæri
lfðandi stundar, svo framarlega
ef árangur á að nást. Ég tel að
forystumenn bænda séu nú-
tímamenn. Ef þeir væru það
ekki myndum við daga uppi -
og það er ekki markmið ís-
lenskrar bændastóttar," sagði
Sigurgeir Hreinsson. - sbs
„Enginn má taka orð
mín svo að ég hafi á
móti gömlum mönnum.
En skoðanirforystu-
manna verða að vera i
samhengi við tiðaranda,
tœkni og tœk{færi líð-
andi stundar, svofram-
arlega ef árangur á að
nást," segir Sigurgeir
Hreinsson, bóndi á Hris-
hóli i Eyjafjarðarsveit
ogformaður Búnaðar-
sambands Eyfqfjarðar.