Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.02.1997, Page 11
^Dngur-(?Jmttmt
Miðvikudagur 26. febrúar 1997 - 23
FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ
Lokahönd á árshátíðarkonuna
Ef þú ert orðin illa pirruð á strýinu þá er ekki úr vegi að kom-
ast yfir fagurfjaðraðan fugl, reyta hann, lita fjaðrirnar og búa til
kollu á borð við þá sem hér sést. Þess má geta að hún er blá.
Það er hægt að klessa hverju sem
er á hárið eftir að það hefur verið
sleikt aftur með einhverju gumsi.
Þessi útfærsla er svo sem ekkert
verri en hver önnur.
AKUREYRARBÆR
Félags- og fræðslusvið
Hjá búsetu- og öldrunardeild Ak-
ureyrarbæjar eru eftirtalin störf
laus til umsóknar:
Starf sjúkraliða á kvöldvöktum við
heimahjúkrun
Dálítið röff.
Nú fer þetta árshátíðarþvaður brátt að taka enda. En áður
en skilið verður við þá indœlu umrœðu er rétt að kanna að-
eins það sem myndar rúsínuna í pylsuendann, þ.e. hár-
greiðsluna, Hárgreiðslur sveiflast með tískunni eins og ann-
að er tengist þessum árshátíðum (ef frá er tekið drykkjan, át-
ið og duflið) og nú segja einhverjir pótintátar út í heimi að
flottast sé að vera með hnút íhári...
Nú er hnúturinn víst það
aiflottasta. Heldur ráð-
settur fyrir suma.
n
1
Alltaf jafn sígilt, villt og úfið þó óneitanlega kæmi
sér betur að vera svertingi væri stefnan tekin á
þessa hárgreiðslu.
Kannski dálítið Grace Kelly-legt en hún þótti svo sem ekkert slor á
sínum tíma.
Þú gætir sennilega ekki
dansað undir dúndrandi
Clash og jafnvel ekki Ijúfri
Blur músík með þetta
slaufuverk í hnakkanum.
En sértu meira fyrir valsinn
kæmi þetta til greina.
Clótcv&ífið
Teitur Þorkelsson
skrifar
Að láta
gelda sig
„Ég er að hugsa um að láta
gelda mig.“ Ég hætti að borða,
leit beint í augun á vini mínum
og spurði hvers vegna í ósköp-
unum hann væri að velta því
fyrir sér. „Bara, lífið gæti verið
svo þægilegt ef maður væri laus
við þessa íjandans kynhvöt. Ég
kem aldrei neinu í verk, get
aldrei hugsað neina hugsun til
enda vegna þess að ég er með
konur og kynlíf á heilanum. Ég
get ekki lesið niður eina blað-
síðu á bókasafni vegna þess að
ég er alltaf að líta upp til að
horfa á stelpurnar. Seinast í
dag munaði svo engu að ég
keyrði fyrir bíl af því að ég var
að horfa á einhverja yndislega
konu upp á gangstétt. Maður er
dæmdur til að vera hugsunar-
laus og aðgerðalaus og nú er
þetta meira að segja farið að
verða lífshættulegt. Svo eru þær
svo mjúkar, ilmandi og yndis-
legar að mann langar til að sofa
hjá þeim öllum saman en það
er náttúrlega ekki hægt ef mað-
ur vill vera tryggur sinni konu.
Það er eins og trylltir hestar
séu að slíta mann í sundur, ég
bara get ekki lifað svona.“ Ég
veit að ýmsar stofnanir landsins
gefa vistmönnum sínum pillur
við því sem þar er kallað ást-
sýki og ég vona að vinur minn
fái sér slíkar pillur frekar en að
ganga svo hreint til verks að
láta gelda sig.
En mikið skil ég hann vel.
V
Um er að ræða 100% stöðugildi en hlutastörf koma
vel til greina. Laun samkvæmt kjarasamningi
STAK/Sjúkraliðafélags íslands og Launanefndar
sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið veitir Margrét Guðjónsdóttir,
deildarstjóri heimahjúkrunar í síma 462 2311 milli kl.
12 og 13 virka daga.
Forstöðumaöur skammtímavistunar
Afleysingu vantar fyrir forstöðumann til ársloka
1997. Krafist er menntunar á uppeldis- eða félags-
sviði. Laun samkv. kjarasamningi STAK og Akureyr-
arbæjar.
Upplýsingar um starfið gefur Sólveig Ingibergsdóttir
í síma 460 1410.
Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar í starfs-
mannadeild Akureyrarbæjar í síma 462 1000.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr-
arbæjar, Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til 10. mars.
Starfsmannastjóri.
J