Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 1
Ð I LANDINU Blað Laugardagur 8. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 47. tölublað KNATTSPYRNUMAÐUR AF GUÐS NÁÐ Bjarni Guðjónsson, 18 ára framherji á Akra- nesi, hefur verið í heimsóknum hjá knatt- spyrnuliðum í Bretlandi, Þýskalandi og á Spáni undan- farna mánuði. Bjarni fer til Glasgow og Leeds á þriðju- daginn og vonast til að fljót- lega liggi fyrir niðurstaða um atvinnumennsku eða ekki. Ef samningar takast fer Bjarni utan með kærustu sinni, Margréti Valsdóttur, og mömmu. Bjarni og Margrét ætla að byrja að búa saman og mamma Bjarna ætlar að hjálpa þeim að koma sér fyr- ir og fóta sig í nýja landinu. Athygli vakti þegar Bjarni og faðir hans, Guðjón Þórðar- son, lentu í átökum í New- castle í fyrra. Guðjón hefur þegar sagt frá því opinber- lega en Bjarni vill lítið ræða um málið. Hann segir: „Tím- inn læknar öll sár. Við verð- um að bíða og sjá.“ -GHS - sjá viðtal við Bjarna Guðjónsson á bls. 22. Mynd: GS MENN VIKUNNAR S Isjávarháskanum austur við Þjórsárósa sýndu og sönnuðu þyrlu- flugmenn Landhefgisgæslunnar hvers þeir og þyrlan TF-LÍF er megnug. „Þyrlan reyndist frábærlega,“ segir Hermann Sigurðsson, flugmaðirr, og bætir við: „Við vorum með hugann hjá félögum okkar á varðskipinu.“ Gifta fylgir störfum áhafnar þyrlunnar sem vann mikið þrekvirki og drýgði mikla hetjudáð með að bjarga m'tján mönnum við erfiðar aðstæður. Menn vikunnar eru sjálfkjörnir. Mynd: GHS „SKEPNU- SKAPUR" Kynferðislegt ofbeldi gegn dýrum viðgengst í öllum samfélögum, segir breski af- brotafræðingurinn Piers Beirne. Hann segir fyrirbrigðið tengjast öðru ofbeldi í samfélaginu og þótt það hafi ekki farið hátt í opinberri umræðu viti menn alla jafna um tilvist þessa „skepnuskapar". Sjá bls. 17.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.