Dagur - Tíminn Reykjavík - 08.03.1997, Blaðsíða 13
©agur-CCtnmm JlaguÆtntmn
mmmmammm
Smáréttir
með aspargus
Ef þú ert aspargusunnandi þá er þetta eitthvað fyrir þig. Tvær
uppskriftir af smáréttum sem eiga sameiginlegt að uppistað-
an er aspargus.
Kartöflur og asp-
argus
250 g grœnn aspargus
1 kg nýjar kartöflur
Sósa:
1 msk. hunang
1 msk. dijon sinnep
100 g majones
2 dl súrmjólk
salt og pipar
Skerið aspargus í 2 sm.
langa bita og gufusjóðið.
Þvoið kartöflurnar og
sjóðið, afhýðið og látið
kólna. Skerið í bita.
Hrærið hunangi og
sinnepi saman við majo-
nes og súrmjólk. Kryddið
með salti og pipar. Bland-
ið sósu saman við kartöfl-
ur og aspargus.
Aspargus
m/sítrónum og
möndlum
300 g grœnn eða hvítur
aspargus
75 g möndlur (saxaðar)
'á sítróna
100 g kalt smjör
salt og pipar
Gufusjóðið aspargus-
inn. Setjið á disk og hald-
ið heitum.
Ristið saxaðar möndl-
urnar gullinbrúnar á
þurri pönnu. Kreistið
safa úr 1/2 sítrónu og ríf-
ið börkinn smátt. Bætið
bæði berkinum og safan-
um á pönnuna og látið
malla í stutta stund. Tak-
ið pönnuna af hitanum og hrærið smjörinu saman við, lítið í einu.
Saltið og piprið eftir smekk og hellið yflr heitan aspargusinn.
Laugardagur 8. mars 1997 - 25
Hverfafundir
með borgarstjóra
Hverfafundum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra með íbúum Reykjavíkur verður
framhaldið á næstu vikum.
5. fundur verður haldinn mánudaginn 10. mars með íbúum Bakka,
Stekkja, Skóga og Seljahverfis auk Suður-Mjóddar.
Fundarstaður: Ölduselsskóli kl. 20.00.
6. fundur verður haldinn fimmtudaginn 13. mars með íbúum í
Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Múlahverfi.
Fundarstaður: Réttarholtsskóli kl 20.00.
7. fundur verður haldinn mánudaginn 24. mars með íbúum í Túnum,
Holtum, Norðurmýri og Hlíðum.
Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00.
8. fundur verður haldinn mánudaginn 7. apríl með íbúum
Vesturbæjar, Miðbæjar og Austurbæjar vestan Snorrabrautar.
Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00.
Á fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og
framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og
fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna
borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af
fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og
myndrænu efni.
Allir velkomnir.
Skrifstofa borgarstjóra.
IMISSAN deildin
í KA~heimilixtu siinniidaLgixiii
9. mars kl. 20.00.