Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Blaðsíða 6
18 - Miðvikudagur 26. mars 1997 ®agur-ÍEímmn MENNING O G LISTIR Kór Langholtskirkju flytur óratoríuna Messías eftir Handel á skírdag og föstudaginn langa en hefð er fyrir tónleikum kórsins íDymbilviku. Kórinn hefurflutt þetta vinsœla og líklega þekktasta kórverk í vestrœnum heimi nokkrum sinnum áður, hér heima síðast á Listahátíð á ári söngsins árið 1992 þegar stœrstur hluti kórsins tók þátt íflutningnum. Þetta er fimmta verkefni kórsins á þessum vetri og stjórnandinn er sem fyrr Jón Stefánsson. „Það er alltaf gaman að flytja þetta verk sem er sérlega vel skrifað fyrir raddirnar. Það býr mikil þekk- ing á mannsröddinni að baki. Handel skrifar glæsilegar línur og þarna er leiftrandi glæsileiki og hraði auk þess sem aríurnar eru hver annarri fallegri." Það er kammersveit Lang- holtskirkju sem leikur með og ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 5. apríl. Örfá sæti laus. Laugard. 12. aprfl. KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams 5. sýn. föstud. 4. apríl. Uppselt. 6. sýn. sunnud. 6. apríl Uppselt. 7. sýn. fimmtud. 10. apríl Uppselt. 8. sýn. sunnud. 13. apríl Örfá sæti laus. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Sfmonarson Aukasýníng fimmtud. 3. apríl. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 6. aprfl kl. 14.00. Sunnud. 13. apríl kl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Laugard. 5. apríl Laugard. 12. apríl Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn ísalinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýn- ingar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. er Júlíana Elín Kjartansdóttir konsertmeistari. í kórnum eru nú um 80 manns og segir Jón að töluvert sé þar um nýja með- limi. „Kórinn fær virkilega tæki- færi til að sýna hvað í honum býr í þessu verki og efniviður- inn á auðvitað við páskana.“ IJinn frægi hallelújakór er í verkinu og sagðist Handel hafa séð Guð fyrir sér sitjandi í há- sæti og englana í kringum hann þegar hann skrifaði kórinn. Engin krínólín, engin sverð Geroge Friedrich Handel er fyrst og fremst þekktur sem höfundur stórbrotinna óratoría en flestar þeirra, eins og Messí- as, urðu til fyrir tilviljun. Hand- el er þekktur sem maðurinn sem fullkomnaði ensku órator- íuna en óratoría er leikræn tón- listarskemmtun um trúarleg efni sem ekki er leikin á sviði heldur sungin. Handel samdi nokkrar á sínum yngri árum í Þýskalandi og á Italíu sem hann lagði til hliðar og svo nokkrar í Englandi sem fengu misjafnar Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífiö í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 13. sýning miövikud. 26. mars kl. 20.30 14: sýning fimmtud. 27. mars kl. 20.30 15. sýning laugard. 29. mars kl. 20.30 16. sýning mánud. 31. mars kl. 20.30 Miðapantanir í síma 463 1195 milli kl. 18og20. Á öörum tímum er hægt aö panta í gegnum símsvara. Haukur Ágústsson skrifar Rökkurkórinn efndi til tón- leika í Hlíðarbæ laugar- daginn 22. mars. Söng- stjóri hans er Sveinn Árnason, en undirleikari á píanó, Páll Szabo. Rökkurkórinn er blandaður kór. Hann er vel margmennur og gott hlutfall í fjölda á milli radda. Kvennaraddir gerðu allvíða vel og náðu til dæmis fallega saman í laginu Bak við heiðar eftir Mikis Theodorakis við ís- lenskan texta eftir óþekktan höfund. Sópraninn hefur jafnan góðan tón og getur tekið veru- lega á. Hann gerði vel til dæmis í fallegum diskant í laginu Dög- un eftir Arpad Balaz við ljóð eftir Ingólf Jónsson frá Prest- bakka, sem kórinn flutti án undirleiks. Altinn fyllti vel í hljóma, en hvarf nokkuð bak sópraninum. Almennt var tónn altraddarinn- ar góður en verkaði þó á stund- um flatur, svo sem í laginu Hvíslað út í nóttina eftir Friðrik Jónsson við ljóð Valdimars Hólms Hallstaðs. Kórnum fer fram. Karla- raddir voru jafnan heldur hljóð- látar. Svo var til dæmis í lögun- „Það jók á gleði áheyr- enda, að þeirfengu tœkifœri til þess að syngja með í nokkrum jjöldsöngslögum. “ um Ég fann þig, sem er amer- ískt þjóðlag við texta eftir Jón Sigurðsson, Rauða kirtlinum, rússnesku þjóðlagi við ljóð eftir ókunnan höfund og negrasálm- inum Swing Low, Sweet Chari- ot. í nokkrum lögum komust karlar allvel á strik, svo sem í laginu Bak við heiðar, og sýndu þá, að meiri þrótt og styrkari grunni mætti ná úr röddunum en tíðast er gert. Rökkurkórinn hefur tekið vel merkjanlegum framförum í aga. Innkomur eru jafnan góð- ar og einnig afslættir. í þessu efni mætti þó enn vinna heldur meira. Til dæmis hefði mátt slípa betur og gera jafnari stuttar stakkató-innkomur í Vorljóði eftir J. Strauss við ljóð í þýðingu Margrétar Jónsdóttur. Hallfríður Hafsteinsdóttir söng einsöng með Rökkurkórn- um í lögunum Swing Low, Swe- et Chariot og Ég fann þig. Hall- fríður hefur styrka og jafna rödd. Miklu skiptir, að fas hennar með söng er ljúflegt og glaðlegt, en það litar flutning hennar og gerir hann verulega aðlaðandi. Undirleikur Páls Szabo var jafnan góður og öruggur og studdi hann vel við jafnt kór sem einsöngvara. Léttur blær var yflr tónleik- um Rökkurkórsins. Það jók á gleði áheyrenda, að þeir fengu tækifæri til þess að syngja með í nokkrum fjöldsöngslögurn, þar sem söngstjórinn, Sveinn Árna- son, lék undir á harmóníku. Þátttaka tónleikagesta var mikil og almenn og jók mjög þann ljúfa og ánægjulega brag sem á tónleikunum var. Rökkurkórinn í Hlíðarbæ viðtökur. Eftir frumsýningu síð- ustu óperu hans 1741 virðist Handel hafa fengið sérstaka andagift því á 23 dögum samdi hann Messías og rúmum mán- uði síðar hafði hann lokið við aðra óratoríu eða Samson. Þegar andinn bráði af Hand- el um stund hélt hann ljöldann allan af styrktartónleikum fyrir líknarfélög í Dyflinni. Állir fengu tónleikarnir góða aðsókn en á þeim þrettándu árið 1742 flutti hann loks Messías. Að- standendur tónleikanna bjuggust við mikilli aðsókn og út voru send tilmæli þess efnis að konur Qarlægðu pilsgjarð- irnar (mættu ekki í krínólínum) og að karlar mættu ekki með Eftir frumsýningu síð- ustu óperu Handels 1741 virðist hann hafa fengið sérstaka anda- gift því á 23 dögum samdi hann Messías og rúmum mánuði síð- ar hafði hann lokið við aðra óratoríu eða Samson. sverðin á tónleikana. Og þannig fór líka að Dyflinnarbúar fylltu salinn og voru yfir sig hrifnir af verkinu. Messías er efnislega ólík öðr- um óratoríum Handels, er sam- in við texta beint úr Biblíunni á meðan hinar fjalla um sögur úr Biblíunni og persónur eru sungnar af ákveðnum flytjend- um (eins og í óperu). Messías er í þremur hlutum og er eins konar hugleiðing um fæðingu Krists, pínu hans, dauða og upprisuna. Jón Stefánsson stjórnandi. Einsöngvarar hjá Langholts- kirkjukórnum eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sverrir Guðjóns- son, Bjöm Jónsson, Loftur Er- lingsson og Valgerður Guðrún Guðnadóttir. Jón Stefánsson segir verkið taka um tvær og hálfa klukkustund í flutningi og Mynd: BG það þrátt fyrir að farin hafí ver- ið sú leið að stytta það nokkuð. Tónleikarnir eru sem fyrr segir á skírdag og föstudaginn langa og hefjast þeir klukkan 16:00 í Langholtskirkju. -mar

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.