Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Blaðsíða 5
^Dbtgur-'Cttmrátn Miðvikudagur 26. mars 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS „Forréttindi að kynnast Minningar frá Merkigili eru á dag- skrá Stöðvar 2 að kvöldi föstudagsins langa. Þar verður sýnt einstakt viðtal Eggerts Skúlasonar við Helga heitinn Jónsson, hónda á Merkigili íAusturdal í Skagafirði. Einstakt viðtal Að kvöldi föstudagsins langa sýnir Stöð 2 þáttinn Minningar frá Merkigili. Þar verður birt einstakt viðtal við einbúann Helga Jónsson á Merkigili í Austurdal í Skagaflrði, sem lést af slysförum 12. janúar sl. Við- talið var tekið tvo síðustu dag- ana þar á undan og átti að vera stutt innslag í þáttinn ísland í dag. - En í ljósi þess hvernig mál fóru var ákveðið að gera efninu vegleg skil í heilum þætti, meðal annars með mynd- um frá útför Helga í Reykja- kirkju í Tunguhverfi og frá jarð- setningunni í Ábæ í Austurdal. „Við fórum 10. janúar norður í land í fréttaferð. Með í för var Árni Gunnarsson frá Flatatungu í Skagafirði, góðvinur Helga á Merkigili. Upphaflegur tilgangur var að mynda refaveiðar við Skatastaði í Austurdal - og átt- um við inni loforð um nætur- gistingu hjá Helga. Áður hafði Árni skotið því að Helga hvort hann væri tilbúinn í viðtal fyrir Stöð 2, en því svaraði hann neit- andi. Við það sættum við okkur ekki alveg þar sem af nægu öðru efni var að taka,“ segir Eggert Skúlason. Líkur Skarphéðni „Við komuna að Merkigili var mér brugðið að sjá tröllslegt út- lit Helga. En þegar inn fyrir skelina kom var þetta einhver dýpsta og viðkvæmasta sál sem ég hef hitt og þarna skynjaði ég hugtakið innri fegurð. Þar sem við sátum við kaffiborðið á Merkigili hvíslaði Árni að mér hvort ég myndi eftir lýsingunni úr Njálu á Skarphéðni Njálssyni, en þar segir: „Hann var mikill maður vexti og styrkur, vígur vel, syndur sem selur, manna fóthvatastur, skjótráður og öruggur, gagnorð- ur og skjótorður, en þó löngum vel stillur. Hann var jarpur á hár og sveipur í hárinu, eygður vel, fölleitur og skarpleitur, lið- ur á hári og lá hátt tanngarður- inn, munnljótur nokkuð og þó manna herm annlegastu r. “ Þessi lýsing var ekki ijarri því sem á við um Helga,“ segir Eggert - og bætir við að svo hafi þróast að Helgi hafi brátt verið tilbúinn í viðtal. „Var brugðið að sjá tröllslegt útlit Helga. En þegar inn fyrir skelina kom var þetta einhver dýpsta og viðkvæmasta sál sem ég hef hitt,“ segir Eggert Skúlason. Allt milli himins og jarðar „Við töluðum um allt milli him- ins og jarðar. Ástarmál, Skag- firðinga, hesta, líf eftir dauðann og margt fleira," segir Eggert - sem lauk svo viðtalinu við Helga næsta morgun, laugardag. „Á leiðinni suður vorum við Þor- varður Björgúlfsson mynda- tökumaður að tala um viðtalið við Helga. Og þegar við ókum yfir brúna á Blönduósi vorum við sammála um að rétt væri að henda öllu þessu í Blöndu. Hvaða leyfi hefur maður til að vaða inn á heimili fólks og ræða við það um þess leyndarmál. Sjónvarpa þessu efni svo í þeim miðli sem hefur beinhnis ógnvekjandi áhrif,“ segir Egg- ert. Eggert segir að seint á laug- ardagskvöldið hafi Helgi hringt heim til sín í Reykjavík og beðið um að ákveðin atriði í viðtalinu færu ekki í loftið - sem og að Árni frá Flatatungu yrði tilsjón- armaður með að þátturinn yrði með sæmd gerður. „Bæði þessi loforð mín verða efnd,“ segir Eggert. „Það næsta sem gerðist í málinu var síðan að síðdegis á sunnudag hringdi Árni og sagði mér að Helgi væri dáinn. Hefði hrapað af svellbunka ofan í Merkigilið um morguninn og látist samstundis." „Þetta verður vissu- lega minnistœtt við- tal. Á hinn bóginn er þetta óþœgilegt verk- efni að því leyti að framsetning og vinnsla alls þáttar- ins er viðkvœm og vandasöm. En mér finnast mikil forrétt- indi að hafa kynnst Helga á Merkigili, þó ekki hafi verið nema stutt stund, “ segir Eggert Skúlason, fréttamaður á Stöð 2. Einfaldleikinn hæfir best „Þátturinn Minningar frá Merki- gili er einfaldur í allri gerð sinni. Vilji var fyrir því að leggja eins mikið í þennan þátt og teld- ist þurfa - en ég taldi einfald- leikann hæfa best. Enda er hór sögð saga af manni sem bjó ein- földu lífi - þótt ytri umgjörð lífs- skilyrða hans væri öllu stór- brotnari,“ segir Eggert. - Hann segir Skagfirðinga hafa sýnt gerð þáttarins mikinn áhuga - og þeir hafi fúsir viljað leggja málinu lið. Karlakórinn Heimir syngur Fram í heiðanna ró, sem flutt verður í þættinum - og eins verður rætt við þá Kára Gunn- arsson frá Flatatungu, nú kenn- ara við Steinsstaðaskóla í Tungusveit, Hjálmar Guðjóns- son á Tunguhálsi og Stefán Hrólfsson á Keldulandi, sem all- ir þekktu vel Helga og hans líf. Rangæingur að upp- runa Helgi Jónsson var fæddur 31. ágúst 1937 á Herríðarhóli í Holtum. Jafnhliða bústörfum á heimaslóð á yngri árum sótti Helgi vertíðir við suðurströnd- ina. Árið 1974 réði hann sig síð- an sem vinnumann til Móniku H. Helgadóttur á Merkigili, kon- unnar sem Guðmundur G. Hagalín gerði ódauðlega í bók- inni Konan í dalnum og dæturn- ar sjö. Síðar keypti Helgi jörðina og bjó á Merkigili til síðasta dags. - Helgi var eina sálin í Ábæjarsókn, en í Ábæ hefur síð- ustu ár verið messað á sunnu- degi um verslunarmannahelgi - og Helgi síðan boðið kirkjugest- um á eftir í kaffi á heimili sínu. I frásögn af Ábæjarmessunni, sem birtist í Degi 8. ágúst sL sumar, segir Helgi heitinn: „Ég hef alla mína búskapartíð hér á Merkigili, eða í 22 ár, haldið í þann sið að bjóða kirkjugestum í Ábæ í kaffi eftir messuna um verslunarmannahelgi. Þetta er reyndar ekki frá mér komið, Mónika Helgadóttir viðhafði þennan sið alla síð tíð hér, á meðan hún bjó hér í dalnum með dætrum sínum sjö og ein- um syni.“ Náttúran er tröllaukin hamhleypa í sömu frásögn er birt brot úr ræðu sr. Gunnars Kristjáns- sonar á Reynivöllum, sem préd- ikaði við Ábæjarmessuna. Þar segir, sem vel á við um Helga og svipleg ævilok hans: „Andspæn- is náttúrunni vaknar maður til hugleiðinga um trúna og hann gerir sér óðara grein fyrir því að trúin er meira en lotning og hughrif, hún er meira en hrifn- ing og þá viljum við stundum gleyma að náttúran er ekki allt- af blíð og fögur, hún er stundum tröllaukin hamhleypa sem engu eirir, allra síst manninum, og þá er hún enginn helgidómur, þá leitar maður athvarfs í öðrum helgidómi sem ávallt er hinn sami þótt veður skipist í lofti.“ -sbs. Helga á Merkigi]i“

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.