Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Blaðsíða 1
JDagur^Etmtrat
LIFIÐ I LANDINU
Miðvikudagur 26. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 59. tölublað
Blað
„MAÐUR ÉTUR EKKI
HUGSJÓNIRNAR"
Haftindur, byggður 1946, siglir inn í Húsavíkurhöfn.
Hringferð skólabátsins
Haftinds HF 123 hófst á
Húsavík 14. mars s.l. og
þaðan lá leiðin til Dalvíkur, ísa-
Qarðar og áfram suður með
viðkomu á nokkrum stöðum og
lýkur ferðinni í Vestmannaeyj-
um. Á hverjum stað koma nem-
endur í sjóvinnu um borð og
fara í róður og kynnast sjó-
mennsku af eigin raun. En það
eru fleiri unglingar en nemend-
ur í sjóvinnu sem hafa róið á
Haftindi. Atvinnulausir ungling-
ar og þeir sem lent hafa í
vandamálum vegna áfengis- og
fíkniefnaneyslu hafa átt þess
kost að starfa á Haftindi í sum-
ar, kynnast sjómennsku og
vinna fyrir launum.
Unglingastarf á öldum
hafsins
Karel Karelsson er skipstjóri á
Ilaftindi og gerir bátinn að sögn
út í miklum andbyr frá „kerf-
inu“, þrátt fyrir að fjölmargir
aðilar telji hann vera að vinna
þjóðþrifastarf í uppeldismálum
á öldum hafsins. Dagur-Tíminn
ræddi við Karel á Húsavík, en
þá var hann nýkominn að landi
með hressa sjóvinnunema og
dálítinn afla sem piltar drógu á
færi.
Baráttan við kerfið
„Ég byrjaði í unglingastarfí árið
1975. Þá átti ég 20 tonna bát og
leigði hann Unglingaheimili rík-
isins og sjávarútvegsráðuneyt-
inu og var með krakka frá Ung-
lingaheimilinu það ár og aftur
1976 og 1979. Þau voru á sömu
kjörum og unglingarnir í dag,
þ.e. höfðu helming af þeim físki
sem þau drógu á handfæri. Ég
var m.a. með þau á rækju á Eld-
eyjarsvæðinu, 2 unglinga um
borð í einu með einn hlut sam-
an.
Haftind leigði ég fyrst 1994
af Óskari Karlssyni á Húsavík,
en það átti að taka bátinn í úr-
eldingu það sama ár og þá vildi
Óskar gefa mér skrokkinn. Ég
fór fram á það við sjávarútvegs-
ráðuneytið að fá að skrá bátinn
sem skólaskip og gera hann út
með unglinga í áhöfn, en engin
lög heimiluðu það og fordæmið
þótti rosalegt. Þetta var heil-
mikill barningur í kerfmu og
það tók mig 7 mánuði að kom-
ast í gegnum það og útvega
peninga til að kaupa bátinn út
úr úreldingu og þann tíma var
ég tekjulaus."
Leigukvóti ekki á
lausu
Á endanum tókst Karel að kría
út fjármagn og ábyrgðir til að
kaupa bátinn og gera hann út.
Og hefur m.a. verið með
greiðslur frá atvinnuleysis-
tryggingasjóði og styrki frá
þeim sveitarfélögum sem
krakkarnir eru frá sem dekka
laun unglinganna og fæðis-
kostnað þeirra. Karel þarf sjálf-
ur að standa straum af eigin
launum og tveggja annarra sem
eru um borð, og auk þess að
greiða leigu á kvóta fyrir verk-
efnið.
Stóra vandamálið er að kom-
ast yfir leigukvóta en hann ligg-
ur ekki á lausu. Og skiiningur
innan kerfisins er af skornum
skammti. Karel sótti t.d. um
styrk hjá LÍÚ og svar Kristjáns
Ragnarssonar var: „Ég sé ekki
hvað þetta sem þú ert að gera
kemur sjómennsku við.“
Missti húsið og kenni-
talan farin
„En flestir eru sammála um að
það sem ég er að gera sé af
hinu góða og þarft verk. Og í
þingsályktunartillögu sem
Kristján Pálsson ofi. hafa lagt
fram á þingi er lagt til að ríkið
festi kaup á eða leigi skólaskip
og þar er minnst með jákvæð-
um hætti á mitt starf. Og Siv
Friðleifsdóttir og fleiri hafa
staðið vel við bakið á mér og ég
er mjög þakklátur öllum sem
stutt hafa þetta verkefni.
En maður fær ekki íjármagn
hjá lánastofnunum út á það að
maður sé að gera góða hluti.
Enda er ég búinn að missa hús-
ið mitt einu sinni og kennitalan
er löngu farin. Ég er ekki að
tala um gróða í þessu sam-
bandi, heldur aðeins að fá að
framfleyta fjölskyldu minni um
leið ég er að vinna starf sem ég
tel nauðsynlegt fyrir samfélag-
ið. En maður étur ekki hugsjón-
irnar að eilífu, og ef svo heldur
sem horfir, þá er eins víst að ég
hætti þessu brölti um áramót."
Báturinn
Haftindur er um margt merki-
leg fleyta. Báturinn er smíðaður
í Hafnafirði hjá Júlíusi Nýborg
árið 1946 og sjósettur 24. apríl
það ár. Þetta er því einn elsti ís-
lenski báturinn sem enn er í út-
gerð og hefur því tvímælalaust
menningarsögulegt gildi og
eðlilegt að hann verði varðveitt-
ur.
Læra að vinna saman
En hvernig hefur svo útgerðin
með unglingana gengið? Mjög
vel og ég veit t.d. um 6-8 stráka
sem hafa fengið pláss og farið
til sjós eingöngu út á þá reynslu
sem þeir fengu hjá mér. Og
hvað sjóvinnunemana varðar
þá læra þeir að draga fisk á
færi, blóðga, þrífa fiskinn og ísa
hann í kör. Og ekki síður að
hafa hlutina í lagi og vinna
saman. Og mæður piltanna
hafa sagt mér að þær hafi varla
þekkt syni sína fyrir sömu pilta,
þegar þeir voru allt í einu farn-
ir að ganga frá í eldhúsinu eftir
sig og þrífa, eins og þeir þurftu
að gera í túrnum á Ilaftindi,"
sagði Karel Karelson sem leit-
ast við að leysa unglingavanda-
málin með því að fara með ung-
lingana á sjó og koma þeim til
manns með því að kenna þeim
að vinna saman. js