Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Side 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Side 8
20 - Miðvikudagur 2. apríl 1997 ,®agur-®mmm LIFIÐ I LANDINU Einn keppandinn kom skríðandi yfir marklínuna í boðgöngunni. Anægður Eg verð að vera ánægður með þrenn gullverðlaun og eitt silfur. Petta er í fyrsta sinn í ár sem ég keppi í risasvigi og ég er ánægður með útkomuna þar. Fyrir mótið hélt ég að ég ætti mestu möguleikana í sviginu, en það klúðraðist. Aðstæður voru mjög erfiðar, færið þungt og skyggnið lélegt. Það er samt engin afsökun, aðstæðurnar voru eins hjá öllurn," sagði Kristinn Björnsson, skíða- kappi frá Ólafsfirði, sem var sigursælasti keppandinn í alpagreinum. Kristinn hefur náð mjög góðum árangri í svigi og sagðist búast við því að vera nálægt 60. sætí á heimslista alþjóða skíðasambandsins. „Eg færist örugglega neðar á næsta sviglista, en ég reikna með því að verða undir 60. sætinu og það er framar mín- um björtustu vonum.“ Hann sagðist vera mjög ánægður með mótið og sagði áhugann fyrir því hafa komið sér nokkuð á óvart. „Það var fullt af fólki að fylgjast með og allir að óska mér til ham- ingju. Ég trúi ekki öðru en að menn séu ánægðir með það hvernig til tókst,“ sagði Krist- inn. Daníel Jakobsson tryggir Ólafsfirðingum sigurinn í boðgöngunni á föstudaginn langa. Myndir: JHF (t t>P*nn stttðMRi fyrirlestur Miðvikudaginn 2. apríl nk. mun Mel West halda opinn fyrirlestur við Háskólann á Akureyri. Hefst fyrirlesturinn kl. 16.15 og verður í húsnæði há- skólans við Þingvallastræti í stofu 16 á fyrstu hæð. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Fyrirlesturinn nefnist Þáttur kennara í skóla- þróun. Á síðustu tveimur árum hafa fjórir skólar á Norðurlandi eystra unnið að sérstökum skóla- þróunarverkefnum. Þessi verkefni eru byggð á að- ferðum sem þróaðar hafa verið við Cambridgehá- skóla. Mel West mun í fyrirlestrinum fjalla um þróun þessara aðferða. í fyrirlestrinum leggur hann sérstaka áherslu á þátt kennara við að þróa gæði skóla. Líkanið heitir á ensku Improving the Quality of Education for All (IQEA) en á íslensku hefur það verið kallað Aukið gæði náms (AGN). Mel West lauk BA gráðu í hagfræði og hagsögu frá University of London árið 1971 og MBA gráðu frá University of Keele 1984. Hann hefur síðan 1984 starfað sem kennari við háskólann í Cam- bridge þar sem aðalsvið hans er skólaþróun og gæði menntunar. Mel West hefur verið ráðgjafi Skólaþjónustu Eyþings vegna AGN verkefnisins. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Líf & fjör á Skíðamóji Islands

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.