Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Blaðsíða 9
JDagur-'íEmmm
Miðvikudagur 2. apríl 1997 - 21
LIFIÐ I LANDINU
Brynja Þorsteinsdóttir og Theodóra Mathiesen.
Hörkubarátta
í stórsviginu
Brynja Þorsteinsdóttir frá
Akureyri og Theodóra
Mathiesen úr KR eru einu
íslensku skíðakonurnar sem
æfa erlendis og það kom því
engum á óvart að þær skyldu
berjast um íslandsmeistaratitla
í alpagreinum, á mótinu á Dal-
vfk og í Ólafsflrði. Brynja hafði
vinninginn að þessu sinni,
hampaði gulli bæði í stórsvigi
og risasvigi, en Theodóra varð
að láta sér annað sætið lynda í
báðum greinunum. Báðar duttu
þær úr leik í sviginu og misstu
þannig að tækifærinu til að ná
verðlaunum í alpatvikeppni.
„Ég er mjög ánægð með stór-
svigið á föstudaginn, þar sem
ég var önnur eftir fyrri ferðina.
Risasvigið gekk líka vel og ég
hefði orðið númer fimm hjá
strákunum. Ég hef bætt mig í
vetur, þó það hafi ekki verið
mikið og aðstæðurnar eru
meiriháttar hér á Dalvfk," sagði
Brynja.
Theodóra hefur örugglega
fengið margar útnefningar sem
óheppnasti keppandinn á
landsmótinu. Hún rétt missti af
gullinu í stórsviginu og keyrði
síðan út úr brautinni í svigi,
þegar hún átti nokkra metra
eftir í markið. „Ég ætlaði mér
sigur í bæði svigi og stórsvigi og
þetta hefði getað farið á báða
vegu, enda munaði litlu á okkur
í stórsviginu. Ég hef aldrei orð-
ið íslandsmeistari, en ég hef
aldrei verið eins nálægt því eins
og á þessu móti,“ sagði Theo-
dóra, sem er 22 ára gömul,
tveimur árum eldri en Brynja.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Aðalskipulag Reykjavíkur 1996 - 2016
Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, greinargerð og landnotkun-
arkort, auglýsist hér með samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964.
Sýning á skipulagstillögunni verður opnuð íTjarnarsal Ráðhússins kl. 16:00
miðvikudaginn 2. apríl.
Tillagan ásamt þemakortum og öðrum uppdráttum sem tengjast aðalskipu-
laginu er almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarsal, frá 2. til 9. apríl
og frá 10. apríl til 30. maí er sýningin í sal Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð kl. 9:00 til 16:00 virka daga.
Sérstakir þemadagar verða 3. 8. og 9. apríl. Þá daga kl. 16:00 til 18:00 verða
efnisþættir aðalskipulagsins kynntir af starfsfólki Borgarskipulags og fulltrúum
frá öðrum borgarstofnunum. Þann 3. apríl verður fjallað um byggð og hús-
vernd, þann 8. apríl samgöngumál og þann 9. apríl umhverfismál og þjónustu.
Allan auglýsingatímann svara fulltrúar Borgarskipulags fyrirspurnum varðandi
skipulagstillöguna.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi
síðar en kl. 16:00 þann 30. maí 1997.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir
tillögunni.
Aldrei séð svona
marga áhorfendur
Eg hef aldrei séð svona
marga áhorfendur á
skíðamóti, áhuginn var
greinilega mjög mikill og ég get
nefnt að í boðgöngunni á föstu-
daginn voru nokkur hundruð
manns sem fylgdust með og það
hefur ekki sést á íslandi í
nokkra áratugi, ef það hefur þá
einhvern tímann sést,“ sagði
Haraldur Gunnlaugs-
son, sem var í skíða-
mótsnefnd á lands-
mótinu, sem lauk á
Dalvík á mánudaginn.
Skíðadeildirnar á
Dalvík og í Ólafsfirði
sáu um framkvæmd
mótsins og er það
viðamesta verkefnið
sem þessar deildir
hafa ráðist í. Fyrir
fimm árum sáu sömu
aðilar um imdirbún-
ing skíðalandsmóts-
ins, en þá þurfti að
flytja keppni í alpa-
greinum til Akureyrar
vegna snjóleysis.
Haraldur sagði að
framkvæmd mótsins
hefði gengið eins og í
sögu. „Það kom ekki
fram ein einasta
hrukka á skipulagið,
nema ef vera skyldi
rigningin á laugar-
dag. Við gátum því
miður ekki séð við
henni, því það er
aldrei hægt að kortleggja ís-
lenska veðráttu.“
Haraldur sagðist ekki getað
gert sér grein fyrir því hve
kostnaðurinn væri mikill við
mótshaldið, líklega hlypi hann á
einhverjum hundruðum þús-
unda, en einhverjar tekjur
kæmu á móti.
Haraldur Gunnlaugsson frá Ólafsfirði var í
mótsstjórn.
Saltkjötfars
kr. 298 kg.
KEA-kjötfars
kr. 298 kg.
Ýsufars
kr. 468 kg.
Kýrhakk
kr- 598 kg.
Kýrsnitsel
kr. 898 kg.
Úrbeinað hrossasaltkjöt
kr. 38B kg.
Hrísalundur sér um sína