Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Síða 16

Dagur - Tíminn Reykjavík - 02.04.1997, Síða 16
^Dagur-ÍEtmtrat 800 70 80 JOagur-®mrám -besti tími dagsins! Miðvikudagur 2. apríl 1997 Úr páskadagbók lögreglunnar í Reykjavík 26. til 31. mars Páskarnir voru nokkuð annasamir hjá lögregl- unni. í dagbókinni um páskana eru 602 færslur. Af þeim eru 12 líkamsmeiðingar, 41 innbrot, 21 þjófnaður og 27 eignaspjöll. Afskipti þurfti að hafa af 42 vegna ölvunar á al- mannafæri og vista þurfti 60 manns í fangageymslunum. í umferðarmálum ber hæst 37 tilkynnt umferðaróhöpp, auk þess sem 33 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur Á páskum í fyrra, en þá voru þeir í byrjun apríl, gerði vonskuveður á skírdag. Þá varð ófært á mörgum leiðum út úr borginni. Af 38 umferðaróhöpp- um urðu 28 þennan eina dag. Af 37 umferðaróhöppum nú urðu flest annan í páskum, en þá tók að snjóa eftir annars ágætt veður. Aðfaranótt skírdags þurftu lögreglumenn að aka manni á slysadeild eftir slagsmál í Lækj- argötu. Þá var stúlku, sem hafði ristarbrotnað þar, einnig ekið á slysadeild, sem og manni er hlotið hafði skurð á hnakka eft- ir átök á veitingahúsi. Maður var stunginn með hnífí í mag- ann í Austurstræti við Lækjar- götu skömmu fyrir kl. ijögur. Skömmu síðar þurfti að flytja aðila með sjúkrabifreið á slysa- deild eftir slagsmál í Austur- stræti. Pjórir aðilar voru hand- teknir. A einum þeirra fundust fíkniefm. Loks voru 5 aðilar handteknir í Lækjargötu eftir slagsmál og að hafa unnið skemmdir á leigubifreið. Vildu ekki loka Á skírdagsmorgun var bifreið ekið á staur við Suðurlands- braut. Ökumaðurinn var grun- aður um ölvunarakstur. Eftir hádegi varð stúlka á reiðhjóli fyrir bifreið í Fellsmúla við Grensásveg. Ökumaðurinn ók hins vegar á brott eftir óhappið. Um var að ræða ljósbláa Dodge Aries fólksbifreið á R-númeri. Stúlkan handarbrotnaði við óhappið. Þrír ungir menn voru hand- teknir á Lækjartorgi á skírdag eftir að hafa veist þar að út- lendingum. Vista þurfti annan þeirra í fangageymslunum. Áfengisveitingastaðir máttu hafa opið til kl. 23.30 á skírdag. Þremur stöðum hafði ekki verið lokað eftir miðnætti og þurftu lögreglumenn því að stöðva reksturinn og vísa gestunum út. Skýrslur voru ritaðar um málin og verða þau tekin fyrir á næstu dögum. Lögreglumenn höfðu afskipti af opnum söluturni við Tungu- veg. Starfsfólkinu var gert að loka, enda um að ræða brot á helgidagalöggjöfinni sem og ákvæðum samþykktar um af- greiðslutíma verslana í Reykja- vík. Þá var söluturni við Rauð- arárstíg einnig lokað á föstu- daginn langa. Ástfangnir þjófar Lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af tveimur foreldralaus- um samkvæmum aðfaranótt laugardags. í fyrra tilvikinu olli hávaði frá samkvæminu nálæg- um íbúum óþægindum, en í því síðara þurftu lögreglumenn að vísa nokkrum gestanna út. Nokkrir þeirra veittust 5 að lögreglumönnum svo hand- taka varð þrjá þeirra og færa á lögreglustöð. Tilkynnt var um innbrot í skúr við Tryggvagötu. í ljós kom að um var að ræða par sem leitað hafði þar skjóls til ástarleikja. Undir morgun kærði kona nauðgun. Hún náði að hringja á aðstoð, en í milli- tíðinni sleit hann samtalinu og náði að sparka í og berja kon- una. Maðurinn var farinn þegar lögreglumenn komu á vettvang, en konan var flutt á neyðarmót- töku Sjúkrahúss Reykjavíkur. RLR annast framhaldsrannsókn málsins. Internets martröð? Á laugardag hvarf bifreið, E 3404, rauðbrún Honda Civic árg. ’88, frá húsi við Beykihlíð, en hún hafði verið skilin þar eftir í gangi um morguninn. Þeir, sem orðið hafa bifreiðar- innar varir eru beðnir um að láta lögregluna vita. Um kvöldið varð maður fyrir líkamsmeiðingu á veitingahúsi við Laugaveg. . Að morgni ann- ars í páskum hand- tóku lögreglumenn tvo menn, eftir að hafa stöðvað bifreið þeirra í Langarima. Við leit í bif- reiðinni fannst 51 mynd- bandsspóla, myndbandstæki, gönguskór og eitthvað af peningum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum. Við athugun kom í ljós að þeir höfðu skömmu áður brotist inn í myndbanda- leigu við Rangársel og í bifreið við Nökkvavog. Um morguninn handtóku lög- reglumenn einnig fimm menn í bifreið, sem stöðvuð var við Dalsel. f bifreiðinni fundust munir, sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. í framhaldi af því var farið í húsleit við Laufa- rima. Þar fannst mikið magn af ætluðu þýfi, sem tengja mátti til innbrota í bifreiðir um nóttina. RLR tók að sér framhaldsrann- sókn málsins. Á páskadag var 15 ára stúlku saknað frá fsaflrði, en hún var þar í heimsókn. Við eft- irgrennslan kom í ljós að hún hafði áður verið í sambandi við aðila á Internetinu. Símanúmer þess aðila stóðst hins vegar ekki, en við nánari rannsókn lögreglumanna og gott samstarf við hlutaðeigandi aðila var hægt að rekja slóð stúlkunnar í tiltekið hús í borginni. Þar bjó 22 ára gamall maður, en hann hafði haft stúlkuna hjá sér í sól- arhring eftir að samskiptum þeirra á Internet- inu lauk á laugardag. Mál þetta mun sæta frekari rannsókn hjá RLR. Úr dagbók lögregluimar á Akureyri dagana 24. -30. mars Aþessum tíma eru bókfærð 331 verkefni í dagbók lögreglunnar. Að vanda ber mest á ýmis konar vinnu tengdri umferðinni. Af þeim vettvangi eru bæði góðar og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru að lögregla þurfti aðeins að hafa afskipti af 7 umferðaró- höppum og voru gerðar lög- regluskýrslur vegna þriggja þeirra. Þetta eru óvenju fá óhöpp á 7 dögum og er það að sjálfsögðu afar ánægjulegt. Á hitt ber að líta að lögreglan fær ekki upplýsing- ar um nema hluta þeirra óhappa sem verða þar sem fólk gengur frá mörgum þessara tilvika sjálft, með út- fyflingu tjónstilkynninga. Slæmu fréttirnar eru þær að 48 ökumenn voru á sama tíma kærðir fyrir of hraðan akstur. Þetta er allt of mikill Ijöldi. Lögreglan verður með radarinn á lofti á næstunni sem endranær og ætti fólk að varast að aka hraðar en leyfi- legt er. Af öðrum brotum á umferð- arlögum má efna að 2 voru kærðir fyrir að sinna ekki stöðvunarskyldu, 2 fyrir brot á reglum um ljósanotkun, 2 fyrir réttindaleysi við akstur, 7 fyrir að láta ekki skoða ökutæki sín á tilskildum tíma, 1 fyrir ölvun við akstur, 19 fyrir að nota ekki öryggisbelti og 12 fyrir að vera ekki með ökuskírteinið með- ferðis við aksturinn. 1 var kærður fyrir að vera aðeins með annað skráningarnúmerið á bifreið sinni. Sumir hafa vað- ið í þeirri villu að það sé nóg að vera aðeins með annað númer- ið á ökutækinu og þykir það jafnvel flott. Lagðist til svefns Til lögreglunnar vorp m.a. kærð 3 þjófnað- armál, 1 innbrot, 4 skemmdar- verk og 1 líkamsárás. Tveir voru gómaðir fyrir rúðubrot. 4 máttu gista fangageymslur, vegna ölvunar sinnar og ósæmi- legs hátternis. Þrjú slys voru tilkynnt til lögreglunnar, þar af voru tveir skíðamenn sem höfðu dottið í Hlíðarfjalli og voru taldir fótbrotnir. í vikunni var lögregla kölluð að húsi hér í bæ en þar hafði óboðinn og ölvaður gestur farið inn og lá sofandi í sófa húsráð- anda er hann kom heim. Mað- urinn var handtekinn og færð- ur í fangageymslu. Festu vélsleðann Föstudaginn 28. kl. 22:14 barst tilkynning um að tveggja pilta, 16 og 17 ára, væri saknað en þeir hefðu farið af stað á ein- um vélsleða um kl. 15:00 og ætlað að vera komnir aftur fyr- ir myrkur. Ekki lá fyrir nein ferðaáætlun og talið að a.m.k. annar piltanna væri illa búinn. Þeir voru ekki með nesti og höfðu engan fjar- skiptabúnað. Haft var samband við félaga úr Flug- björgunarsveitinni og Hjálparsveit skáta, sem kölluðu út menn og skipu- lögðu leit. Kl. 00:45 fundu hjálparsveitarmenn piltana heila á húfi í Lamba, sem er skáli Ferðafélags Akureyrar, innarlega á Glerárdal. Piltarnir höfðu þá fest vélsleðann og orðið að taka á það ráð að ganga í Lamba og það tekið þá allt að þremur klukkustundum. Iljálparsveitarmenn hafa greinilega unnið hratt og skipu- lega og er aðdáunarvert hversu flj ótir þeir voru að finna þá týndu. Þetta tilfelli færir okkur heim sanninn um, hversu mikilvægt það er að láta liggja fyrir ferðaáætlun í styttri jafnt sem lengri ferðum og leggja áherslu á góðan búnað, nesti og fjarskiptatæki. Aðstoðuð til byggða Hjálparsveitarmenn voru ekki komnir í hús aftur er önnur hjálparbeiðni barst. Faðir ungr- ar stúlku var farinn að undrast um hana en hún var akandi á fólksbifreið á leiðinni frá Egils- stöðum til Skagafjarðar. Fregnir höfðu þá borist af því að Öxna- dalsheiðin væri orðin ófær fólksbifreiðum. Hjálparsveitar- menn fóru á bílum bæði til vesturs og austurs frá Akureyri, auk þess sem haft var sam- band við aðrar hjálparsveitir við fyrirhugaða akstursleið stúlkunnar. Kl. 03:32 var tilkynnt að stúlkan væri fundin á Möðrudalsöræfum, þar sem bifreið hennar sat föst í skafli. Ekkert amaði að henni og var hún aðstoðuð til byggða. Allt er gott sem endar vel. J.S. 22. /Ji/i(fs/nó{ UMFÍ Boreames s.-6!júlí S997 j Fjölskylduskemmtun Engin aðgangseyrir WFf

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.