Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Síða 5
Pagur-®ímimt
Laugardagur 5. apríl 1997- 5
Vikartindur
Kranínn virkar
gámarnir bíða
Mynd: BG
Veður hamlaði því í
gær að gámar væru
hífðir frá borði Vikar-
tinds. En nú í morg-
unsárið átti að taka
til óspilltra málanna.
Mér sýnist að ekki verði
byrjað að hífa gáma frá
borði Vikartindi í dag.
En strax í fyrramálið, laugar-
dagsmorgun, ættu menn að
geta byrjað á þessu verkefni.
Síðustu sólarhringa hefur verið
unnið við rafsuðu um borð í
skipinu til þess að styrkja kran-
ann á skipinu og hann virkar
alveg með ágætum. Það er helst
núna í augnablikinu að vindátt
torveldi það að gámar verða
ekki hífðir frá borði Vikartinds í
dag. Nú er liann hér að snúa
sér í austanátt með allt að átta
vindstigum en þetta verður
betra á morgun," sagði Por-
steinn Haukur Þorsteinsson,
fulltrúi ríkistollstjóra á strand-
stað Vikartinds, í samtali við
Dag- Tímann, síðdegis í gær.
Um tuttugu gámar eru enn
á þilfari Vikartinds, og í neðri
lestum skipsins eru á annað
hundrað gámar. Þorsteinn segir
Björgunaraðgerðir á strandstað.
að ekkert sé vitað um ástand
eða innihald þeirra gáma.
Hann minnir hinsvegar á að
bæði sjór og olía hafi komist í
lestar skipsins og því sjálfsagt
valdið skemmdum á gámunum
og innihaldi þeirra.
Dæling á olíu úr Vikartindi
var haldið áfram í gær. Starfs-
mönnum Olíudreifingar hf. og
hins hollenska björgunarfélags
tókst að ná um það bil 10 þús.
ltr. af olíu úr skipinu - og
minnka olíubirgðirnar í skipinu
dag frá degi.
Þorsteinn Haukur Þorsteins-
son segir starfsmenn tollyfir-
valda og tryggingafélaga - og
annarra hlutaðeigandi aðila -
þurfa að yfirfara allt innihald
gámanna úr Vikartindi um leið
og það er híft upp í Háfsijöru.
Tollskoðun þurfi að fara fram á
stóru, rúmgóðu og afgirtu
svæði sem tollyfirvöld viður-
kenna. Þar komi helst til greina
að tollskoðun fari fram á Sel-
fossi eða í Reykjavík - þar sem
löggiltar tollhafnir eru. Þetta
séu þó allt mál sem óákveðin
séu, enda bíða menn nú eftir
því að sjá hvernig til tekst í dag
að hífa gáma frá borði Vikar-
tinds. -sbs.
Vestmannaeyjar
Strandgóss
í flörunum
Reki úr strandi Vikartins á
Háfsfjöru hefur fundist víða
við suð-vesturströnd íslands.
Undanfarna daga hefur reki úr
strandinu einnig borist á íjörur
í Vestmannaeyjum.
Að sögn bæjarstarfsmanna
hefur margvíslegt góss borist á
land eins og t.d. bjórdósir, slitr-
ur af húsgögnum, hlutar af ís-
skápum og frystiskápum, skó-
fatnaður o.fl. Ekki er um mikið
magn að ræða enn sem komið
er en menn óttast að reki úr
strandinu eigi eftir að aukast
við fjörur Vestmannaeyja.
ÞoGuÆyjum
Kjaramál
Flugvirkjar
sömdu
Síðdegis í gær sömdu Flug-
virkjafélag íslands og Flug-
leiðir um nýjan kjarasamning.
Samhliða því frestuðu flugvirkj-
ar boðuðu verkfalli. Flug verður
því samkvæmt áætlun. Kjara-
samningurinn er á svipuðum
nótum og aðrir samningar sem
gerðir hafa verið. -grh
Bingó
Karlakór Akureyrar-Geysir
heldur bingó á
sunnudagskvöldiö í Lóni
og hefst það kl. 20.00.
Fjölbreyttir vinningar.
Akureyrarbær
Mynd: GS
Snjómokstur í meðallagi
Samkvæmt uppgjöri síð-
ustu mánaðamóta
horfir í að kostnaður
við snjómokstur og hálku-
varnir verði í þokkalegu
meðallagi hjá Akuroyrarbæ
í ár. Um 7,8 milljónum hef-
ur verið varið í mokstur en
áætlun yfir árið gerði ráð
fyrir 13,9 millj. kr. Hálku-
varnir hafa kostað 1.130
þús. en áætluð heildartala
ársins er 1.930 þús.
Að sögn Guðmundar
Guðlaugssonar bæjarverk-
fræðings gerir áætlun ráð
fyrir að um tveir þriðju
hlutar kostnaðar verði á
fyrri hluta árs en 1/3 á
haustmánuðum. „Veturinn
er náttúrlega ekki búinn, en
þetta lítur ágætlega út,“
segir Guðmundur.
Við hálkuvarnir er notað-
ur sandur á Akureyri en á
höfuðborgarsvæðinu þekkja
menn saltausturinn. Veður-
farslegur munur veldur því
fyrst og fremst að þessi mis-
munandi efni eru notuð.
Staðviðrasamara er á Akur-
eyri og minni umhleypingar
en í Reykjavík en deildar
meiningar eru um saltnotk-
un.
Hvað ástand gatna varð-
ar segir Guðmundur að göt
séu komin í hjólför á ein-
stökum stöðum eins og bú-
ast mætti við en það sé yfir-
leitt allt á götum sem fyrir-
hugað sé að leggja nýju slit-
lagi í sumar.
Þess má geta að miðað
við síðasta ár stefnir í held-
ur meiri kostnað við snjó-
mokstur en mikill munur er
á árinu í ár og 1995. Um 28
milljónir fóru í mokstur og
hálkuvarnir þá, enda sér-
lega þungur vetur þá. BÞ
Kaupfélag Eyfirðinga
Stjórnarmönniim fækkað
um tvo og kjörtímabil stytt
Aðalfundur Kaupfélags
Eyfirðinga hefst klukkan
10.00 í dag en árið 1996
skilaði reksturinn 117 milljón
króna hagnaði á móti 44 millj-
ón króna tapi árið 1995. Á ár-
inu 1995 var KEA í 9. sæti yfir
stærstu fyrirtæki Iandsins.
Stjórn KEA mun leggja til að
aðalstjórnarmönnum verði
fækkað úr 7 í 5 og að þeir verði
allir kosnir til eins árs í stað
þriggja áður og stjórnin skipti
með sér verkum. Ilelstu kostir
þessarar breytingar eru taldar
vera þær að stjórnarmenn verði
ábyrgari gerða sinna en það er
nokkuð tímafrekt starf að sitja í
stjórn KEA. Auk þess eru þess-
ar breytingar taldar vera í takt
við nýja tíma. Engu að síður
getur margfeldiskosning farið
fram, þ.e. ef að 20% fundar-
manna æskir þessir.
Á fundinum í dag verða
einnig ræddar aðrar tillögur til
breytinga á samþykktum KEA,
m.a. að aðalfundarfulltrúum
verður fækkað úr u.þ.b. 180
talsins niður í 120. Þannig
verða 35 fulltrúar bak við
hvern fulltrúa í stað 50 í dag.
Þó verður hverri deild tryggður
einn aðalfundarfulltrúi.
Kaupfélag Eyfirðinga kaupir
allan sinn áburð af Áburðar-
verksmiðjunni hf. í ár en
vangaveltur voru uppi um að
kaupa áburð af innilutningsfyr-
irtækinu ísafold hf. í Reykjavík.
Eftir nokkrar umræður þótti
ekki fýsilegt að eiga viðskipti
við ísafold en margra áratuga
hefð er fyrir viðskiptum við
Áburðarverksmiðjuna og við
verksmiðjuna náðust samningar
á hliðstæðu verði og bændum
var boðið á sl. ári. GG
Körfubolti
„Aldrei allir ánægðir“
Askrifendur Stöðvar 2 eru
sumir mjög ósáttir við að
leikur Grindavíkur og
Keflavíkur í fyrrakvöld hafi ver-
ið sýndur á Sýn en ekki Stöð 2.
Aðeins hluti landsmanna nær
útsendingum Sýnar en dreifi-
kerfi Stöðvar 2 nær yfir allt
landið og því telja margir eðli-
legra þegar uin úrslitakeppni í
íslandsmótinu í körfubolta sé
að ræða, að sem stærstur hluti
landsmanna eigi þess kost að
sjá úrslitaviðureignirnar. All-
margir aðilar höfðu samband
við Dag-Tímann í gær og lýstu
yfir óánægju sinni hvað þetta
varðaði.
Valtýr Björn Valtýsson,
íþróttafréttamaður hjá Bylgj-
unni/Stöð 2, segir að þetta sé
gert í fullu samráði við Körfu-
knattleikssambandið og sé
samningsbundið. „Það má alltaf
deila um fyrirkomulagið, en
þess má geta að í fyrra og hitt-
eðfyrra voru leikir númer 2
ekki sýndir í úrslitunun. Þetta
er því hrein viðbót. Einnig má
benda á að dreifikerfi Sýnar
verður æ stærra.“
Valtýr Björn kannaðist við að
óánægðir áhorfendur hefðu
haft samband við sjónvarps-
stöðina, en sömu sögu væri líka
að segja um handboltamenn
sem hefðu viljað auka við sinn
hlut. „Það verða aldrei allir
ánægðir." BÞ