Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Page 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.04.1997, Page 10
10 - Laugardagur 5. apríl 1997 JDbtgur-®mtmn Aðalfundur Hjarta- og æðarverndarfélag Akureyrar og nágrennis heldur aðalfund sunnudaginn 13. apríl kl. 15.30 í Al- þýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð á Akureyri. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Á fundinum flytur Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir, erindi um séreinkenni hjartasjúkdóma hjá konum. Allir velkomnir. Stjórnin. Prentsmiöja Umbrot - setning Alprent óskar eftir að ráða starfsmann í umbrot og setningu og önnur tilfallandi störf. Glerárgötu 24, 600 Akureyri Sími 462 2844 Fax 461 1366 Kjötiðnaðarmenn Vegna aukinna verkefna óskar Kjötiðnaðarstöð KEA að ráða kjötiðnaðarmenn til starfa í úrbeiningu sem fyrst. Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri í síma 463 0360 eða á staðnum. Hjá kjötiðnaði KEA sem er hluti KEA samstæðunnar starfa um 90 manns. Um er að ræða eina af stærstu kjötvinnslum landsins ásamt stórgripa- og sauðfjársláturhúsi. Sftít tU tínóéavecia. DNG Sjóvélar hf. á Akureyri er framleiðslufyrirtæki í rafeindaiðnaði. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum lagt mikið í vöruþróun og er með spennandi verkefni í gangi, bæði í þróun núverandi framleiðsluvara og nýrra. Fyrirtækið leitar að starfsmönnum í eftirtaldar stöður: Rafmagnsverkfræðingur í þróunardeild. Viðkomandi mun starfa við vöruþróun og uppsetningu tæknibúnaðar. Við erum með nokkur spennandi þróun- arverkefni í gangi, bæði á eigin vegum og í samstarfi við aðra aðila. Við leitum að áhugasömum starfsmanni með reynslu á rafeinda og tölvusviði. Forritunarkunn- átta er nauðsynleg. Rafeindavirki í framleiðsludeild. Viðkomandi mun hafa umsjón með framleiðslu raf- eindahluta, sjá um gæðaeftirlit, prófanir og viðgerðir. Við leitum að áhugasömum starfsmanni með reynslu í viðgerðum eða framleiðslu. Tölvukunnátta er nauðsyn- leg. Allar nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Einarsson verkfræðingur. Umsóknum skal skila til fyrirtækisins eigi síðar en föstudaginn 11. apríl næstkomandi. Lónsbakka 601 Akureyri Sími 461 1122 - Fax 461 1125 Ó Ð M Á L Hvað hafa verið byggð mörg tón- leikahús á íslandi? Jóhann Baldvinsson organisti og kórstjóri við Glerárkirkju á Akureyri skrifar essi spurning kom upp í hugann þegar ég las í Degi-Tímanum 26. mars sl. (á baksíðu blaðs 1) að fyrir- hugað væri að byggja yfir skautasvellin á Akureyri og í Reykjavík. í Reykjavík hefur verið samþykkt að veita 160 milljónum króna til verksins en á Akureyri er verið að semja við Akureyrarbæ vegna kostn- aðar upp á 44 milljónir. Ég er ekki að setja mig upp á móti þessum framkvæmdum, enda myndi ég örugglega nýta mér þá aðstöðu sem fengist, þar eð ég hef gaman af að fara á skauta, en skyldu þessi tvö bæj- arfélög vera tilbúin að leggja svipaða upphæð til byggingar tónleikahúss? íslendingar eru stoltir og vilja gera hlutina vel. Þetta á líka við um tónlistariðkun. Út- lendingar eru undrandi á því hve margir iðka tónlist hér á landi og hve tónlistarskólar eru hér stórir og öflugir. Þegar kemur hins vegar að húsnæði til að flytja tónlist er annað upp á teningnum. Hér á landi eru starfandi tvær sinfóníuhljóm- sveitir, Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Sinfóniúhljómsveit Norðurlands. Sú fyrri æflr og heldur reglulega tónleika í bíó- húsi, Háskólabíói, en hin síðari æflr, ja, þar sem pláss er hverju sinni eða velvilji fyrir hendi og tónleikar eru oftast haldnir í íþróttahúsum eða kirkjum. Til að halda tónleika í íþróttahúsi þarf að gera miklar breytingar sem eru bæði kostnaðarsamar og tímafrekar. Að breyta íþróttahúsi í tónleikasal... Síðastliðið miðvikudagskvöld, 26. mars, hélt Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands, ásamt 150 manna kór, stórtónleika á Ak- ureyri. Flutt var hið fræga og vinsæla Carmina Burana eftir Carl Orff en auk þess fjögur verk eftir rússnesk tónskáld. Til að gera þessa tónleika mögu- lega þurfti að breyta íþrótta- skemmunni á Akureyri í tón- leikasal nokkrum dögum fyrir tónleika og kaupa upp íþrótta- tímana sem áttu að vera þessa daga. Mig langar að lýsa stutt- lega aðstöðunni sem þarf að búa til fyrir svona tónleika: í fyrsta lagi þarf að teppaleggja gólf „Skemmunnar“ með teppum sem fengin eru að láni héðan og þaðan, mismun- andi að lit o.s.frv. Síðan þarf að útbúa senu eða pall fyrir alla flytjendur, alls rúmlega 200 manns. Þessi sena er búin til úr 7- 800 plast-fiskikössum sem fengnir eru að láni frá Útgerð- arfélagi Akureyringa. Kössun- um er raðað þannig að myndist nokkrir stallar sem henta kór og hljómsveit. Ofan á kassana er raðað spónaplötum sem fengnar eru að láni hjá fyrir- tæki hér í bæ og loks er lagt teppi þar ofan á, en það er líka fengið að láni. Já, til að minnka kostnaðinn er allt fengið að láni og þá þýðir ekki að vera að saga af plötum eða negla þær niður eða klippa teppin til. Eig- andinn verður að fá sína vöru óskemmda til baka. Útlendingar eru undr- andi á því hve margir iðka tónlist hér á landi og hve tónlistar- skólar eru hér stórir og öflugir. Þegar kemur hins vegar að húsnæði til að flytja tónlist er annað uppi á teningnum. Þá er nú búið að koma hljómsveitinni og kórnum fyrir og þá eru áheyrendur eftir. Fyr- ir þá eru fengnir að láni nokkur hundruð stólar (í þessu tilfelli u.þ.b. 8-900) víða að úr bænum sem fluttir eru í Skemmuna ein- um til tveim dögum fyrir tón- leika. Nú geta tónleikarnir haf- ist! ...og síðan aftur í íþróttahús! Þegar tónleikum er lokið hefst síðan leikurinn á ný, en þá þarf að koma öllu til skila því íþróttahúsið þarf að komast í notkun sem slíkt sem fyrst. Tónleikahús sem þetta myndi nýtast mjög mörgum, hvort heldur þeim sem flytja klassíska tónlist eða dægurtónlist. Þá gætu farið þarna fram stórir fundir, ráðstefnur og jafnvel leiksýningar. Tónleikarnir Nú er að segja frá því hvernig tónleikarnir tókust. Rúmum hálftíma fyrir tónleika var þó nokkuð komið af fólki og fyrr en varði var Skemman full af eftirvæntingarfullum áheyrend- urn. Af undirtektum áheyrenda var augljóst að fólki líkaði tón- leikarnír vel. Umgjörðin var þó óneitanlega nokkuð undarleg fyrir augað, t.d. hékk körfu- boltanet yfir miðri hljómsveit. Fyrir eyru bar torkennileg aukahljóð, t.d. ef leikið var ákveðið á bassatrommuna og einnig tók loftræstikerfi hússins til sinna ráða í miðju Carmina Burana með miklum hávaða. Að vísu var loftræstiuppákoman nokkuð spaugileg því einmitt þá var verið að lýsa raunum svans nokkurs sem verið var að steikja á eldi. Klárum dæmið! Vinnan við að byggja upp og rífa niður „tónleikahús“ er mjög mikil og gremjulegt að horfa uppá að eftir hverja tón- leika skuli þurfa að Qarlægja „tónleikahúsið“. Ég er þess full- viss að ef allur sá kostnaður og vinna sem lögð hefur verið fram í gegnum árin við að búa til svona tónleikahús væri lögð saman og bætt við hana 44 milljónum (í Reykjavík 160 milljónum) væru á báðum stöð- um til hin ágætustu tónleikahús sem allir gætu verið stoltir af. Mér finnst sannarlega tími til kominn að nú þegar verði í al- vöru ráðist í að byggja aðstöðu fyrir tónleika á Akureyri og að tími stólaflutninga, fiskikassa- senubyggingar, teppalagningar og reddinga á síðustu stundu lieyri sögunni til. Ég skora á stjórnmálamenn og bæjar- stjórnarmenn að leggja þessu máh lið! Þegar þessi mál hafa verið rædd er oft bent á að ekki hafi komið fram neinar fastmótaðar tillögur um hvernig að þessúm málum mætti standa. Mín skoðun er að hægt væri að breyta Skemmunni í ágætis tón- leikahús fyrir svipaða upphæð og rætt er um að yfirbygging skautasvells kosti. Að sunnan- verðu gæti verið upphækkuð sena en áheyrendasæti væru á hallandi gólfi upp að svölum sem eru að norðan. Undir hall- andi gólfinu gæti verið snyrtiað- staða, geymslur og fleira. Aðal- inngangur fyrir áheyrendur, miðasala og annað því tengt, yrði að norðan en að vestan yrði byggð viðbygging fyrir starfsfólk, tónlistarflytjendur og hljóðfæri, t.d. hinn nýja kons- ertflygil sem keyptur hefur ver- ið til Akureyr^r. Frá þessari viðbyggingu yrði gengið inn á sviðið. Ég hef nú lýst skoðunum mínum og vona að nú fari um- ræðan um tónleikahús af stað í alvöru. Tónleikahús sem þetta myndi nýtast mjög mörgum, hvort heldur þeim sem ílytja klassíska tónlist eða dægurtón- list. Þá gætu farið þarna fram stórir fundir, ráðstefnur og jafnvel leiksýningar. Orð eru til alls fyrst en síðan þarf að fylgja málum eftir og framkvæma. Ég vona að fleiri láti skoðun sína í ljós og að fyrr en síðar verði tónleikahús á Ak- ureyri staðreynd en ekki draumur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.