Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.04.1997, Blaðsíða 6
18- Þrtðjudagur 22. apríl 1997
®agur-‘£tmimF'
MENNING OG LISTIR
Jóhann Sigurðarson,
leikur Tevye mjólkurpóst
og gerir það ekki síður
en Róbert Arnfinnsson;
syngur „ef ég væri ríkur“
á sinn sérstæða hátt.
*=••■ Kolbrim og fíðlarinn
Þjóðleikhúsið: FIÐLARINN Á
ÞAKINU, byggt á sögum eftir
Sholem Aleichem.
Tóniist: Jerry Bock. Leiktexti:
Joseph Stein. Söngtextar:
Sheldon Harnick. Þýðing:
Þórarinn Hjartarson. Leik-
stjórn: Kolbrún Halldórsdóttir.
Lýsing: Páll Ragnarsson.
Dansahöfundur: Auður
Bjarnadóttir. Leikmynd og
búningan Sigurjón Jóhanns-
son. Útsetning tónlistar og
hljómsveitarstjórn: Jóhann G.
Jóhannsson. Frumsýnt á
Stóra sviðinu 18. aprfl.
jóðleikhúsið hefur vissu-
lega rekið áhorfenda-
væna“ stefnu í vetur.
Verkefnin eru greinilega val-
in með það í huga að þau falli
sem flestum í geð, og hin alvar-
legri, eins og Villiöndin, sett
upp með áherslu á hina skop-
legu hlið þess og með tilstyrk
helstu skemmtimanna þjóðar-
innar. hað verður því ekki sagt
að dirfska eða nýjabrum hafi
einkennt leikárið, ef Skækjan er
undanskilin. - Og nú kemur
Fiðlarinn á þakinu, einn allra
vinsælasti og fjölsóttasti söng-
leikur sem Pjóðleikhúsið hefur
sýnt, einkum minnilegur mið-
aldra og eldri leikhúsgestum
fyrir stjörnuleik Róberts Arn-
finnssonar.
Fiðlarinn er sem sagt kom-
inn á fjalirnar og sýningin er til
sóma, heillegt verk og fallega
sviðsett. í lok frumsýningar var
mest alhygli beint að aðalleik-
aranum og vissulega er hann
góðs maklegur, en í rauninni á
Kolbrún Halldórsdóttir leik-
stjóri mestan heiður skilinn.
Þetta er umfram allt hennar
sýning og leiðir ótvírætt í ljós,
sem raunar mátti ráða af
nokkrum fyrri sýningum henn-
ar, að Kolbrún er meðal fær-
ustu leikstjóra okkar sem nú
starfa.
Liðinn hjartsláttur
lifnar
Það er nú varla ástæða til að
rekja efni jafnþekkts söngleiks
og Fiðlarans. Hann er byggður
á sögunum um Tevye mjólkur-
póst, konu hans og dætur, um
samband hans við Guð og sitt
litla samfélag í rússneska gyð-
ingaþorpinu Anatevka, samfé-
lag sem byggist á siðvenju þar
sem staða hvers og eins Qöl-
skyldumeðlims er skýr og föð-
urvaldið sterkt þótt byrjað sé að
fjara undan því. Leikurinn ger-
ist 1905 þegar tekið er enn eitt
sinn að þrengja að gyðingunum
og hrekja þá burt úr heimkynn-
um sínum. Um það er leiknum
lýkur er Tevye og öðrum í An-
atevka gert að taka sig upp.
Hjúskaparmiðlarinn ætlar til
Landsins helga, - þar djarfar
fyrir stofnun Ísraelsríkis, en
flestir fara til Ameríku. Og frá
Ameríku kemur svo þessi saga
til okkar í búningi líflegs músík-
als og fylgt eftir af allri þeirri
kunnáttu og afli í markaðssetn-
ingu sem þarlendir menn ráða
yfir.
Ævisaga málarans Chagall
býr að baki í umgerðinni á svið-
inu. Leikstjóri og leikmynda-
hönnuður skýra frá því í leik-
skránni að Chagall hafi verið
þeim leiðarljós og þorpið hans
Witebsk fyrirmynd að An-
atevka.
í ævisögunni hans lifnar
þetta þorp, manngerðirnar
margvíslegu stíga fram og við
heyrum hjartslátt Uðins tíma
frá fjarlægu landi þar sem sið-
venjan heldur samfélaginu
saman. Alveg eins og í An-
atevka. Við höfum setið á ein-
tali við Chagall eins og Tevye
situr á eintali við Guð. -
Leikstjórnarsýning
Leikmyndin er skemmtileg og
hún gefur strax leiknum svip
ævintýrsins. Það er skýrlega
undirstrikað að þetta er leikur.
Einn þáttur í því að að hafa
hljómsveitina, nokkra hljóð-
færaleikara
klædda að gyð-
ingahætti, á
bak við gegn-
sætt tjald sem
hluta af leik-
myndinni. Og
hlutur hennar
kemur gleggst í
ljós í einu
glæsilegasta at-
riðinu sem er
draumur Tevye
þegar kirkju-
garðurinn rís
og hinir fram-
liðnu taka að
hlutast til um
hjúskaparmál-
in.
Ég hef dvalið
við umgerð sýningarinnar af
því að í rauninni er hún engin
umgerð. Sýningin öll lýtur, eins
og góðar leiksýningar eiga að
gera, skýrri sýn leikstjórans á
heildarsamhengi. Leikmynd,
hreyfmg, tónlist, söngur, dans,
búningar, lýsing: öll þessi atriði
vinna hér saman og mynda
heild. Það er þess vegna sem
þetta er leikstjórnarsýning þar
sem framlag hvers og eins, Ieik-
ara sem annarra, er hlekkur í
þeirri upplifun sem leikhúsið
býður.
Jóhann ekki síðri en
Róbert
Að þessu sögðu er sjálfsagt að
geta þess að flestir leikendurnir
stóðu sig að óskum og skiluðu
vel unnum verkum. Ekki er við-
lit að telja þá alla upp, en fyrst-
an skal nefna Jóhann Sigurðar-
son sem leikur Tevye af öryggi
og náði enda hylli leikhúsgesta
á frumsýningu.
Það sem helst
má að Jóhanni
finna er að
túlkun hans
skortir léttleika
og, hann er
nokkuð þung-
lamalegur í
hreyíingum,
svo stór og
burðamikill
sem hann er og
gætti þess í
dansatriðun-
um. En hann
syngur vel og
fór til að
mynda einkar
skemmtilega
með lagið Ef ég
væri ríkur. Ég
gæti hugsað mér að þeir sem
sáu Róbert leika þetta forðum
þurli tíma til að venjast Jó-
hanni, en hann stóð slíkan sam-
anburð af sér og skilar hlut-
verkinu með sóma á sínum for-
sendum.
Edda Heiðrún Bachman
(Golda) leikur ágætlega á móti
honum sem hin skapmikla,
skömmótta en auðginnta eigin-
kona. og ekki þarf að lýsa því
hve vel hún syngur. Dæturnar
Ieika Sigrún Edda Björnsdóttir,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Vigdís Gunnarsdóttir, Álfrún
Helga Örnólfdóttir og Aníta Bri-
em. Af þessum reyndi mest á
þijár þær fyrrnefndu. í öðrum
stórum hlutverkum eru Bergur
Þór Ingólfsson (Motel skradd-
ari), Valur Freyr Einarsson,
Arnar Jónsson - sem sýndi á
sér skemmtilega hlið sem Lazar
Wolf, hinn hryggbrotni slátrari,
Þröstur Leó Gunnarsson og Sig-
urður Sigurjónsson sem er
óþarflega hrumur rabbíni.
Töluvert sópaði að Margréti
Guðmundsdóttur sem Yentu,
hinum ódrepandi hjúskapar-
miðlara. - Þessi nafnalisti skal
svo ekki lengdur frekar. Aðeins
verður að geta þess að sjálfan
fiðlarann á þakinu leikur Hany
Hadaya.
Þórarinn Hjartarson hefur
gert nýja þýðingu á texta Ieiks-
ins. Hví eldri þýðing Egils
Bjarnasonar var ekki notuð veit
ég ekki, því ekki eru textarnir
sönghæfari hjá Þórarni þótt
þeir séu liprir á að hlýða.
Þessi sýning er þess eðlis að
ekki þarf að hvetja fólk til að
sjá hana, hinn vinsæli söngleik-
ur um Tevye mjólkurpóst stend-
ur fyrir sínu. Skemmtanagildi
leiksins er ótvírætt enn sem
fyrr. Þótt miklu skipti að leikar-
ar í burðarhlutverkum leiki og
syngi vel, eins og hér, skiptir
hitt meiru að sýningin vottar
heilsteypt vinnubrögð þeirra
sem móta hana. í því mætti hún
vísa veginn í leikhúsinu.
Þaðþarfekki að
hvetja fólk til að
sjd þessa syningu,
hinn vinsceli söng-
leikur um Tevye
mjólkurpóst stend-
ur fyrir sínu.
Skemmtanagildi
leiksins er ótvírœtt
enn sem fyrr.