Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.05.1997, Blaðsíða 9
^ÍBagnr-Œútmm Laugardagur 10. maí 1997 - 9 RITSTJORNARSPJALL Birgir Guðmundsson skrifar Tveir ölvaðir menn fóru í labbitúr í gærmorgun - eflaust eftir næturlanga drykkju. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þessi morgunganga var yfir flugbraut á Reykjavíkur- flugvelli þar sem 46 sæta skrúfuþota frá íslandsflugi var í þann veginn að taka sig á loft. Allt fór vel, því 46 sæta skrúfu- þotan náði að stöðva sig áður en hún skall á tvímenningunum og rauf samræður þeirra og hugsanir í einangruðum heimi ölvímunnar. Að manni skilst munu þeir félagar hafa fengið að fara heim eftir yíirheyrslur hjá lögreglunni og eru nú ef- laust búnir að sofa úr sér veru- leika vínandans og vaknaðir upp í raunveruveruleikanum. Heimi okkar hinna, sem berum tilhlýðilega virðingu fyrir 46 sæta skrúfuþotum í ílugtaki. Fyrirspurn Á Alþingi í vikunni kom fram svar frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Siv Friðleifsdótt- ur um heilbrigðisþjónustu við áfengis-, vímuefna- og reyk- ingasjúklinga. Athyglisverðar tölur koma fram í þessu svari. í heildina munu það ekki vera færri en 4-5 þúsund manns sem koma til meðferðar út af notk- un á þessum vímuefnagjöfum á ári. Eitt þúsund til viðbótar leit- uðu þjónustu á göngudeildum. í svarinu kom enn fremur fram að á milli 400 og 500 ársverk tengjast meðferð þessara sjúkl- inga. Einhver staðar heyrði ég viðtal við Siv vegna þessa máls og þar benti hún á að þetta væru lágmarkstölur og kostnað- urinn næmi ekki undir milljarði á ári. Eflaust er það ekki of var- lega farið í áætlunum um út- gjöld og mannafla hjá þing- manninum, enda óbeinn kostn- aður ekki inni í þessum tölum - eins og t.d. sá kostnaður sem hefði getað hlotist af ölvímu morgungöngufélaganna á flug- brautinni í gær ef illa hefði far- ið. Forvarnir En upphæðirnar eru háar samt. Raunar alveg svimandi háar. Sem fyrirspyrjandi hefur Siv Friðleifsdóttir reynt að nýta at- hyglina sem þetta mál fær til að beina kastljósi ijölmiðla að mik- ilvægi forvarna. Það er í sjálfu sór rökrétt hjá henni, bæði al- mennt séð og líka vegna þess að eitt og annað hefur verið að gerast í forvarnamálum hjá þessari ríkisstjórn. Það er því eðlilegt að stjórnarþingmaður- inn vilji beina athyglinni að því sem almennt er talið jákvætt - nóg er af hinu á tímum aðhalds og sparnaðar í velferðar- og heilbrigðiskerfinu. En óháð pólitík þá eru forvarnir gríðar- lega mikilvægt mál sem vara- samt er að vanmeta. Ríkis- stjórnin er að gera átak í for- vörnum með því að setja 30 „nýjar“ milljónir í tóbaksvarn- irnar og 55 milljónir í sérstakan forvarnasjóð. Hafi mönnum þótt það mikið er vert að hugsa um milljarðinn sem við eyðum bara í meðferðarþjónustuna sjálfa. Þá fær málið nýja vídd. Mér hefur verið sagt að læknar í Kína hafi öldum saman talið það skyldu sína að reyna að koma í veg fyrir að fólk veiktist. Ef þeim mistókst varð að leið- rétta mistökin með því að lækna fólkið. Þetta þurfum við að tileinka okkur. Félagslegir sjúkdómar En þó forvarnir séu gott mál þá næst ekki að útrýma vanda- málinu með þeim. Áfengi og tóbak eru orðin inngróinn hluti að lífi og starfi samfélagsins og fullkomlega óraunhæft að ætla að hægt sé að útrýma þeim með öllu. Að milljarður sé sú lág- marksupphæð sem við eyðum í meðferð við reykingum og áfengis- og vímuefnaneyslu verður enn áhugaverðari stað- reynd í ljósi þess að „sjúkdóm- arnir“ sem verið er að með- höndla eru „félagslegir" og áunnir og sjúklingarnir bera ábyrgð á þeim sjálfir að tals- verðu leyti. Vissulega er um sjúklegt ástand að ræða á end- anum, en í upphafi er slíku sjaldnast til að dreifa. Og nú til dags getur enginn skotið sér á bak við þekkingarleysi á skað- semi reykinga eða óhóflegrar áfengisdrykkju. Spurningin er þá hvort þeir sem nota þessi vímuefni þurfi ekki í ríkari mæli að bera herkostnaðinn líka sjálfir? Stéttskipt heilbrigði Þessi spurning verður að sjálf- sögðu enn áleitnari eftir að landlæknir upplýsti á þingi BSRB á dögunum að þjónustu- gjöld í heilbrigðiskerfmu hefðu orðið til þess að tekjulágt fólk liafi í einhverjum mæli hætt að leita sér læknisþjónustu sem það annars hefði gert. Stétt- skipt heilbrigði er að hasla sér völl á íslandi og þrátt fyrir að slik stéttaskipting sé ekki orðin áberandi eða umfangsmikil þá er samt Ijóst að 46 sæta skrúfu- þota hefur lent á hugsjóninni um stéttlausa, réttláta eysamfé- lagið norður við ysta haf. Efna- hagsleg staða mun að sjálf- sögðu alltaf hafa einhver áhrif á það hvernig heilbrigðisþjón- ustu menn geta keypt sér. Efna- fólk allra tíma og allra samfé- laga á vissulega auðveldara með að finna sér úrræði sem það sættir sig við. Á íslandi er- um við hins vegar að tala um jafnan aðgang að grunnþjón- ustu í heilbrigðismálum! Ábyrgðin Þegar aðhaldið í heilbrigðis- kerfinu er farið að hafa þessi áhrif skiptir milljarður til og frá talsverðu máli. Er ekki hugsan- legt að þau 500 ársverk sem fóru í meðferð á tóbaks- og áfengissjúklingum hefðu komið að góðu gagni annars staðar í heilbrigðiskerfinu? Það er því fyllilega tímabært að velta því fyrir sér hvort og í hve miklum mæli reykingafólk og þeir sem neyta áfengis yrðu látnir borga fyrir hliðarverkanir nautna sinna. Smygl og brugg Opinber verðlagning hefur ver- ið notuð til að draga úr eftir- spurn og ásókn í áfengi og tóbak. Sú aðferð hefur ekki virkað sem skyldi, í það minnsta er herkostnaðurinn við meðferðarúrræðin ærinn og þó arðurinn af þessu verðlagning- arkerfi fyrir ríkið sé líka um- talsverður þá dugar það ekki til að vega upp kostnaðinn. Það kæmi hins vegar til álita að hækka verðið á þessum varn- ingi, skattleggja neysluna meira. Gallinn við slíkt er að smygl og ólögleg framleiðsla myndi ugglaust aukast til muna sérstaklega í áfenginu auk þess sem mikil verðhækkun myndi trúlega hafa óæskileg áhrif á vínmenninguna í landinu, sem þrátt fyrir allt hefur verið að skána á unöanfornum árum. Þess utan eru þeir sem „komið hafa óorði á brennivínið" yfir- leitt þannig settir að þeir virð- ast geta orðið sér úti um það í einhverju formi óháð efnahags- legri stöðu. Aðrar leiðir en bein verðhækkun hljóta því að vera árangursríkari til að draga úr skaðsemi áfengisdrykkjunnar. Hækkum tóbak Öðru máli gegnir um tóbakið. Reykingarnar er auðvelt að hafa áhrif á með verðstýringu. Úr því komið hefur í ljós að verðlagning (þjónustugjöld) fær menn til að hugsa sig um tvisv- ar áður en þeir leita sér lækn- inga, þá er viðbúið að há verð- lagning fái menn til að hugsa sig um tvisvar áður en heils- unni er spillt. Það er því rökrétt að hækka verð á tóbaki. Ekki kæmi á óvart þótt reyk- ingamenn túlkuðu frekari tóbakshækkun sem enn eina aðförina að sér. Og það væri rétt túlkun. Þegar heilbrigðis- kerfið er í þann veginn að verða fyrir 46 sæta skrúfuþotu er Ijóst að einhverjum þarf að fórna - og reykingamenn eru nánast sjálfkjörin fórnardýr. En hættu- ástandið er ekki þar með yfir- staðið - skrúfuþotan stöðvast ekki á reykingamönnunum ein- um þó eitthvað muni draga úr ferðinni. Almennt séð hljótum við að miða björgunaraðgerðir við það að efnahagur fólks ráði því ekki hverjir fái forgang í kerfinu. Fyrsta skrefið er að gera fólk sjálft ábyrgt fyrir heilsu sinni þannig að það spilli henni ekki vísvitandi eða í víta- verðu hugsunarleysi.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.