Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.05.1997, Blaðsíða 2
2 - Föstudagur 16. maí 1997 iDagur-®œTmn F R E T T I R Nýju vagnarnir eru með nýmóðins hönnun og verða andlitslyfting á götum borgarinnar. Nýir vagnar hneigja sig Heiti Potturinn Alþýðublaðið hefur hingað til verið talið hliðhollt Reykja- víkurlistanum en misstígur sig í Össurarlegri kæti sinni yfir klofningi í íhaldsröðum í gær. Svo mikil er gleðin yfir því að Inga Jóna ætli sér fyrsta sætið að blaðið lýsir yfir stuðningi við hana! Ástæðan: Geir Hilmar Haarde yrði svo fín borgar- stjórafrú. Við teljum Hjörleif Sól- rúnar eiga í fullu tré við Haarde. Og meira af núverandi borg- arstjórahjónum: þau verða eins og aðrir borgarfulltúar Reykjavíkurlistans að koma út miðum á stórhátíðina á Borginni annan dag hvítasunnu. Allir borgarfulltrúar eru skikkaðir til að selja tiltekinn fjölda miða. Nú geta stuðningsmenn valið sér háttsetta miðasala: „Góðan dag, er þetta hjá Alfreð, get ég fengið miða?“ Eða þeir sem mestan hafa metnað: „Já er þetta hjá borgarstjóra, ég ætla að kaupa miða á ballið!" tr Iúrslitaleik deildarbikarins á dögunum hringdi gemsinn hjá einum vallargesta. í síman- um var 58 ára gömul kona að hringja í 68 ára gamlan ekkju- mann og múrarameistara með meiru á stefnumótalínunni. Þegar að konan hafði kynnt sig og borið upp erindið rann upp fyrir eiganda gemsans að ein- hver hefði gert honum grikk með því að gefa upp símanúm- erið hans á þessari línu. Sjálfur var hann aðeins 45 ára gamall, harðgiftur kennari og afþakkaði því frekari kynni við þessa ein- mana konu. Fáum sögum fer hinsvegar af því hvað kann að hafa flogið í gegnum huga kon- unnar þegar hún heyrði öskur og fúkyrði æstra stuðnings- manna liðanna í gegnum sím- ann þegar hún gaf sig á tal við ætlaðan vonbiðil. SVR kaupir 12 nýja vagna frá Heklu. Fjárfesting fyrir 221 milljón kr. að verður svoh'til andlits- lyfting á götunurn," segir Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, um þá 12 nýju strætis- vagna sem keyptir verða frá Heklu M. Hún segir að þessi kaup muni ekki hafa nein áhrif á gjaldskrá SVR. Brynjólfur Pór Brynjólfs- son, útibústjóri Lands- bankans á ísafirði, segir að það verði enginn ís framleiddur með tækjum Fáfnis hf. á Þingeyri á meðan Alþýðu- samband Vestfjarða er í verk- fahi. í það minnsta ekki á með- an þau eru í eigu rekstarfélags Landsbankans. Þrátt fyrir nýmóðins hönnun og útlit verða þeir áfram gulir á htinn og 12 metra langir. Lið- vagnarnir verða þó lengri. Með þessum kaupum er bæði verið að endurnýja og auka við vagnaflota SVR. Hjá Heklu fuhyrða menn að nýju vagnamir muni hneigja sig fyrir viðskiptavinum. Það þýðir að hægt verður að láta þá síga nánast í götuhæð. Af þeim sök- um verður mjög létt fyrir aldr- aða og aðra þá sem erfitt eiga um gang að stíga um borð í nýju vagnana. Á fundi stjórnar SVR í sl. viku Hann leggur áherslu á að meint verkfahsbrot þar vestra hafi átt sér stað áður en rekstr- arfélag í eigu Landsbankans, Fiskveiðasjóður og Byggða- stofnun leystu til sín eignir frystihússins sem veðhafar í fyrradag. Af þeim sökum sé það ekki rétt að Landsbankinn hafi átt aðild að einhverju verkfalls- var samþykkt að leggja það til við stjórn Innkaupastofnunar að ganga til samninga við Heklu M. um kaup á tveimur hðvögnum og tíu lággólfsvögnum af Scania gerð. Áður hafði farið fram út- boð og bámst tilboð frá sex fyr- irtækjum. HeUdarkaupverð þessara tólf vagna er um 221 miUjón króna. í fjárhagsáætlun SVR 1997 eru áætlaðar um 44 mUjónir króna tU þessara kaupa. Áformað er að fyrstu tveir vagnarnir verði aflientir á þessu ári og þeir síðustu komi á sjálfu aldamótaárinu, eða árið 2000. -grh broti eins og formaður ASV hef- ur fullyrt. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Verkamannasambands íslands til aðUdarfélaga að félagsmenn gangi ekki í störf verkfalls- manna, fékk rækjutogarinn Skutull ÍS löndun á Reyðarfirði í gær. -grh Akureyri Sýn heldur hátíð Laugardaginn 17, maí verður haldin Sýnarhátíð á Akureyri. Tilefnið er að fyrir mánuði fór Sýn í loftið á Akureyri og hafa viðtökur verið góðar að sögn for- svarsmanna. Uppákoman stend- ur frá kl. 13.00-16.00 í Hljóm- veri, Glerárgötu og verða öhum krökkum og áskrifendum Sýnar gefnir körfuboltar, Sýnarbolir og NBA- bækur. Þá fá börnin sæl- gæti og geta spUað körfubolta á baklóð Hljómvers. Vinningar verða fríáskriftir að Sýn. Tilboðs- verð Sýnar á UHF-loftnetum hef- ur verið framlengt en þau kosta kr. 1.790. Raufarhöfn TVeir sækja um prests- embætti Tveir umsækjendur eru um embætti sóknarpests á RaM- arhöfn, sem nýlega var auglýst laust tU umsóknar. Séra Arnald- ur Bárðarson, sem þar hefur þjónað síðasta eina og hálfa árið, hefur verið kjörinn pestur á Hálsi í Fnjóskadal og er tekinn við því embætti. Þau sem sækja um embættið á RaMarhöfh eru guðfræðingarnir LUja Kristín Þorsteinsdóttir og Örnólfur Jóhannes Ólafsson. -sbs. Reykjavík Rafmagn hækkar Sljórn veitustofnana hefur ákveðið að hækka gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavfkur um 1,7%. Þessi hækkun kemur í framhaldi af hækkun Landsvirkj- unar. Sjálfstæðismenn í stjórn veitustofnana mótmæltu þessari hækkun en meirihlutinn rök- studdi ákvörðun sína með því að það væri venjan að hækka gjald- skrá RR þegar Landsvirkjun hækkar sína. -grh Vestfirðir Þingeyri á ís FRÉTTAVIÐTALIÐ Það þarf að stórefla rannsóknir á sjóslysum Ragnhildur Hjaltadóttir formaður Rannsóknanefndar sjóslysa Köfun er að Ijúka við skips- flakÆsu. Annað lík bátsverj- anna fannst en tilgangurinn var einnig að grafast fyrir um orsakir sjóslyssins, ekki síst íforvarnaskyni. - Það velktist lengi um í kerjinu hvort fara œtti út í þessa aðgerð eða ekki. Sýnist þér á þessu stigi að hún hafi verið rétt? „Það er ekki tímabært að svara til um hvort þessi köfun upplýsi um or- sakir slyssins, en ég er sanMærð um að hún hafi verið til góðs. Hvað sem öðru líður fannst lík annars skipverj- ans en því miður ekki beggja sem saknað var. Auk þess virðast aðgerð- irnar við Æsu liður í að auka skilning fólks á að rannsóknarþáttinn þarf að efla. Ég er hins vegar ekki búin að fá skýrslu í hendurnar um árangur köf- unarinnar en er í sambandi við starfs- mann nefndarinnar sem er um borð í varðskipinu. Nú á Rannsóknanefnd sjóslysa eftir að setjast niður og vinna úr gögnum málsins og komast síðan að niðurstöðu." - Þjónar rannsóknin sínum til- gangi, þrátt fyrir að flakinu hafi ekki verið lyft? „Það má alltaf deila um hvað best hefði verið að gera í svona tilvikum. Við rannsóknir á skipum sem sökkva er auðvitað æskilegast að eiga aðgang að skipsflakinu sjálfu, en ef það er ekki fyrir hendi, er köfun besti kostur- inn og kann í sumum tilvikum að reynast fMlnægjandi. Ég get ekki met- ið það strax hvort svo er í þessu til- viki.“ - Hvað segirðu um slysahœttu sjó- manna vegna flaksins? „Ég get ekki tjáð mig um það en bendi á að skipsflök eru víða á veiði- slóð fiskiskipa. í þessu tilviki hefur ekki verið lagt mat á hvort tilefni er til þess að fjarlægja flakið. - Hefur nefndin rœtt það atriði sérstaklega? „Nei. Við höfum aðallega verið að kanna flakið sjálft og aðgengi þess til rannsókna." - Hefur forvarnaþœttinum sem hlýtur að felast í rannsóknum sjó- slysa ekki verið sinnt sem skyldi al- mennt? „Markmiðið með rannsóknum sjó- slysa er fyrst og fremst að upplýsa um orsakir slysa í þeim tilgangi að forðast þau í framtíðinni. Það er ekki nóg að komast að orsökum tiltekinna óhappa heldur þarf að nota niðurstöður rann- sókna til að forðast frekari slys. For- varnaþátturinn er mjög mikilvægur og það er því nauðsynlegt að stórefla rannsóknir á sjóslysum, gera þær markvissari og veita auknu íjármagni til þessa málaflokks." - Hve miklir peningar eru lagðir fram á jjárlögum til þessa þáttar? „Rannsóknanefnd sjóslysa hafði 7 milljónir árlega en nú standa vonir til að sú ijárhæð verði aukin verulega á næsta ári. Það þarf stóraukið svigrúm til rannsókna og bættan aðbúnað nefndarinnar. Gera henni kleift að auka sjálfan rannsóknarþáttinn og forvinnu í tengslum við rannsóknir á orsökum sjóslysa. Við erum aðeins með einn starfsmann sem þarf að ferðast víða t.d. vegna sjóprófa og slíkt er engan veginn fullnægjandi, það segir sig sjálft. Ef úr þessum þátt- um verður bætt, skilar það sér marg- falt aftur með fækkun sjóslysa." BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.