Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.05.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.05.1997, Blaðsíða 12
HANDBOLTI • HM í Kumamoto ÍDagur-ÍLítnttttt Veðrið í dag Föstudagur 16. maí 1997 Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjmn stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fýr- ir neðan. Austan- og norð- austanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. Rigning eða súld um sunnanvert landið, en þurrt að mestu um landið norðanvert. Hiti 5-12 stig. uppþvottavéíar 4-7 þvottakerfi • Sérstaklega hljóðlátar • Sparnaðarrofi Frábært verð - Frá kr. 49.755 KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3565 • Fax 461 1829 Leóðm áfram hjáKA Reykjavík ASA4 ANA3 ASA2 VNV2 NNV2 A3 A3 SSA2 NNV2 Stykkishólmur A4 ANA4 ASA2 VNV3 NV3 ANA4 ANA4 SV2 NV3 Bolungarvík ANA3 NA3 ANA3 VNV2 VSV3 NA3 ANA3 A2 VSV2 Blönduós ANA2 NA2 A2 VNV1 NV2 ANA2 ANA2 A1 NV2 Akureyri A3 ANA3 A3 SA3 NNV3 A3 A4 SA3 VNV2 Egilsstaðir A3 NA3 NA3 ANA2 SA2 ANA3 NA3 ANA3 A3 Kirkjubæjarklaustur I9 Lau Sun Mán Þrí mm A3 ANA4 ANA3 A3 SA2 ANA5 ANA5 A4 ANA3 Stórhöfði A6 A6 A6 ASA4 VNV3 A5 A4 A4 ANA3 Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliði, í baráttunni gegn Dönum, en sigur íslands í leikjunum tryggði íslenska landslið- inu sæti á heimsmeistaramótinu. Mynd-.BG Hófíega bjarisýnn segir Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins. Margir hafa gert því skóna að það ráðist á morgun, hvort íslenska landsliðið vinni sig upp úr riðla- keppninni á Heimsmeistara- mótinu í Japan. Þá mætir liðið heimamönnum Japönum, en fyrirfram eru liðin tvö talin hk- legust til að keppa um 2. sæti A-riðilsins á eftir Júgóslövum. „Það er ekkert ólíklegt að sú verði raunin, en ef spá margra rætist um að við náum öðru sætinu í riðlinum þá yrði ég nokkuð sáttur. Það er hins veg- ar langur vegur að því. Þjálfar- arnir hafa að undanförnu verið að sanka að sér upplýsingum um andstæðingana, en enn sem komið er vitum við lítið um mótherja okkar í keppninni," sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, þegar slegið var á þráðinn til hans í gær. Tíu þúsund manns munu fylgjast með viðureign heima- manna gegn íslandi, sem hefst að aflokinni setningarhátíðinni. „Það er ekki hægt að bóka neitt í þeim leik. Það hefur verið mikið talað um það hér úti hvað japanska liðið hefur bætt sig mikið upp á síðkastið og árang- ur þeirra í æfingaleikjum fyrir mótið. Að því sem manni skilst, þá eru þeir nokkuð sannfærðir um að vinna okkur á laugar- daginn og ég er því hóflega bjartsýnn," sagði landsliðsfyrir- liðinn. Annar leikur íslands er gegn Alsír á sunnudaginn og sagðist Geir vera nokkuð órór, vegna hans. „Ég sá Alsír í leik í des- ember og veit að þeir geta verið hættulegir. Liðið er þekkt fyrir að byrja vel á öllum mótum og þeir leika sinn fyrsta leik gegn okkur á sunnudaginn. Þeir spila varnarleik sem hentar okkur illa og fyrir mér verður sá leik- ur mjög hættulegur," sagði Geir. Hinar þjóðirnar í A-riðlinum eru Júgóslavía, Sádí-Arabía og Litháen, en síðasttalda þjóðin mátti þola tap í æfingaleik gegn Norðmönnum í gær, 24:21. Geir sagðist búast við því að lið íslands fyrir opnunarleikinn yrði ekki tilkynnt fyrr en á morgun, en fyrirliðinn lét vel af öllum aðbúnaði og sagði að andrúmsloftið væri óneitanlega með nokkrum öðrum hætti en á síðustu heimsmeistarakeppni, sem fram fór hér á landi fyrir tveimur árum. „Andrúmsloftið var reyndar ágætt fyrir keppnina heima, en helsti munurinn er sá að við finnum ekki fyrir sama þrýst- ingi og þegar við vorum á heimavelli í síðustu keppni. Við erum langt í burtu og sjáum ekki fjölmiðla og að því leytinu er þessi keppni allt öðru vísi en sú síðasta.“ Leiftursmenn fóru þess á leit við Knattspyrnuráð ÍA að fé- lögin hafi skipti á heimaleikjum og að leikur liðanna sem fram átti að fara í Ólafsfirði nk. fimmtudag verði Ieikinn á Akra- nesi. Skagamenn tóku beiðninni vel og gengið var frá breyting- trnni hjá mótanefnd KSÍ í gær. Beiðnin kemur til vegna þess að völlurinn í Ólafsfirði er ekki til- búinn eftir veturinn. Leó Örn Þor- leifsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við handknatt- leiksdeild KA og er þetta einn lengsti leik- mannasamningur sem gerður hefur verið hjá félaginu á und- anförnum árum. „Þetta var erfið ákvörðun, mér stóð til boða og ég hafði hug á að fara í Háskólann í Reykjavík, en ákvað síðan að fara í svipað nám í Háskólanum hér á Akureyri. Það réði miklu og ætli KA-blóðið hafi ekki ver- ið það ríkjandi í mér. Ég tók þá ákvörðun í vor að hvort sem ég færi suður eða yrði hérna áfram, að semja til lengri tíma. Ég vil ekki þurfa að standa í samningum á hverju ári,“ sagði Leó Örn. „Þrátt fyrir að við höfum misst leikmenn að undanförnu, hef ég trú á því að við eigum eftir að standa okkur. Við eigum eftir að fá sterka leikmenn og svo eigum við mjög góðan efni- við,“ sagði Leó, sem þegar hef- ur verið orðaður sem eftirmað- ur Erlings Kristjánssonar, um fyrirliðastöðu liðsins. Formaður handknattleiks- deildar KA, Páll Alfreðsson, sagðist mjög ánægður með málalokin. „Leó Örn er gegn- heill KA-maður, hann er uppal- inn hjá félaginu og það hefði verið mikill sjónvarsviptir að honum." Leiftursmenn munu gera það upp við sig á næstu dögum, hvort þörf er að ræða við Fram- ara um víxlun á heimaleikjum, en liðin eiga að mætast í 4. um- ferðinni þann 29. þessa mánað- ar. Enginn varavöUur er í Ólafs- firði og því hafði norðlenska Uð- ið aðeins um tvennt að velja. Að biðja um víxlun heimaleikj- anna, eða færa þá yfir á malar- völlinn á DaMk. KNATTSPYRNA Leikið á Akranesi i 2. umf. HANDBOLTi

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.