Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Síða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 23.05.1997, Síða 11
Jbtgur-'ðlmmm Föstudagur 23. maí 1997 -11 mmmmm Umsjón: Frosti Eið GOLFSIÐAN Atvinnumannamót Karen komst ekki áfram Karen Sævarsdóttir varð að bíta í það súra epli að komast ekki áfram á Central Fidelity golfmótinu, sem haldið var á London Dovms golfvellinum í Vancouver í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Karen lék fyrstu tvo hringina á 158 höggum, - fjór- Úr ýmsum áttum tán höggum yflr pari vallarins og var tveimur höggum frá því að komast í gegn um niður- skurðinn fyrir lokahringinn. Petta var þriðja mót Karenar á Futures- mótaröðinni og eins og á hinum tveimur, vantaði hana herslumuninn til að kom- ast áfram eftir fyrstu tvo hring- Karen Sævarsdóttir. ina. Sigur- vegarinn í mótinu lék hringina þrjá á 217 höggum, eða einu höggi yfír pari og fékk í sinn hlut 6,450 bandaríkjadali, sem samsvarar 450 þús. ísl. krónum. Sveiflan Af hverju slær þessi strákur svona langt? ■ Svo getur farið að íslendingar sendi sveit í Dunhill Cup, en þessi fræga liðakeppni er leikin á St. Andrews veUinum í sept- ember. Það eru Samtök at- vinnumanna hér á landi sem eru að skoða þennan kost, en ljóst er að fyrst þyrfti liðið að fara í úrtökumót. íslendingar geta stillt upp sterku liði, því í PGA-samtökunum hér á landi eru Úlfar Jónsson, Sigurjón Arnarsson, Birgir Leifur Haf- þórsson og Sigurður Pétursson, svo nokkrir séu nefndir. ■ Um fímmtíu keppendur hafa skráð sig í Arctic Open golfmót- ið, sem haldið verður á Akur- eyri eftir rúman mánuð. Rúm- lega þrjátíu þeirra eru erlendir og búast má við um tuttugu manna hópi frá Sun Mountain sports, styrktaraðila mótsins. ■ Opna Black & Decker-mótið sem fram átti að fara á golfvell- inum í Kiðjabergi um helgina hefur verið frestað um eina viku. Völlurinn þarf, að mati Kiðjabergsmanna, nokkra daga til viðbótar, áður en haldið er mót á honum. ■ Þegar er búið að opna inn á sumarteiga og flatir á Ekkjufell- svelh, 9-holu velli á Fljóts- dalshéraði, í nágrenni Fellabæj- ar og Egilsstaða. Austfirðingar eru óvenju snemma á ferðinni að þessu sinni, en þess má geta að fyrir þremur árum opnaði völlurinn 20. júní. Heimamenn láta mjög vel af vellinum og segja hann aldrei hafa komið betur undan vetri. ■ Eyjamenn, sem yfirleitt fara af stað manna fyrstir á vorin og héldu fyrsta mótið í íslensku mótaröðinni, hafa aðra sögu að segja og eldri kylfingar í klúbbnum muna ekki annað eins. Mikið rigndi sl. haust og völlurinn fór rennandi blautur undir veturinn. Mikill sjógangur var í tveimur suðvestan áhlaup- um í vor og seltan hefur ekki gert vellinum gott. Kylfingar úr Eyjum vilja nú fá rigningu eftir góðan þurrk í vor og þá má bú- ast við því að völlurinn verði fljótur að taka við sér. ■ Keilismenn hækkuðu bolta- leiguna hjá sér, um leið og þeir opnuðu æfingasvæðið, snemma í þessum mánuði. Hver bolta- fata kostar nú 250 krónur og nemur hækkunin 50 krónum á milli ára. Hægt er að kaupa tíu peninga í sjálfsalann fyrir 1500 krónur, í stað þess þúsundkalls sem menn greiddu í fyrra. Hækkunin kemur til að miklu leyti vegna þess hve boltarnir skila sér illa aftur í sjálfsalann. Að sögn stjórnarmanns hurfu 800 boltar af æfingasvæðinu sl. sumar. Byron Nelson golfmótið, sem haldið var í Texas um síð- ustu helgi, var sögulegt, því líklega hafa aldrei verið fleiri áhorfendur á einstöku golfmóti. Um 50 þúsund manns keyptu sér aðgang að mótinu alla keppnis- dagana og 100 þúsund manns til viðbótar keyptu eins dags aðgöngumiða og íjöldi seldra miða nam því um 75 þúsund, á hvern keppnisdag, fleiri komust einfaldlega ekki að. Þessi mikli áhugi kemur að sjálfsögðu til vegna Tiger Woods, stráklingsins sem lagði golfheim- inn að fótum sér, með sigrinum í US masters-mótinu fyrir rúmum mánuði síðan. Mótið í Texas um helgina, var fyrsta mót hans síð- an þá og kannski engin furða þó áhuginn væri mikill. Woods brást ekki aðdáendum sínum, hann sigraði á mótinu, en sagðist hafa átt í vandræðum með sveifluna allt mótið. Hann afrekaði það þó að slá kúlunni lengst allra, 309 jarda, eða tæplega 280 metra (aðeins eru tekin með högg á braut) á þröngum vellinum, sem var um það bil sautján metrum lengra en Phil Mickaelson. Þá notaði Woods einnig fæstu púttin í mótinu. En hvernig stendur á þessari miklu högglengd Tiger Woods. Golfsíðan leitaði til Sigurðar Pét- urssonar, kennara hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. 120° axlasnúningur „Ég mundi ekki segja að Tiger væri í sérflokki hvað lengd varð- ar, en hann er hins vegar mun beinni, heldur en þeir högg- lengstu á mótaröðinni,“ segir Sig- urður Pétursson. „Hann er ótrú- lega liðugur og axlirnar á honum fara í 120 gráður, á meðan að hann snýr mjöðmunum í 25-30 gráður. Þessi mikli munur mynd- ar gífuriega spennu á milli efri og neðri hluta líkamans og það gerir það að verkum að hann nær þessum mikla hraða á kylfuhaus- inn,“ segir Sigurður. Kylfingum er kennt að snúa mjöðmunum í 45 gráður og öxl- unum í 90 gráður og flestir eiga fullt í fangi með að ná þessum snúningi. Sigurður sagði að heil- ræði Bens Hogan í kennslubók sinni frá því árið 1952 (Five fundamentals of modern golf) væru enn í fullu gildi. „Ilogan sagði að menn ættu að snúa öxl- unum eins mikið og þeir gætu, svo framarlega sem þeir hreyfðu ekki vinstra hnéð. John Daly vakti mikla athygli fyrir högglengd sína þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum, en Sigurður sagði að aðferðir þessara tveggja kylfinga væru gjörób'kar. „Daly er með rniklu lengri sveiflu, hann gerði það með því að yfirsveifla. Daly var og er mjög misjafn, því hann er með miklu flóknari sveiflu. Tíger á hinn bóginn fer mun styttra í aftursveiflunni, kylf- an nær varla að verða samhliða stöðu hans í sveiflunni og þar sem hann fer ekki langt, þá er hann miklu beinni,“ segir Sigurð- ur. Hann sagði jafnframt að hann ætti ekki von á því að árangur Ti- gers Wood, mundi breyta neinu um það hvernig golf yrði kennt. Ilins vegar þyrftu bestu atvinnu- mennirnir að finna leiðir til að lengja sig, án þess að of mikil skekkja kæmi í höggin. Ferðalög 11 unglingar til Skotlands Ellefu unglingar á aldrinum 15-18 ára halda til Skot- lands í tíu daga í dag á vegum Unglinganefndar GR. Ferðin er uppskera af söfnun ungling- anna í vetur, en einnig var hluta af ágóðanum á Greifa- kvöldi varið til ferðarinnar. Hópurinn mun verða við æf- ingar og keppa við skoska jafn- aldra sína og þá stendur til að fara á fræga velli eins og St. Andrews, Prestwick og jafnvel Troon sem er vettvangur Opna breska meistaramótsins í sum- ar. Fararstjórar eru Hinrik Hilmarsson og Þorsteinn Þor- steinsson og Sigurður Péturs- son, golfkennari, verður með í för. Ferðalög Erlingur besturí Villamartin Samvinnuferðir-Landsýn gekkst fyrir punktamóti á Villamartin-svæðinu á Spáni í fyrradag. Leikið var með punktafyrirkomulagi og urðu úrslit þessi: A-flokkur: Erlingur Jónsson, GSG 32 Ólafur A. Ólafsson, NK 31 Alfreð Viktorsson, GL 30 B-flokkur: Leifur Gíslason, NK 30 Sigurbjörn Svavarsson, GR 27 Einar Markússon, GO 26 Sprengjumót Mótið var haldið í Campoamore um síðustu helgi. Kvennaflokkur: Margrét Egilsdóttir, GR 72 Kristine E. Kristjánsd., NK 85 Erla Karlsdóttir, GL 86 Karlaflokkur: Alfreð Viktorsson, GL 70 Jóhann Jóhannsson, GR 71 Leifur Gíslason, NK 76 Hitt & þetta Nýratvinnu- kylfingurí Fljótsdalshéraði Halldór Sævar Birgisson, félagi í Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs, sem er í nágrenni Fellabæjar og Eg- ilsstaða, mun verða fastur kennari hjá klúbbnum í sumar og hefur þegar sótt um inngöngu í Samtök at- vinnumanna hér á landi. Ilalldór er 26 ára gamall og hefur haldið meistaraflokks- forgjöf á síðustu árum. Hann hefur áður leiðbeint í klúbbnum, en næsta haust stefnir hann á nám í PGA- skólanum í Svíþjóð. Jón Karlsson, fyrrum kennari hjá Oddi, verður einnig kennari á Austur- landi í sumar. Jón verður fastur kennari hjá klúbbun- um á Eskifirði og Norðfirði og mun koma víðar við í sumar. Mikið fuglavarp á Nesvellinum /Svenju mikið fuglavarp v/hefur verið á Nesvellin- um síðustu daga og eru kylf- ingar á vellinum þó ýmsu vanir. Fuglar eru fastheldnir á hreiðurstaði og eins og vanalega er sandglompan, hægra megin við 1. braut- ina, úr leik. Tjaldur er búinn að koma eggjum sínum fyrir þar og æðarkolla hefur „hreiðrað“ um sig á 1. brautinni. Þá eru að minnsta kosti tvö gæsa- hreiður á vellinum, en hrossagaukurinn tekur íþróttina alvarlega og hefur komið sér fyrir við æfinga- svæðið. Krían, einkennisfugl Nesklúbbsins, er lúns vegar ekki farin að verpa ennþá en þess er að vænta á næstu dögum. Þegar það gerist er betra fyrir kylfinga klúbbs- ins að liitta brautirnar úr upphafshöggun- um. Annars er hætt við að þeir fái lítinn frið í innáhöggun- A. um. Landsýn IH It MM • I rn nn • líM 1U !<M MM14 • l US1111 • ttM W1» UkK 11 • I. «1 i* ■ MnWl rn NnMC Mnft 1 • I Ol U» • 11*« Ul 1111 kmrtlHÉMl *1 U!im • mMkl Itt MMrMMB*mi lin •M*«I!H! Ilttitt ■MMUI»lttiai-IMlKltt!>lÉttMili—HMtt Samvinnuterðir - Landóýn hehur um langt drabil boðið gtœóilegar golMerðir um heim allan. Við ikipuleggjum golhherðir til Spdnar og Mallorca og sameinum jahnvel golh og siglingu! Allir harþegar okkar i gothherðum geta gengið í golhherðaklúbbinn sem veitir þdtttökurétt d hið vinsœla Sprengjumót d Hellu sem haldið verður 4. dgúst. Samvinnuferúir

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.