Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Blaðsíða 1
LIFIÐ I LANDINU Hlufi Miðvikudagur 9. júlí 1997 - 80. og 81. árgangur - 126. tölublað Gert að þeim gula í sjóhús- inu á Brekku í Mjóafirði. Óskar Þór Lárusson, kaupamaður og Anna Guðrún Sigfúsdóttir, heimasœta á Brekku - en hún er sonardóttir Vil- hjálms Hjálmarssonar sem er lengst til hœgri á þessari mynd. „Ég hlakka til að komast heim að Brekku á vorin og taka til hendinni með fólkinu mínu, til dœmis í Jiskinum eða kartöflugarðinum eða við annað sem tilfellur. “ Mynd: Sigurður Bogi. Minningar úr Mjóafírði P að hefur verið samitfrai)p- ur á þessu hjá okkur Mar- gréti, eiginkonu minni, síðustu tuttugu ár og hjá mér miklu lengur. Við komum hing- að heim, austur í MjóaQörð, um miðjan júní og erum hér fram í miðjan október. Þá förum við til vetrardvalar syðra. Fyrr voru það þingstörf sem ég þurfti að sinna á vetrum í Reykjavík, en síðustu tuttugu árin hef ég einkum verið að fást við ritstörf þar. Hér á Brekku gutla ég við ýmis bústörf hjá Sigfúsi syni, mínum og nú er ég að gera að þessum fiski sem Páll sonur minn veiddi á handfæri á trillu þeirra bræðra, fyrr í dag,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrr- um menntamálaráðherra. Á sólbjörtu síðdegi í Mjóafirði hitti blaðamaður Vilhjálm að máli, en þvílíkar voru annirnar við að gera að þeim gula að blaða- maður lét sér lynda að tylla sér á kollustól - á meðan Vilhjálm- ur gerði að og sagði frá. Ekkert frystihús og byggðin gisnaði „íbúar hér í firðinum voru um 200, þegar ég var að alast hér upp á öðrum og þriðja áratug aldarinnar. Viðgangur atvinnu- lífs hafði þá verið líflegur um hríð. Norðmenn voru hér við síldveiðar fyrir lok síðustu aldar og eftir aldamót og fram til 1913 ráku þeir tvær hvalveiði- stöðvar hér í firðinum; í Ask- nesi og Hamarsvík. Á mörgum árabátum var róið héðan til fiskjar; vor, sumar og haust. Kaupmaðurinn okkar, sem líka rak útgerð, ílutti sig yfir í Norð- fjörð um líkt leyti og hvalveið- unum lauk og allt varð þetta byggðinni hnekkir. Á fyrri hluta aldarinnar var þó nokkur út- gerð mótorbáta héðan, báta sem voru allt að tíu smálestir og þóttu á sinni tíð vera heil- mikil skip. En það sem ég held að hafi ráðið mestu um að byggð hér gisnaði svo mjög, sem raun ber vitni, er að hér var ekki byggt vélfrystihús þegar tekið var að fyrsta fisk. Það, ásamt öðru, réði því að héðan fluttu býsna uppúr 1950, um 100 manns á íjórum árum eða svo. í dag eru skráðir íbúar hér í firðinum ekki nema 28, jafn margir af hvoru kyni,“ segir Vilhjálmur. Mjóifjörður við þjóð- braut þvera ... Vilhjálmur á Brekku segir að óhægt sé að spá neinu fyrir um framtíð byggðar í Mjóafirði. Blómleg býli í nágrenni helstu þéttbýlisstaða séu komin í eyði og dreifðu byggðinni sé vissu- lega hætt líka. Samgöngur við Mjóaijörð á landi hafa löngum verið örðugar en fyrir fjörutíu árum var rudd bflaslóð yfir Mjóaijarðarheiði. Hún hefur síðan verið endurbætt nokkuð, en er þó enn allfrumstæð. Úr- bóta er þörf, segir Vilhjálmur, og bætir því við að teljari Vega- gerðarinnar hafi talið 2.100 bfla fara um þegar mest var í ein- um mánuði sumarið 1995. Uppi hafa verið hugmyndir um að gera jarðgöng af Slenjudal niður í Mjóafjarðar- botn, þaðan sem yrðu gatnamót til annarra jarðganga sem liggja myndu annarsvegar yfir í Seyðisfjörö og hinsvegar til Norðfjarðar. Ef þessar hug- myndir yrðu að veruleika yrði Mjóafjörður kominn í þjóðbraut þvera, hvort sem það myndi síðan verða til þess að styrkja byggðina eða ekki. Mig hlakkar bæði til sumars og vetrar ... „Mig hefur alltaf hlakkað bæði til sumars og vetrar. Þegar ég, ungur maður, var kennari og bóndi hér í Mjóafirði hugsaði ég alltaf gott til að byrja kennslu að hausti, rétt eins og ég hlakk- aði til að fara í bústörfin að vori. Búskapurinn hefur mér reyndar alltaf þótt mjög skemmtilegur; einkum ræktun- arstörf. Seinna lenti ég út í stj órnmálastarfi sem mér þótti mjög áhugavert og sagan endur- tók sig, haust og vor. En þá var ekki síður fagn- aðarefni að kom- ast heim til sín á vorin, enda þó sumrin færu mikið í ferðafög. Sama tilfinn- ing býr mér í brjósti enn í dag, ég hlakka til að komast heim austur að Brekku að vori og taka til hendinni með fólkinu mínu, til dæmis í fiskin- um eða kartöflugarðinum eða við annað sem til fellur, sem ég ræð við. En það er líka ágætt að fara aftur suður til Reykjavíkur á haustin og setjast þar við skriftir," sagði Villijálmur Iljálmarsson. -sbs. „Þaðsem réði miklu um að byggð hér gisnaði var að hér var ekki byggt frysti- hús. Héðan fluttu býsna margir tippúr 1950, tim 100 manns d fjór- um drum. “

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.