Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Blaðsíða 5
4Dítgttr-®tmntn Miðvikudagur 9. júlí 1997 -17 MENNING OG LISTIR Það fer ekki hjá því að Óskari hafi ratast sönn orð á munn þegar hann sagði að Ólafur Darri væri eins og snýttur út úr sitt hvorri nösinni á Ólafíu Hrönn og Jóhanni. Ólaf- ur er nýliðinn í hóþi aðalleikaranna, búinn með þrjú ár í Leiklistarskólanum og þurfti sérstakt leyfi skólanefndar til að taka þátt í myndinni. Myn*eól. Svín var á vappi í Hraðfrystistöðinni við Mýrargötu í vik- unni þar sem Óskar Jónasson (leik- stjóraútgáfan af Skara skrípó) var að taka upp auglýs- ingasýnishorn (úff!) eða bara trailer eins og það heitir á enskunni... ökum er lokið á myndinni Perlur og svín. Hún verður lfldega frumsýnd í október næst- komandi og verða þá fimm ár liðin frá því Óskar sendi frá sér frumraun- ina, Sódóma lteykjavík. Nýja myndin segir frá ævin- týrahjónunum Finnboga og Lísu frá Seyðisfirði sem eru flutt suður. Fyrir sunnan kaupa þau niðurnítt bakarí, ætla að græða á því mikið og hratt til að kom- ast í langt frí til heitari landa; þ.e. uppfylla íslenska draum- inn. Persónurnar stærri en þráðurinn Leikararnir hjá Óskari fengu ekki tilbúið handrit í hendurnar að læra utan að. Hann fór þá leið að láta leikarana vinna handritið með sér. Fyrir þremur árum byrjuðu aðalleikararnir að vinna út frá ákveðnum ka- rakterum og saman spunnu þau þráðinn. Lífið fór á vett- vang, smalaði saman í einni tökupásunni þeim Óskari, Jó- hanni Sigurðarsyni og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur sem leika hjónin og Ólaf Darra Ólafsson sem leikur son þeirra. -Af hverju ákvaðstu að fara þessa leiðina í stað þess að setjast fyrir Jraman tölvuna og pikka... ÓSKAR: Mig langaði til að gera mynd þar sem karakter- arnir væru meira leiðandi en saga eða hugmynd. Að þessi hjón drifu sög- una áfram. Mig langaði líka til að þau væru vel inní málunum, væru með það á hreinu hvernig fólkið myndi bregðast við hinum og þess- um aðstæðun- um. Leikur gengur svo mikið út á að vera karakter frekar en að læra einhverja tækni í kringum þá. -Hvernig fannst ykkur þetta takast? ÓLAFÍA HRÖNN; Ég veit það ekki. Maður lagði kannski upp með eitthvað í byrjun sem breyttist svo. En það skiptir auðvitað mjög miklu máli að hafa verið með í sögunni. ÓLAFÍA: Hann er svona unglingur sem hangir alltaf meðforeldrum stn- um. Ólafía vildi hana klikkaða ÓSKAR: Hún var svo klikkuð persónan sem Ólafía var komin með. Maður var hálfhræddur við hana. Það var búið að gjör- breyta henni þegar kom að tök- um. sólarlanda. JÓHANN: Ja, já. Hana langar svo til sólarlanda, konuna. Hann hefur engan áhuga á að liggja í sólbaði. ÖSKAR: Tímaeyðsla. JÓHANN: Hann er athafna- maður. Vill gera hlutina. -Hvernig ka- rakter ertu þá núna? ÓLAFÍA HRÖNN: Bara rosalega jákvæð og góð kona. ÓSKAR: Styð- ur manninn sinn, gengur í gegnum súrt og sætt með hon- um, sama á hverju gengur. Er sko ekki kúgari -En þú Jóhann? JÓHANN: Ehmm, bhemm, öhmm... -Kúgarðu kerlinguna? JÓHANN: Kúgari?!! Nei. Þetta er ekkert svoleiðis mynd. Þetta er bara maður sem er að láta sig dreyma um að detta í lukku- pottinn. Verða svoh'tið efnaður, sveimhugi sem veður úr einu í annað. Er tilbú- inn til þess að breyta úr einum farvegi í annan mjög skyndilega ef tækifærið gefst. -Af hverju hefur hann trú á bakaríisbransanum? JÓHANN: Það er meira svona dálítil tilviljun og heppni. ÓSKAR: Ég held það sé eigin- lega af því hann langar ekki til ÓLAFÍA HRÖNN: Bara rosalega já- kvœð og góð kona. JÓHANN: Kúg- ari?H Nei. Þetta er ekkert svoleiðis mynd. Fær kikk út úr fasteigna- blaðinu... ÓLAFÍA HRÖNN: Er hann kannski þessi týpa sem finnst allt vera vinna? Líka það að skemmta sér. JÓHANN: Já, hann Finnbogi er svona maður sem skemmtir sér ekki mikið. Hann skemmtir sér við það að vera einhvers staðar á bflauppboði. ÓLAFÍA: Það eru kikkin hans. JÓHANN: Kíkja í fast- eignablöðin... Kanar sjá heiminn í Disney World -Það er talað þarna um einhvern íslenskan draum, hvernig er hann? ÓSKAR: Það er að verða rík- ur hratt og komast burt til sól- arlanda. JÓHANN: Ég myndi segja, eins og afi minn, að það er happdrættissjónarmiðið... ÓLAFÍA: Er þetta ekki sama og ameríski draumurinn? ÓLAFUR: Jú, nema hvað Am- eríkanar vilja ekkert fara til sólarlanda, þeir vilja bara vera heima hjá sér. ÓSKAR: Þeir fara í Disney World til að sjá heiminn. Ekki bara sætur strákur -Óskar, af hverju valdirðu skólastrákinn Ólaf Darra í hlut- verkið? ÓSKAR: Finnst þér hann ekki vera eins og snýttur út úr sitt hvorri nösinni á Jóa og Lollu? Það er svo mikill íjölskyldusvip- ur með þeim. Svo er hann bara svo indæll. JÓHANN: Þetta var ekki „type-cast“. Þetta er bara góður strákur. ÓLAFÍA: Og ekki bara sætur strákur. JÓHANN: Rosalega efnilegur leikari. -En hvernig er þessi Bjart- mar sonur þeirra? ÓLAFÍA: Hann er svona unglingur sem hangir alltaf með foreldrum sínum. ÓLAFUR: Hann er líka að uppgötva að hann hefur erft eitthvað af þessu viðskiptaviti frá pabba sínum. ÓLAFÍA: Hann heldur for- eldrum sínum á jörðinni. JÓHANN: Pabbi hans díriger- ar honum líka svolítið. -En hver ert þú, Ólafur Darri? ÓLAFUR DARRI: Ég er sonur Ólafs og Bjarkar og reyni að hafa vit fyrir þeim líka. Ég er í leiklistarskólanum, búinn með þrjú ár og vinn við glasaþvott á sýkladeild Landspítalans... lóa

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.