Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.07.1997, Blaðsíða 11
 Miðvikwdagur 9. júlí 1997 - 23 UPPÁHALDS ÚTVARPS- OG SJÓNVARPSEFNIÐ FJÖLMIÐLARÝNI Húrra fyrir Fjölni Fjölnir kom út á föstudaginn var, og ekki er því að neita að þetta er efnismikið blað og áhugavert í alla staði. Það þarf hugrekki til að gefa út svona blað. Aðstandendur þess segjast ekki skrifa fyrir mark- hópa. Sem betur fer, segi ég nú bara. Þau virðast líka líta á sig sem hálfpartinn utanveltu við menningarelít- una. Samt er ég hræddur um að allflestum „almenningi“ finnist þetta blað vera ósköp dæmigerð afurð slíkrar el- ítu. Og þar af leiðandi lítið spennandi. Því miður. En þakklæti þessa rýnis er fölskvalaust. Hugmyndin sjálf gengur merkilega vel upp: Að nota forsendur gamla Fjölnis til að búa til blað handa okkur sem af einhverjum ástæðum erum stödd á „íslandi í dag“, þeirri margþvældu tuggu. Enda hefur sennilega færra breyst frá því á síðustu öld en virðist við fyrstu sýn. Þeir tyggja tuggurnar bara svolítið öðru vísi núna. Maður leyfir sér reyndar að efast um úthaldið. Þar þarf meira til en hugrekki. En satt að segja skiptir ekki öllu máli hversu mörg eintökin verða á endanum því þessi nýi Fjölnir hefur í raun alla burði til að verða jafn langlífur „eftir á“ og sá gamli. Eina raunverulega hættan er sú að hann týnist um hríð í upplýsingaflóðinu. Hildur Jónsdóttir jafn- réttisráðgjafi fylgist mest með fréttatím- um, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur mest gaman af um- ræðu- og fréttaskýr- ingaþáttum. Frétta- stofa Útvarps er í uppáhaldi enda út- varpið besti miðillinn til að kafa dýpra ofan í málin, að mati Hildar. Fréttatímar eru í uppáhaldi Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi hjá Reykjavík- urborg, segist vera lítill neyt- andi hvað útvarp og sjónvarp varðar. Hún fylgist þó reglulega með öllum kvöldfréttatímum í útvarpi og sjónvarpi að ógleymdum umræðu- og fréttaskýringaþáttum og svo kíkir hún auðvitað á stöku sjónvarpsþætti og kvikmyndir. „Ég hlusta ekki á útvarp í vinn- unni þannig að mín útvarpshlustun takmarkast eiginlega alveg við há- degið í vinnunni og svo eftir að ég er komin heim á daginn þá er það yfir- leitt Rás 2, dægurmálaútvarpið, sem verður fyrir valinu. Og síðan eru það fréttatímar kvöldsins allir þrír þannig að það er mjög mikið fréttahlustun á mínu heim- ili á þessum tíma frá sjö til hálfníu á kvöldin," segir Hildur. En er það einhver fréttatími sem hún tekur fram yfir annan? „Útvarpsfréttir. Mér finnst sjónvarpsfréttir yfirborðs- legri en útvarpsfréttirnar. Mér finnst meira svigrúm gef- ast til að leita skýringa í útvarpi, dýpka fréttirnar. Ef ég vel milli þessara þriggja fréttatíma, tveggja sjónvarps- fréttatíma og eins útvarpsfréttatíma, þá er það útvarpið sem stendur upp úr. Ég hugsa að það séu umræðu- og fréttaskýringaþættir sem ég hef mestan áhuga á og þá bæði í útvarpi og sjónvarp. Það er alltof lítið um slíka þætti,“ segir hún. Hildur viðurkennir að talsvert sé horft á sjónvarp á sínu heimili á kvöldin, þó bara Ríkisútvarpið. Hún segist vera afskaplega hrifin af breskum framhaldsþáttum og finnst nú skemmtilegast endursýning á Ég, Kládíus. „Það varð til þess að ég tók bókina fram úr hillunni og fór að lesa hana. Ég er búin að búa mig undir það að horfa á þessa þætti,“ segir hún. Hildur Jonsdottir JAFNRÉTTISRÁÐGJAFI FUÁ REYKJAVÍKURBORG AHUGAVERT Sjónvarpið kl. 22.05: Umræður um bisk- upskjör Nýr biskup íslands verður kosinn á næstu dögum og tekur hann við af herra Ólafi Skúla- syni. Þau Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Gunnar Kristjáns- son, Karl Sigur- björnsson og Sig- urður Sigurðarson hafa öll lýst því yfir opinberlega að þau hafi áhuga á starfi biskups. Þau taka þátt í um- ræðuþadti í beinni útsendingu þar sem rætt verður um embaíttið og hæfni þeirra til að gegna því. Umræð- um stýrir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Elín Þóra Erið- finnsdóttir stjórn- ar útsendingu. ÚTVARP • SJÓNVARP S J Ó N V A R P I Ð 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Fréttir. 18.02 Leiöarljós 18.45 Auglýsingatíml - Sjónvarpskringlan. 19.00 Myndasafniö. 19.25 Undrabarniö Alex (24:39). (The Secret World of Alex Mack) Myndaflokkur um 13 ára stúlku sem býr yfir undraverðum hæfileikum. Aðalhlutverk leika Larisa Oleynik, Meredith Bishop, Darris Lowe og Dorian Lopinto. Þýðandi: Helga Tóm- asdóttir. 19.50 Veður. 20.00 Fréttir. 20.30 Víkingalottó. 20.35 Þorpiö 21.10 Bráöavaktin (21:22). (ER III) Banda- rískur myndaflokkur sem segir frá lækn- um og læknanemum í bráðamóttöku sjúkrahúss. Aöalhlutverk: Anthony Ed- wards, George Clooney, Noah Wyle, Eriq La Salle, Gloria Reuben og Juli- anna Margulies. Þýðandi: Hafsteinn Þór Hilmarsson. 22.05 Biskupskjör. Umræðuþáttur á vegum fréttastofu. Umræðum stýrir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og Elín Þóra Frið- finnsdóttir stjórnar útsendingu. 23.10 Ellefufréttir. 23.25 Fótboltakvöld. Sýnt verður úr leikjum í 9. umferð Sjóvár-Almennra deildarinnar. 23.55 Dagskrárlok. @ S T 09.00 Líkamsrækt (e). 09.15 Sjónvarpsmarkaöurinn. 13.00 Njósnararnir (e) (Undercover Blues). Kathleen Turner og Dennis Quaid leika hjónin Jeff og Jane Blue, nútimalega spæjara sem trúa á hjónabandið og fjölskyldulífið. Líf þeirra beggja var í rúst þegar þau kynntust. Ekki vegna þess að þau væru fráskilin eða í ástar- sorg, heldur vegna þess að kúlunum rigndi yfir þau bæöi á átakasvæði í Mið- Ameríku. 14.30 Sjónvarpsmarkaöurinn. 15.00 Mótorsport (e). 15.30 Ellen (4:25) (e). 16.00 Prins Valíant. 16.20 Snar og Snöggur. 16.45 Regnboga-Birta. 17.05 Snorkarnir. f SÝN 17.00 Spítalalíf (7/25)(e) (MASH). Ljósblá mynd. Stranglega bönnuð börn- 17.30 Giliette-sportpakkinn (6/28) (Gillette). um. 1995. Fjölbreyttur þáttur þar sem sýnt er frá 00.40 Dagskrárlok. hefðbundnum og óhefðbundum íþrótta- greinum 18.00 íþróttaviöburðir í Asfu (27/52) (Asian sport show). íþróttaþáttur þar sem sýnt er frá fjölmörgum íþróttagreinum. 18.55 Golfmót í Bandaríkjunum (PGA U.S.). 19.55 íslenski boltinn. Bein útsending frá 8- liða úrslitum í bikarkeppni Knattspyrnu- sambands íslands (Coca- Cola bikar- inn). 21.50 Strandgæslan (2/26) (Water Rats I). Spennandi myndaflokkur um lögreglu- menn í Sydney í Ástralíu. 22.45 Spítalalíf (7/25) (e) (MASH). 23.10 Símtal dauöans (e) (Over The Wire). Ö Ð 2 17.15 Glæstar vonir. 17.40 Líkamsrækt (e). 18.00 Fréttir. 18.05 Nágrannar. 18.30 Sjónvarpsmarkaöurinn. 19.00 19 20. 20.00 Melrose Place (21:32). 20.45 Börn Simone de Beauvoir (1:2) (Simo- ne de Beauvoir's Babies). Fyrri hluti spánnýrrar breskrar framhaldsmyndar. Hópur kvenna hittist eftir 20 ára stúd- entsafmæli til að ræða það sem á daga þeirra hefur drifiö. Þær voru ung- lingar á áttunda áratugnum og hugsuðu þá um lítiö annað en karlmenn. 22.30 Kvöldfréttir. 22.45 Njósnararnir (Undercover Blues). 00.15 Dagskrárlok. 0 RÍKISÚTVARPIÐ 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. 09.38 Segöu mér sögu, Mamma litla. 09.50 Morgunleikfimi 10.00 Fréttir. 10.03 Veöurfregnir. 10.17 Sagnaslóð. 10.40 Söngvasveigur. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagiö í nærmynd. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöurfregnir. 12.50 Auölind. Þáttur um sjávarútvegsmál. 13.05 Hádegisleikrit Útvarpsleikhússins. 13.20 Inn um annað og út um hitt. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan 14.30 Út og suður. 15.00 Fréttir. 15.03 Dagur í austri 15.53 Dagbók. 16.00 Fréttir. 16.05 Tónstiginn. 17.00 Fréttir. 17.03 Víösjá. 18.00 Fréttir - ísland og nútiminn. 18.30 Lesið fyrir þjóöina: 18.45 Ljóö dagsins, endurflutt frá morgni. 19.30 Auglýsingar og veöurfregnir. 19.40 Morgunsaga barnanna endurflutt. 20.00 Breskir samtímahöfundar. 21.00 Út um græna grundu. 22.00 Fréttir. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Orö kvöldsins: 22.30 Kvöldsagan, Purpuraliturinn 23.00 Stríöiö á öldum Ijósvakans. íslenskt út- varp frá Þýskalandi í seinni heimsstyrj- öldinni. Síöari þáttur. 24.00 Fréttir. ^BYLGJAN | RÁS 2 09.05 King Kong. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Gullmolar Bylgjunnar í hádeginu. 13.00 fþróttafréttir. 13.10 Gulli Helga - hress aö vanda. 16.00 Þjóöbrautin. Fréttir kl. 17.00 og 18.00. 18.03 Viöskiptavaktin. Þáttur sem unnin er í samvinnu Bylgjunnar og Viðskiptablaðs- ins. 18.30 Gullmolar. Músik maraþon á Bylgjunni þar sem leikin er ókynnt tónlist frá ár- unum 1957-1980 19.00 19 20. Samtengdar fréttir Stöövar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason spilar góöa tónlist, happastiginn og fleira. Netfang: kristofer@ibc.is 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.. Að lokinni dagskrá Stöövar 2 samtengjast rásir Stöövar 2 og Bylgiunnar. 09.03 Lísuhóll. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Hvítir máfar. 14.03 Brot úr degi. 16.00 Fréttir. 16.05 Dagskrá. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Dagskrá dægurmálaútvarps. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Milli steins og sleggju. 19.50 Knattspyrnurásin. Bein lýsing frá bikar- keppninni. Átta liða úrslit. 22.00 Fréttir. 22.10 Plata vikunnar og ný tónlist. 24.00 Fréttir. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2. 08.10-8.30 og 18.35-19.00.Útvarp Noröurlands. 18.35- 19.00 Útvarp Austurlands. 18.35-19.00 Svæöisútvarp Vestfjarða.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.