Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Síða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Síða 1
I Ákureyri Fréttir og þjóðmál Akureyri Norðurland sjokki Lífið í landinu BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 Verð í lausa Bmxr-Qmxúnn ▼ ^ Föstudagur 11. júlí 1997 - 80. og 81. árgangur 128. tölublað lausasölu 150 kr. og 81. argangur Blað Laxveiði hreinasta hörmung Frú Gavine er iðin við að detta! í fyrra vakti mikia athygli þegar hin aldraða ferðakona datt við Dettifoss og fótbrotnaði. Vegna erfiðieika við að koma henni undir læknishendur var vakin athygli á aðstöðuleysinu við Dettifoss. Nú hefur Eimskip kostað úrbætur og var frú Gavine boðið til íslands til að kynna sér breytingarnar. Þannig má segja að frú Gavine hafi loks dottið í lukkupottinn en hvort hún datt í’ða á veitingahúsinu Þremur Frökkum í gær, þar sem myndin var tekin, hefur Dagur-Tíminn ekki hugmynd um. Með henni á myndinni eru fulltrúi ferðaþjónustunnar ísafoldar og sonurinn lan Sharp. Frú Gavine heimsækir Dettifoss í dag. My„&. wimar Mjög léleg laxveiði á Norður- og Austur- landi veldur miklum áhyggjum. Veiði nú mun verri en á sama tíma í fyrra. etta er alveg hörmung, það er eklö hægt að hafa annað orð yfir það,“ sagði Kristján Benediktsson á Hólma- vaði um veiðina í Laxá í Aðaldal það sem af er sumri. Sl. mið- vikudag voru komnir 120 laxar á land úr ánni en á þriðja hundrað á sama tíma í fyrra þannig að veiðin hefur dregist saman um helming. Og þó voru menn að vonast eftir því að botninum hefði verið náð í fyrra, eftir 3-4 ára niðursveiflu. Svipað annars staðar Svipaða sögu er að segja af lax- veiði í flestum ám á Norður- landi í sumar, veiðin er gegn- umsneitt lélegri en í fyrra, sam- kvæmt heimildum blaðsins. í Víðidalsá voru í gær komnir rúmlega 100 laxar á land og þar var varla hægt að tala um „eðlilega" veiði fyrr en fyrir viku. í Laxá á Ásum hefur verið lítil veiði og þar eins og annars- staðar vantar smálaxinn. í Selá í Vopnafirði hefur ver- ið reitingsveiði, 35 fiskar komn- ir á land, en veiðin enn mun lakari en í fyrra. Þó halda menn að þetta sé eitthvað að glæðast. Svipað er að segja af öðrum ám fyrir austan: afturför og sum- staðar veruleg. ástandi? Kristján Betiediktsson segir að það séu margar skýringar á kreiki, en menn viti svo lítið um lax- inn að þetta sé meira og minna út í loftið. „Sumir eru t.d. að velta því fyrir sér hvort loðnuveiðin hafi þarna áhrif. Við er- um rétt búnir Hvað verður um þann silfraða? Hann kemur ekki í árnar! að sleppa seiðum og Skýringar? náttúruklakið að fara þegar En hvaða skýringar eru á þessu loðnuveiðarnar hefjast, og það er hugsanlegt að þetta lendi saman við loðnuna, og ef svo er þá er erfitt að eiga við þetta,“ segir Kristján. Helgi Bjarnason á Húsavík bendir á að hrognkelsin hafi gengið hálfum mánuði seinna upp að landinu en í meðalári sl. vetur, og er það rakið til ein- hvera óþekktra umhverfisþátta í hafinu. Ef dragist að ein fisk- tegund gangi, þá sé ekki ólík- legt að þau skilyrði sem valda hafi áhrif á aðrar tegundir á sama svæði, m.a. laxinn. „Ef hinsvegar smálaxaganga skilar sér ekki á næsta straumi eftir 10 daga, þá stenst þessi kenn- ing ekki og við erum í vondum málum,“ sögðu Helgi Bjarnason og fleiri en þeir setja nú allt sitt traust á góðar smálaxagöngur á næstunni. js Dýrkeypt ábyrgð Jakob Björnsson, bæjarstjóri. Jk kureyrarbær /\ verður að greiða -Z \jISi 14 milljónir króna vegna ábyrgðar sem bærinn gekkst í vegna miðasölu fyrir HM ’95. Halldór Jó- hannsson arkitekt og Ratvís gengust á sínum tíma í sjálfskuldar- ábyrgð vegna ábyrgðar bæjarins en Halldór hef- ur verið úrskurðaður gjaldþrota. Viðræður við HSÍ hafa skilað nokkrum árangri að undanförnu að sögn bæjarstjóra Jakobs Björnssonar. Ábyrgðin var 20 millj- ónir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. „Við vildum sannreyna viss atriði í uppgjöri og þetta varð niðurstaðan. Ég er sáttur við málalok miðað við það sem á undan er gengið en auðvitað ósáttur við að þurfa að greiða út peninga,” segir Jakob. - En var það glæfralegt að gangast undir ábyrgðina á sínum tíma? „Miðað við þessa niðurstöðu myndu ein- hverjir segja það. Mat okkar á sínum tíma og annarra aðila féll á einn veg, að innkoma ætti að vera tryggð en þetta var ekki áhættulaust eins og niðurstaðan sýnir. Ég tel að ekki hafi verið um glæfralega ákvörð- un að ræða,“ sagði Jakob. BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.