Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Blaðsíða 3
iOagur-Œímimt |J----- Föstudagur 11. júlí 1997 - 3 F R É T T I R Neytendur Samgöngur Flugleiðir leita til dómstóla Flugleiðir ætla að leita til dómstóla vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála vegna setu manna í stjórn Flugfélags íslands. Samkeppn- isráð hafði úrskurðað að tengsl Flugleiðamanna við Flugfélag íslands mættu ekki birtast í stjórnarsetu. Það staðfesti áfrýjunarnefnd. Nú hafa Flug- leiðir ákveðið að sækja máhð til dómstóla á þeim forsendum að Samkeppnisráð hafi ekki laga- legar forsendur fyrir ákvörðun sinni. Fótbolti Arnar Gunn- laugsson seldur Arnar Gunnlaugsson knatt- spyrnumaður hefur verið seldur til Bolton-liðsins á Eng- landi. Söluverð er 100 þúsund pund. Undir samning þess eðlis skrifaði Arnar síðdegis í gær. Annar íslendingur, Guðni Bergsson, leikur með Bolton, sem nú festir sig í sessi sem „ís- lendingalið". Arnar er þó viss um að erfitt verði að komast í byrjunarlið. Hertar reglur um Fríkort Samkeppnisstofnun með tryggðarkort til athugunar. Neytenda samtökin vilja að stofnað verði hér- lendis sérstakt embætti umboðs- manns neytenda. Tölvunefnd hefur hert regl- ur um Fríkortin að ósk Neytendasamtakanna. Hefur Tölvunefnd lagt fyrir Framsýni, útgáfufyrirtæki Frí- kortanna, að viðbót komi við notkunarskilmála fyrirtækisins sem er, að korthafar geti með skriflegri tilkynningu sagt sig úr Fríkortinu, hætt þátttöku og þannig fengið sig afmáða úr skrám félagsins. Neytendasam- tökin höfðu m.a. spurt hvort viðtakendum kortanna hefði verið gerð grein fyrir því hvaða upplýsingar færu á skrá fyrir- tækisins og hvernig hægt væri að afmá þær upplýsingar. Persónuupplýsingar? Það var 2. maí sl. sem Neyt- endasamtökin skrifuðu Tölvu- nefnd bréf, þar sem óskað var eftir að hömlur yrðu settar á hvaða upplýsingar mætti skrá niður innan tryggðarkorts, sbr. Fríkorts og Safnkorts. Þetta var gert til að koma í veg fyrir að Það vekur athygli Neytendasamtakanna að reglur um tryggðarkort virðast ekki jafn strangar hér og á Norðurlönd- unum. Á myndinni er starfsstúlka Hagkaups með Fríkort sem nýlega voru tekin upp í viðskiptum á Islandi. Myna. jhf persónuupplýsingar væru skráðar, eins og hvaða vöru einstakir neytendur kaupa. Dagur-Tíminn tók á þessu máli fyrir skömmu og þar kom fram hjá framkvæmdastjóra Fríkorta að kortið sæi bara punkta en alls ekki vörutegund. Neytendasamtökunum hafa einnig borist upplýsingar um að Húsasmiðjan hafi breytt ein- hliða ákvæðum um áunna punkta án þess að láta við- skiptavini sína vita. Norrænar reglur ekki hér Hjá norrænu neytendasamstarfi hafa tryggðarkort mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Umboðsmenn neytenda á Norð- m-löndum hafa gefið út leið- beinandi reglur um þau og vek- ur athygli skv. Neytendasam- tökunum að ísland á ekki aðild að reglunum. Þá hefur vinnu- hópur á vegum Norrænu emb- ættismannanefndarinnar um neytendamál lokið skýrslu um tryggðarkerfi og í báðum tilvik- um eru reglur íslenskra trygg- ingakorta á skjön við það sem segir í leiðbeiningum umboðs- manna. Neytendasamtökin vilja að stofnað verði hérlendis sérstakt embætti umboðsmanns neyt- enda. Samtökin staðhæfa að samkeppnisyfirvöld séu að skoða tryggðarkortin og athuga hvort ástæða sé til að grípa til aðgerða vegna starfsemi þeirra. BÞ Ffug Þotuflug F-15 herflugvélanna mun hafa áhrif á ferðaþjónustu. Norðurvíknigur friðarspiHir? Útsýnisflugmenn Mýflugs fara í bann á hábjargræðistím- anum vegna heræf- inga. Ferðaspjöll á hálendinu? Utsýnisflugmenn Mýflugs eru óhressir með flug- bann yfir hálendinu meðan heræfingar standa dagana 1.-5. ágúst. Æfingin, sem kennd er við Norðurvíking, felur í sér sprengjuþotu- sjónflug í 500 feta hæð yfir helstu hálendisperlum landsins: Herðubreið, Öskju, Kverkfjöllum og Sprengi- sandsleið. Stálfuglarnir verða af gerðinni F-15 og samkvæmt upplýsingum sem Mýflugsmenn hafa fengið fá þeir ekki að fara útsýnisflug þessa daga sem vígvélarnar æða í grennd við hljóðmúrinn. „Þetta fel- ur í sér hreina tekjuskerð- ingu,“ segir Þorkell Jó- hannsson, flugstjóri hjá Mý- flugi, og er mjög óhress með að þessi tími skuli valinn. Hann vísar til útsýnisflugs með ferðamenn, og kyrrðar og friðar sem hálendisför- um sé talin trú um að sé að finna á íslandi. „Þetta gerist reglulega annað hvert ár,“ segir Þorkell og telur að taka hefði mátt tillit til ferðaþjónustunnar við tíma- setningu Norðurvíkings. Ekki náðist í talsmann Flug- málastjórnar vegna máls- ins. Ríkissaksóknari Hallvarður fær heimsókn Dómsmálaráðherra sendir mann til að ræða fjárhagsmál við ríkissaksóknara. Fjárhagskröggur Ríkissak- sóknara verða fundarefni ráðuneytisstjóra dóms- málaráðuneytisins með honum. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra hefur óskað eftir því við nafna sinn Geirsson ráðu- neytisstjóra að hann ræði við Hallvarð Einvarðsson um í]ár- hagsstöðu hans. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar frétta um að Landsbankinn hafi tekið íbúð Hallvarðar upp í skuld, og get- gátur um að sjálfstæði embætt- isins sé í hættu vegna þess að saksóknari sé illa staddur íjár- hagslega. RÚV skýrði frá marg- háttuðum íjárhagsvandræðum saksóknara í fréttum í gær. Fjölmargir lögmenn og aðrir hafa lýst þeirri skoðun að sak- sóknari verði að vera fjárhags- lega óháður. Dagur-Tíminn hef- ur heimildir fyrir því að fyrir nokkrum árum hafi verið hreyf- ing meðal lögmanna sem vildu Þorsteinn sendir mann til Hallvarðs en hvert er erindið? Tveggja manna tal eða opinber könnun á fjárreiðum saksóknara? þá að samið yrði um starfslok saksóknara vegna íjárreiða hans. Ráðuneytistjóri var í fríi í gær þegar Dagur-Tíminn reyndi að ræða við hann um hvers kyns erindi hans yrði við ríkis- saksóknara. Dómsmálaráð- herra lét ekki ná í sig í gær. Spurningin er nú hvort erindi ráðherra sé formleg beiðni um að ríkissaksóknari geri opin- berlega grein fyrir Ijárreiðum sínum, eða einungis tveggja embættismanna tal. Nýbygging? Sumarbústaður við Elliðavatn, þar sem Hallvarður hefur nú skráð lögheimili sitt, er nýsmíði sem reist var í vetur. í samtöl- um við fjölmiðla hefur Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, sagt að ekki sé leyfi fyrir heils- ársbústað þarna. Hallvarður hafi fengið leyfi til að byggja bústaðinn á landi þar sem ekki séu leyfðar nýbyggingar, ein- ungis viðhald á eldri bústöðum. Bústaðurinn er skráður á eigin- konu Hallvarðar og er nýr. Eldri bústaðurinn sem stóð á lóðinni var mun minni og hafði verið í niðurníðslu, ónotaður, í Ijölda- mörg ár. Dagur-Tíminn vakti athygli á þessum nýja bústað í vor. Þá viðurkenndi byggingar- fulltrúi Kópavogs að hann væri reistur á „hápólitísku svæði“, þar sem til skamms tíma hefði verið fylgt harðri stefnu gegn nýjum bústöðum. Þá staðfesti hann að bústaður saksóknara væri mun stærri en sá sem fyrir hefði verið, og skýrði það með nýtilkominni „slökunarstefnu".

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.