Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Qupperneq 4
4 - Föstudagur 11. júlí 1997 jDítgnr-ÍEímmn F R E T T I R Ríkisútvarpið Markús Öm vonar að Illugí hafi breyst \F V fi Ráðning dregst lllugi og Hannes Hólmsteinn báðir komnir aftur í pistla- flutning á Rás 2 um óákveðinn tíma. Markús Örn segir enga skoðanalöggu í útvarpinu og að hann hlusti ekki alltaf á pistlana sjálfur. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson flutti sinn fyrsta pistil á Rás 2 á miðviku- daginn en honum var sagt upp störfum í kjölfar uppsagnar 111- uga Jökulssonar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 1994. Þótti Illugi þá gerast hlutdræg- ur Reykjarvíkurlistanum í vii. Illugi hefur nú um nokkurt skeið flutt pistla sína á Rás 2 en þeir eru birtir í Degi-Tímanum á föstudögum við miklar vin- sældir lesenda. Markús Örn Antonsson, framkvæmdastjóri ríkisútvarpsins, sagði í samtali við Dag-Tímann að um ótíma- bundna ráðningu væri að ræða. En sér hann fyrir sér að þeir verði með pistla sína fram yfír næstu borgarstjórnarkosning- ar? „Það veit ég ekki. Það hafa engin tímamörk verið sett á það og ég get ekki miðað við borg- arstjórnarkosningar frekar en jól eða áramót.“ Engar hlutdrægar yfirlýsingar En hvað hefur breyst frá því þeir voru látnir fara síðast? „Það var reyndar Illugi sem var látinn fara fyrst vegna þess að hann þótti hafa brotið af sér. Og Hannesi var sagt upp af því að Illuga var sagt upp. Ég held að þetta sé spurning um hvort menn hafi lært eitthvað af reynslunni.“ Áttu þá við Illuga? „Já. Mönnum er yfirhöfuð treyst hérna til að virða reglur sem settar eru um grundvallar- atriði í störfum þessarar stofn- unnar. Að vera ekki með hlut- drægar yfirlýsingar og lýsa ekki yfir stuðningi við einhverjar til- teknar stjórnmálahreyfingar eða skoðanir. Það er ekki ætlast til þess og menn vita það þegar þeir eru ráðnir til þess. Og það var ástæða þess að Illugi var látinn hætta á sínum tíma og ég ætla bara að vona að slíkir hlutir þurfi ekki að endurtaka sig.“ Nú er það þeirra hlutverk að Markús Örn Antonsson framkvæmdastjóri „Hannesi var sagt upp af því að Illuga var sagt upp. “ iP lllugi Jökulsson. inu sem vera skal. Þetta eru ákveðin forréttindi sem tilteknir menn hafa með því að þeim er trúað fyrir því að sjá hér um pistla reglulega í útvarpinu. Það eru ekki allir sem njóta þess.“ hafa skoðun á hlutunum, hljóta þær ekki að verða pólitískar? „Ég held að Illugi hafi skoðanir á hlutum og hafi látið þær í ljós hér en það á ekki að opna fyrir sérstök áróðurshorn fyrir R- lista eða hvern annan stjórn- málaflokk eða hreyfingu í land- Engin lögga hér Það verður semsé fylgst vel með því sem þeir eru að segja á næstu mánuðum? „Ekkert sérstaklega. Ég er ekki sérstaklega í því að fylgjast með því hvaða skoðanir menn hafa á einstökum málum. Þetta Hannes Hólmsteinn Gissurarson. eru þá hlutir sem koma eftir á í umræðuna. Þannig er það í langflestum tilfellum þegar haft er orð á einhverju slíku atriði í útvarpsráði. En það er engin lögga hér ef það er eitthvað svoleiðis sem þú ert að hugsa um.“ En þú hlustar á pistlana? „Ég hlusta ekki alltaf á þá. Ég hef ekki alltaf tíma til þess. Það eru fundir hér og hitt og þetta sem er á þessum tímum. Hér les enginn yfir pistla sem menn fara inn með. Ég held að Illugi sé oft á tíðum að semja þetta rétt áður en hann fer inní stúd- íóið. Situr við tölvu hér ein- hversstaðar inná skrifstofu. Þannig gerist þetta í ríkisút- varpinu." framkvæmdastjóra og höfum ekki ákveðið hvenær það verður. Við ætlum ekkert að flýta okkur óskaplega," sagði Hreiðar Karls- son á Húsavík, stjórnarformaður Kísiliðjunnar, í gær. Stjórn Kísiliðjunnar kom þá saman vegna ráðningar nýs framkvæmdastjóra en ekki var gengið frá málinu. Má telja lík- legt, þar sem hluti stjórnarinnar starfar erlendis, að stefnt hafi verið að því að ganga frá ráðn- ingu en Hreiðar vildi ekki tjá sig um hvort niðurstaðan ylli von- brigðum. Eins og kunnugt er hættir Bjarni Bjarnason fram- kvæmdastjóri á næstu dögum og tekur við stjórn járnblendisins. „Það er inni í myndinni að auglýsa en við höfum ekki skoð- að hvort það verður gert. Það liggur hins vegar fyrir að ekki verður gengið frá ráðningu nýs manns alveg á næstunni," sagði Hreiðar. En þarf að kalla stjórnina aftur saman til að ráða nýjan fr amkvæmdastjóra? „Hún þarf a.m.k. að ná sam- an með einhverjum hætti,“ sagði Hreiðar. BÞ Landhelgisbrot Réttað í dag Mál á hendur skipstjóra norska loðnuveiðiskipsins Kristian Ryggeíjörd vegna brota á íslenskum reglugerðum um loðnuveiðar Norðmanna í ís- lenskri lögsögu verður tekið fyrir í dag í héraðsdómi Suðurlands. Til stóð að rétta í máhnu í dag en því var frestað að ósk sækj- anda og verjanda í málinu. rm Lax í Miðá í Döíum Miðá hefur opnað, Veiðst hefur lax og bleikja. Veiðileyfi eru seld hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur. Stutt er að fara fyrir laxveiðimenn frá Sauðárkróki og Akureyri. Leigutaki. Ríkisbankarnir leigja íbúðir Hvert sem er - hvenær sem er □Bnnnmri AUSTFJARÐALEIÐÍ? UL ©477 1713 Rj 892 8922 852 8922/8933 Samningar um leigu á íbúðum fara eftir að- stæðum fólks sem hefur misst þær, þannig getur slíkur samningur náð yfir langan tíma. Rúmlega hundrað íbúðir eru í eigu ríkisbankanna, Landsbanka og Búnaðar- banka, en í langflestum tilvikum er um að ræða eignir sem þeir hafa leyst til sín vegna gjald- þrota viðskiptamanna sinna. Ekki liggur þó ætíð gjaldþrota- skiptameðferð að baki eigna- yfirtökunni. í sumum tilfellum hefur eignayfirtakan verið liður í skuldauppgjöri viðskipta- manna við bankana, sem ekki hefur leitt til gjaldþrotaskipta. „Húsnæði sem bankar eignast vegna skuldalúkningar þegar lán eru tryggð með veði í eignum fara í gegnum ákveðna meðferð innan bankanna. Það fer yfirleitt strax í sölu á söluskrá. Rekstrar- félag Landsbankans kaupir þannig t.d., bókfærslulega, eign- irnar af útibúunum og setur þær strax í sölu hjá fasteignasala. En engin regla er um hversu lengi fólk fær að leigja íbúðirn- ar. Þar eru yfirleitt aðstæður metnar í hvert skipti og mjög oft er það þannig að af tilfinn- ingalegum ástæðum sé fólki leyft að vera í húsunum t.d. ef fólk á börn sem er í skólum í nágrenninu. Reynt er að ganga frá þessum málum á eins mannlegan hátt og hægt er,“ segir maður í Landsbankanum sem Dagur-Tíminn ræddi við. Hann segir jafnframt að gerðir séu samningar við fólk um leigutíma ef sérstakar aðstæður kreijast. Þá fer íbúðin ekki á söluskrá fyrr en að liðnum samningstímanum. rm Neysluverðsvísitala Ríllinn hækkar það sem flugið lækkar Vísitala neysluverðs hækk- aði um 0,2% milli júní og júlí. Hagstofunni reiknast til að flugfargjöld innanlands hafi lækkað um 47% í júní, sem leitt hafi til 0,14% lækkunar á vfsitölu neysluverðs. Helmingur þeirrar lækkunar ást hins vegar upp með tæplega 1% hækkun á rekstrarkostnaði heimilisbílsins í mánuðinum, m.a. vegna rúm- lega 4% verðhækkunar á vara- hlutum. Nær 8% verðlækkun á græn- meti leiddi til 0,1% lækkunar vísitölunnar. Sú lækkun var líka étin upp og meira en það af 5,5% hækkun á húsaleigu. Aðr- ar verðbreytingar urðu fremur litlar í júní. - HEI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.