Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Page 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Page 5
jDagur-'OJmrám Föstudagur 11. júlí 1997 - 5 F R É T T I R Stóriðja við Eyjafjörð Grænt ljós á könnimarvinnu Rúmlega helmingur vill stóriðju. Metið sem grænt Ijós á áframhaldandi könn- unarvinnu. Rúmlega helmingur íbúa við Eyjafjörð er meðmælt- ur því að stóriðja rísi við Eyjaíjörð en tæplega helmingur er því mótfallinn, ef marka má niðurstöður viðhorfskönnunar á vegum Héraðsnefndar Eyja- fjarðar. En hvað þýða þessar niðurstöður fyrir framhaldið? „Ef mikill meirihluti hefði verið á móti stóriðju hefðu menn sennilega hugsað sinn gang um hvort ætti að vinna í málinu áfram. En eins og niðurstöður urðu geri ég ráð fyrir að sá vinnuhópur sem er að skoða staðarval fyrir stjóriðju í Eyja- flrði muni halda sínu starfi áfram. Að vísu er sú vinna háð því að heimamenn, á þeim tveimur stöðum sem eru í skoðun, samþykki að á skipu- lagi verði þessar lóðir ætlaðar undir iðnaðarsvæði,“ segir Birgir Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Héraðs- nefndar Eyjaijarðar. Birgir segir niður- stöðurnar ekki hafa komið sér á óvart og miðað við þá umræðu sem verið hefur um stóriðju í þjóðfélaginu megi þeir sem unnið hafa í þessum málum vel við una. „Ég met þetta sem grænt ljós á að halda könnunar- starfi áfram.“ - Töluvert margir neituðu að svara í könnuninni. Stafar það af áhugaleysi? „Já, ég hygg að það stafi einkum af áhuga- leysi. í einni spurning- unni var spurt hver séu líkindin á því að stór- iðja komi við Eyjafjörð og mikill meirihluti tel- ur litlar sem engar lík- ur á því. Þetta gerir það að verkum að fólk hefur minni áhuga á málinu, hvort sem það er að mótmæla eða samþykkja." AI Horft yfir Eyjafjörð í átt að Súlum. Eins og fram kom í blaðinu í gær virðast helmingaskipti hjá Akureyringum og Eyfirðingum á viðhorfi til stóriðju við Eyjafjörð. Tveir staðir eru helst taldir koma til greina, Dysnes og Árskógssandur. Mynd: jhf Forseti íslands Áfram á flakki Forsetinn situr ekki aðgerðalaus, enn ferðast hann og nú til Selfoss. 50 ára afmælisfundur bæjarstjórnar Selfoss verð- ur í dag og heiðrar forset- inn síðan bæinn með heim- sókn á morgun. Á fundin- um í dag verður samþykkt stefna bæjarins í vímu- varnarmálum. Ferðum Ól- afs Ragnars Grímssonar forseta um landið linnir ekki á morgun þegar hann mætir ásamt frú Guðrúnu Katrínu klukkan 11 til Sel- fosskirkju þar sem bæjar- stjórn, skátar, prestur og bæjarbúar sem hylla vilja forsetann verða mættir. Farið verður í heimsókn í Fjölbrautarskólann að lok- inni helgiathöfn og síðar snæddur hádegisverður. Þá verða heimsóttir nokkrir merkisstaðir en klukkan 16.30 setjast forsetahjónin á pall á útivistarsvæðinu við Engjaveg og hlýða á ávörp, söng skólabarna, forseti tekur við gjöf og flytur ávarp. „Reiknað er með að forsetahjónin gangi um svæði og heilsi upp á fólk,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá bæjarstjóra. Síðan verður grillað að þjóðleg- um sið. Húsverndarsjóður Styrkirnir voru afhentir í einu hinna gömlu húsa borgarbúa í Ár- bæjarsafni. Hæsti styrkuriim 2,5 milljónir Þjóðþekkt leikhús- og fjölmiðlafólk hlýtur hæstu styrki Húsverndarsjóðs 1997 Fimmtán styrkir úr nýj- um Húsverndarsjóði Reykjavikur voru af- hentir í gær: Miðstræti 4, Ingvar E. Sigurðsson og Edda Arnljótsdóttir, hlutu langliæsta styrkinn, 2,5 milljónir kr., til viðgerða á járni, gluggum, vatnsbrett- um og skrautlistum. Bergstaðastræti 9a, Páll Baldvin Baldvinsson, fékk 1,7 milljónir. Þingholtsstræti 24, Viðar Eggertsson, fékk 1,2 millj- ónir. Milljón fengu: Skóla- stræti 5b, Guðrún S. Gísla- dóttir, Baldursgata 28, Björg Stefánsdóttir, Spítala- stígur 10, Inga Þyrí Kjart- ansdóttir, og Þingholts- stræti 13, Þuríður Berg- mann Jónsdóttir. Aðrir styrkir voru lægri. - HEI Holdafar Islenskir fitukeppir! Uggi Agnarsson læknir: „Færri skref eru meginvandinn." íslendingar eru á hraðri leið með að líkjast Könum í holdafari. Myndin sýnir framtíð íslands. íslendingur framtíð- arinnar verður feitur og sykursjúkur með háan blóð- þrýsting Framtíðarsýnin er: Mjög feitur einstaklingur, sem situr við skjá, gerir ekkert nema að hreyfa takka og ferð- ast um á einhverju „mobil“, eig- inlega hjólastól. Og hann verð- ur með sykursýki, háan blóð- þrýsting og deyr úr heilaáfalli og hjartasjúkdómum.“ Það er Uggi Agnarsson, læknir Hjarta- verndar, sem sér fyrir sér þessa óglæsilegu mynd. En hann er alla daga að skoða fólk. íslend- ingar eru ekki einir á báti. Hlutfall offeitra Dana hefur t.d. hækkað úr 35% upp í 41% á að- eins fimm árum. Svipaðar frétt- ir berast frá Finnlandi og víðar að. - En hvað hefur klikkað? Hvernig stendur á að þjóðir þyngjast á sama tíma og „megr- unariðnaðurinn" - jafnt í mat- vælum, lyíjum og líkamsræktar- stöðvum - vex hraðar en flestar aðrar atvinnugreinar? „Þetta eru gerviaðgerðir sem ekki höggva að rótum meinsins. Ástæðan er einfaldlega sú, að fólk hreyfir sig minna. Bilaeign hefur margfaldast, störf hafa breyst, allt er nú unnið með vélum. Heilsuræktarstöðvar megna aldrei að breyta þessu. Þangað fer fólk sem er með vonda samvisku í það og það skiptið - í tvo mánuði. „Það er lífsmátinn sem skipt- ir máli og honum hefur verið breytt. í stað þess að labba hringir fólk. Öll þessi tækni stuðlar að færri skrefum. Og það er meginvandamálið: Færri skref. Dagleg hreyfing er úr sögunni. Meginatriðið í lífinu til að halda góðri heilsu er hreyf- ingin. Það er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir hana,“ segir Uggi. Hollar fæðuvenjur séu vissu- lega góðar og nauðsynlegar. „En langlífi og góð heilsa fæst fyrir þá sem hreyfa sig að stað- aldri. Við sjáum til dæmis mikil tengsl milli hreyfingar og færri heilaáfalla og munar þar miklu.“ Bestu hreyfinguna segir Uggi sund, skokk, hjólreiðar, sipp og hopp. Röskar göngur séu líka góðar. „Fólk verður að fá hraðan hjartslátt og svitna. Ég er ekkert á móti stöðvunum. En fæstir endast þar. Auk þess sem of mikil áhersla er lögð á stadíska hreyfingu, þ.e. lyfting- ar og slíkt. Það hefur ekki verið sýnt fram á að það lengi líf að lyfta þunga.“ Uggi minnti á samanburð á heilsufari Vestur-íslendinga og Austfirðinga fyrir fáum árum, sem leiddi í ljós að Austfirðing- arnir voru að mörgu leyti betur staddir. „En við erum bara að færast í sömu átt, þannig að bráðum missum við þennan mismun og verðum eins og þeir og aðrir Amerikanar. Vesturfar- arnir fóru í þjóðfélag sem var léttara og flýttu þróuninni kannski um 50 ár, en við náum þangað líka og á skemmri tíma. Já, við erum á hraðri leið að líkjast Ameríkönum í holda- fari,“ sagði Uggi Arnarsson. - hei

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.