Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Qupperneq 6
H - Fostudagur ll.júlí 1997
F R E T T I R
|Dagur-©imrat
Fáslnnið
vanmetin
auðllnd
Hafliði
Helgason
skrifar
Vægi ferðaþjónustu í ís-
lensku atvinnulífi eykst
stöðugt og menn velta
því oft fyrir sér hvort við sé-
um á réttiri leið í atvinnu-
greininni.
„Sérstaða Mývatns felst með-
al annars í því að hér er land í
mótun og hópurinn sem fær
mest út úr ferðum hingað er
fólk með mikinn áhuga á nátt-
úrufræðum. Við erum að reyna
að koma upp fræðagarði þannig
að leiðsögumenn og ferðamenn
geti gengið að þekkingu fræði-
manna um Mývatn. í framtíð-
inni á þetta að verða þannig að
menn geri hreinlega út á
fræðslustarfsemina. Þetta hefur
fengið mjög góð viðbrögð og
þarna liggja mörg sóknarfæri."
Pétur Snæbjörnsson er hótel-
stjóri í Hótel Reynihlíð við Mý-
vatn. Þar hefur meðal annars
verið opnuð veitingabúð í nota-
legu umhverfi í gömlum bæ.
Pétur segir þetta nýja vídd í
veitingasölu við þjóðveginn og
furðar sig á því að ekki skuli
fleiri róa á þessi mið. „Við tók-
um þá stefnu að vera ekki í
hamborgara, kók og plast-
menningunni, heldur leggja
áherslu á rétti byggða á ís-
lenskri matarhefð þar sem
áhersla er á fljóta þjónustu.
Þetta hefur gengið mjög vel og
hefur sýnt sig að viðskiptavin-
irnir koma aftur og aftur.“
Hópum fækkar
Hver æth þróunin sé í greininni
að mati Péturs: „Ég verð veru-
lega var við að þróunin sé í þá
átt að ferðamönnum sem eru á
eigin vegum
fjölgar og vægi
hópferða
minnkar. Þessi
breyting er að
verða þó mað-
ur hafi í raun-
inni ekkert sér-
staklega orðið
var við breyt-
ingu á kynn-
ingu landsins.
Ferðamenn
sem koma til
landsins á eigin
vegum og leigja
bíl eru gjarnan efnaðra fólk
sem eyðir miklu á ferðalögum.
Þessi gerð ferðamennsku hent-
ar á margan hátt betur hér á
landi heldur en hefðbundnar
hópferðir."
Pétur segir mönnum hætta
til að skipuleggja keimhkar
ferðir og menn séu of linir við
að nýta sér sérstöðu hvers
landshluta og vinna út frá því.
Meirihluti ferða snúist um að
fara hringinn í kringum landið
með örlítið breyttum áherslum.
Sem betur fer hafi þetta aðeins
verið að breytast og megi þar
nefna ýmis konar starfsemi í
kringum byggðasöfn, Vestur-
farasetrið á Hofsósi, Síldar-
minjasafnið á Siglufirði, hvala-
skoðunarferðir og fleira.
Ferðaþjónustan
spjarar sig sjálf
Aðspurður um hlut hins opin-
bera í stefnumörkun í ferða-
þjónustu segir Pétur það vera
verkefni hins opinbera að sjá
um að skapa fyrirtækjum í
ferðaþjónustu eðlilegt starfsum-
hverfi svo þau geti þjónustað
fólk og stundað heilbrigðan at-
vinnurekstur. Að öðru leyti eigi
hið opinbera ekki að skipta sér
af greininni, því hún sjái um sig
sjálf. „Það sem er kannski
verst, er að greinin sjálf virðist
vera búin að biðja í mörg ár um
meiri opinber afskipti. Mönnum
hefur fundist að sjávarútvegur
og landbúnaður hafi hlotið
meiri athygli hjá opinberum að-
ilum. Ég held hins vegar að
menn viti ekki alveg hvað þeir
eru að kalla yfir sig þegar þeir
biðja um meiri afskipti opin-
berra aðila. Þau litlu ríkisaf-
skipti sem við
höfum haft
hafa verið
beinlínis skelfi-
leg á köflum."
Pétur segir
eitt af vanda-
málum ferða-
þjónustunnar
vera að við sé-
um að fá hing-
að til lands of
margt fólk sem
ekki nýtur
þeirra gæða
sem við höfum
upp á að bjóða. Afleiðingin sé
sú að margir ferðamenn staldri
of stutt við, en það sé betra að
fá færri ferðamenn sem staldri
lengur við. Verðmæti landsins
séu meðal annars fólgin í
kyrrðinni, fásinninu og sérstöku
landslagi. það sé sá hópur
ferðamanna sem ekki átti sig á
þessum sérstöku verðmætum
sem kvartar undan verðlagi og
slíku.
„Menn eru farnir að skilja að
ferðamenn eru menn, þetta er
fólk með væntingar og þeim
þarf að svara. Þetta er ekkert
ósvipað hugarfar og þegar
menn uppgötvuðu að sjávarút-
vegur er matvælaframleiðsla.
Menn eru búnir að stunda at-
vinnugreinina í langan tíma
Menn eru búnir
að stunda ferða-
mennskuna í langan
tíma sem einhvers
konar kvöð, en það
er í raun stutt síðan
farið var að stunda
hana sem alvöru
atvinnugrein.
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri í Hótel Reynihlíð, segir að mönnum hætti til að skipuleggja keimlíkar ferðir um
landið. Menn séu of linir við að nýta sér sérstöðu hvers landshluta og vinna út frá því. Myna. as
sem einhvers konar kvöð, en
það er í raun stutt síðan farið
var að stunda hana sem alvöru
atvinngrein."
„Einleikur á
glansmynd"
Þegar rætt er um lengingu
ferðamannatímans þá segir
Pétur það vera aðalatriðið að
ná til markhóps sem sækist eft-
ir landinu eins og það er. Hann
segir kynningu landsins vera að
breytast, en til skamms tíma
hafi verið lagt alltof mikið upp
úr glansmynd af landinu; kyrr-
um sumarkvöldum og slíku.
Haust- og vetrarferðir bjóði alls
ekki upp á þetta og menn þurfi
í raun að vera einstaklega
heppnir að sumrinu til að lenda
inn í slíkri glansmynd. „Mark-
aðurinn er risastór þannig að
við þurfum ekki að ná til allra.
Okkar hópur er ekki þeir sem
fá sitt sumarfrí að sumrinu,
heldur fólk sem hefur efni á að
ferðast og kann að meta það
sem við höfum upp á að bjóða
og það fólk getur ferðast á
hvaða árstíma sem er. Ég held
að fásinnið sé stórlega vanmet-
ið sem auðlind í greininni.
Ferðamaður frá Japan getur
hér orðið fyrir þeirri einstöku
upplifun að hitta ekki nokkurn
mann í heilan dag. Þetta er eitt-
hvað sem hann hefur aldrei
upplifað fyrr vegna þess að í
Japan er svo mikið kraðak af
fólki. Ég hef stundum haldið því
fram að í stað þess að halda
þessar venjulegu ferðakaup-
Ég held að fásinnið
sé stóriega vanmetið
sem auðlind í
greininni. Ferða-
maður frá Japan
getur hér orðið fyrir
þeirri einstöku
upplifun að hitta
ekki nokkurn mann
í heilan dag.
stefnur þá mættu menn huga
að því að vera með einhvers
konar „workshop“ eða vinnu-
búðir þar sem menn leggðust
yfir veikleika og styrkleika þess
sem við höfum upp á að bjóða
og skoða hvort við sem erum í
þessari grein séum allir að
draga vagninn í sömu átt. Ég
held að menn verði að átta sig
á því að heildarupplifunin skipti
verulegu máli, því það er ekki
nóg að menn séu ánægðir með
einn þátt þjónustunnar og rest-
in sé svona la la.“
Vantar bissnessmenn
Pétur segir alltof einsleitar hug-
myndir í greininni og nýjar
hugmyndir eigi erfitt uppdrátt-
ar. Það vanti „bissnessmenn" í
greinina, það séu nánast engin
dæmi um að menn hafi lagt í
skipulagðar Qárfestingar í
greininni; fyrirtækin hafi vaxið
af sjálfu sér og menn notað
hagnaðinn til að flárfesta áfram
í greininni. Hættan sé oft sú að
stórir aðilar glati nálægðinni í
þjónustunni og hún fari að
verða ópersónuleg. Það megi
auðvitað ekki gerast, því styrk-
ur greinarinnar fehst í persónu-
legri þjónustu. Stórir aðilar í
greininni hafi ekki sett sér nein
skýr markmið í markaðssetn-
ingunni, þeir hafi lagt um of
áherslu að ná í Qölda ferða-
manna, en minna skeytt um
hvaða hóp þeir náðu í. „Síðan
hafa menn setið uppi með alls
konar furðulegar umkvartanir
sem segja okkur fyrst og fremst
að við erum ekki með rétta
fólkið.“
I borðsal Gamla bæjaríns í Reynihlíð. Nýr og skemmtilegur staður í elsta
steinhúsi sýslunnar. Mynaas
■
Gífurlegur fjöldi fólks sækir Mývatnssveit heim á hverju sumri. Mynd. jHF