Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Page 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Page 10
10- Föstudagur 11. júlí 1997 iOagwr-altiiTOm Peter Leaver, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, segir að liðum í úrvalsdeildinni verði fækkað í framtíðinni, úr 20 í 18. Jafnframt er stefnt að fækkun þátttökuliða í ensku Coca Cola bikarkeppninni. Þetta er gert til að minnka álagið á þeim liðum sem ná langt í Evrópukeppnunum en þau lið þurfa oft að leika allt upp í 3 leiki á viku undir lok keppnistímabilsins. Framkvæmda- stjórar stórliðana, Alex Ferguson hjá Manchester United, Roy Ev- ans hjá Liverpool og Brian Little hjá Aston Villa, hafa allir látið þá skoðun í ljós að þessi breyting þurfi að koma til og eftir fund með framkvæmdastjórunum þremur í fyrradag, samþykkti Leaver að stefna að fækkun leikja hjá toppliðum deildarinnar. Vancouver Grizzles hefur framlengt samning sinn um 6 ár við tröllið barnalega, Bryant Reeves, sem gengur undir nafninu „Big Country". Reeves, sem er 214 cm á hæð stóð sig mjög vel í annars arfa slöku liði Grizzles. Hann skoraði að meðalteli 16,2 stig í þeim 75 leikjum sem hann lék og hirti 8,1 frákast. Þessi ágæta frammistaða dugði þó liðinu skammt því það rak lestinna í gjör- vallri NBA deildinni á síðasta tímabili, vann aðeins 14 leiki en tap- aði 68. Þrátt fyrir slakt gengi Grizzles er Reeves ánægður hjá félag- inu, sem er það yngsta í deildinni ásamt hinu Kanadaliðinu, Tor- onto, og hann segir að liðið eigi bestu stuðningsmenn í deildinni. Liverpoolmenn eru að vonum ánægðir með að hafa landað Paul Ince á Anfield. Því er fróðlegt að sjá hvað Roy Hodgson, fyrr- um stjóri Inter, þar sem Ince lék undir hans stjórn og núverandi stóri Blackburn Rovers segir um miðjumanninn sterka.: „Hann getur fært Liverpool sinn fyrsta titil í mörg ár. Hann er bæði frábær leikmaður og ekki síður góður félagi. Paul getur tekið leik- inn f sínar hendur ef á þarf að halda og er oft sá sem rekur smiðs- höggið. Hann hefur verið að skerpa sóknarleik sinn verulega und- anfarin tvö ár og hann er enn einn besti varnartengiliður í Evrópu. Það er aðeins eitt sem ég get sagt við Liverpool nú. Til hamingju með kaupin." Sundmeistaramót íslands hefst # dag Sundmeistaramót íslands hefst í dag í sund- lauginni í Kópavogi og lýkur á sunnudag. Allt besta sundfólk landsins mætir til leiks og að sögn Erlu Skaptadóttur, framkvæmdastjóra Sundsam- bands íslans, er reiknað með mörg ný met verði sett á mótinu. „Nú sýna bestu sundgarpar íslands sig og allir þeir sem veitt haf þeim mesta keppni og þá er alltaf von á rneturn," sagði Erla. gþö KNATTSPYRNA Gullnáman ToreAndre Flo Everton rær nú lífróður þessa dagana til að manna lið sitt. Fa- brizio Ravanelli sem er á leið til Liverpool, að eigin sögn, freistar þeirra nú. Middlesbrough hefur samþykkt að lækka verðið á hon- um úr 9 milljónum í 7,2 milljónir og nú reynir Everton enn að keppa við nágranna sína um leikmann. Gallinn er bara sá að Ra- vanelli vill ekki fara á Goodison Park. Everton leggur net sín víðar en á Englandi fyrir ítalska leik- menn. Nú eru þeir einnig á höttunum eftir Roberto Baggio, sem lýst hefur því yfir að hann vilji gjarnan leika á Englandi og þá með Derby. ítalska liðið Parma er reyndar líka inni í myndinni hjá Baggio sem metinn er aðeins á 1 milljón pund. Útsala þar á ferð- inni. Roberto Baggio er ekki eini ítalinn sem Derby sækist eftir nú. Gamla brýnið, Toto Schillaci, sem nú leikur með japanska lið- inu Iwata, gæti hugsanlega verið á leið til þeirra. Schillaci, sem kemur frá Sikiley, varð frægur þegar hann varð markakóngur í heimsmeistarakeppninni 1990. Eftir það gekk hann til liðs við Ju- ventus þar sem frægðarsólin hneig fljótlega undir sjóndeildarhring- inn. Því gæti farið svo að 3 ítalir klæddust Derby peysunni á kom- andi leiktíð. gþö Verða Baggio og 2 samlandar hans með Derby á næstu leiktíð? Norskir knattspyrnu- menn eru eftirsóttir á Englandi þessi misser- in. Manchester United skartar tveimur og Li- verpooi þremur leik- mönnum frá Noregi auk þess sem fjöldi annarra enskra liða er með Norsara innanborðs. Tore Andre Flo, sem er 24 ára, er eitt Norðurljósið sem skín á Englendinga þessa dagana. Hann var keypt- ur til Chelsea fyrir 35 milljónir frá Brann, liði þeirra Birkis Kristinssonar og Ágústs Gylfa- sonar. Af þessum 35 milljónum fær Tore Ándre sjálfur 3,5 millj- ónir og gamla félagið hans Tromsö, fær 8 milljónir. Tore Andre Flo hefur verið bæði sjálfum sér og liðum sín- um ágæt fjárfesting. Hann hóf ferilinn með smáliði frá Sogn- dal, Stryn, sem síðan seldi hann til Tromsö fyrir tæpar 3 milljón- ir. Ári seinna seldi Tromsö kappann til Brann í Bergen sem greiddi 10 milljónir fyrir hann. Nú hefur Brann selt Flo til Chelsea fyrir 35 milljónir svo segja verður að fjárfesting Brann hafi verið góð. Þar með hefur Tromsö grætt tæpar 16 milljónir á Flo og Brann 25, og velta félaganna samanlagt í gegnum Tore Andre er þá orðin tæpar 50 milljónir. Og nú eru laun Norð- mannsins loks orðin mannsæm- andi, hann hefur 130 milljónir í laun á ári hjá Chelsea, fyrir ut- an bónusa og auglýsingar. Bosman-dómurinn, sem hef- ur gjörbylt allri verðlagningu á knattspyrnumönnum, hefur orðið til þess að ungir og efni- legir knattspyrnumenn gera ekki langtímasamninga við fé- lög sín í Noregi. Leikmenn með útrunna samninga geta farið hvert sem er án þess að lið þeirra eigi rétt á greiðslu. Þeir vilja komast til liða í Englandi og á meginlandinu með eins litlum fyrirvara og kostur er. Þetta hefur orðið til þess að norsku liðin fá ekki nema brot af því sem þau fengju annars fyrir leikmennina. Sumir leik- mennirnir hafa farið til enskra stórliða fyrir ekki neitt. Dæmi um slíkt er Björn Tore Kvarme, sem kom frá Rosenborg til Li- verpool þeim að kostnaðar- lausu. Eftir sat norska liðið með sárt ennið og tóma buddu. gþö KNATTSPYRNA Breyting eikur ÍA og ÍBV sem vera ^átti á Akranesvelli kl. 20:00 á sunnudaginn hefur verið færður fram um 2 klukkustund- ir og verður því kl. 18:00. ÞORVALDSDALSSKOKKIÐ Jón Ivar Rafnsson setti met Fjórða Þorvaldsdalsskokkið fór fram laugardaginn 5. júlí sl. við ágætar aðstæð- ur. Þátttakendur voru í færra lagi eða rétt um 20, en það vakti athygli að engar konur mættu til leiks. Þorvaldsdals- skokkið er ætlað hlaupurum, skokkurum og göngumönnum, og fer hver á þeim hraða sem honum hentar best, og velur þá leið sem honum sýnist hag- kvæmust. Má segja að Þor- valdsdalsskokkið sé eins konar blanda af hlaupi, göngu og rat- leik. Elsti þátttakandinn í ár var 67 ára. Sífellt er verið að bæta met- ið, og nú bætti Jón fvar Rafns- son á Akureyri, met Finns Frið- rikssonar um 6 mínútur og 13 sekúndur og var tími hans 2,07,37. Tími þátttakenda var sem hér segir: 16-39 ára 1. Jón ívar Rafnsson, Akureyri 2,07,37 2. Starri Heiðmars., Lýtingsst.hr. 2,25,25 3. Brynjar Skúlason, Akureyri 2,26,42 4. Ólafur Briem, Kópavogi 2,45,50 5. Andri Sigurjónsson, Kópavogi 2.47.50 6. Erkki Peukkuri, Eyjafjarðarsveit 2,58,30 7. Helgi Pór Helgason, ðxnadal 3.14.50 8. Björgvin Jónsson, Árskógsstr. 3,56,47 9. Ólafur Elís Gunnarsson, A.ey '4,03,30 40-49 ára 1. Ólafur H. Baldvinsson, Akureyri 2,43,20 2. Steinar Frímannsson, Reykjavík 2,50,24 3. Þorsteinn Konráðsson, Akureyri 4,24,00 4. Frosti Meldal, Akureyri 5,26,00 50-59 ára 1. Sigurður Bjarklind, Akureyri 2,09,03 2. Vöggur Magnússon, Reykjavfk 2,27,04 3. Bjarni E. Guðleifsson, Arnarneshreppi 3,05,45 4. Þorsteinn Skaftason, Dalvrk 3,16,17 60-69 ára í. Arnór Haraldsson, Akureyri 5,26,00 mn.í ti M' I

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.