Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Page 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 11.07.1997, Page 11
ÍDagm--®tmtmt Föstudagur 11. júlí 1997 -11 Mót Opið unglingamót i - l* " 1 1 Opin mót Péturléká 73höggum Opna Slazenger unglingamót- ið var haldið á Grafarholts- vellinum í fyrradag og urðu úr- slit þessi: Piltar 15-18 ára Án forgjafar: Pétur Berg Matthíass., GKJ 73 Jens Kristján Guðmundss. GR 77 Gunnar Pór Jóhannsson, GS 77 Með forgjöf: Atli Viðar Gunnarss., GR 62 Jón Hafsteinn Guðmundss., GR 63 Ólafur Sverrir Jakobss., 66 Stúlknaflokkur: Án forgjafar: Katla Kristjánsd., GR 81 Alda Ægisdóttir, GR 85 Helga R. Svanbergsd., GKJ 86 Með forgjöf: Katla Kristjánsd., GR 68 Alda Ægisdóttir, GR 70 Snæfríður Magnúsd., GKJ 73 Piltar 14 ára og yngri: Án forgjafar: Hróðmar Halldórss., GL 76 Stefán Orri Ólafsson, GL 78 Tómas Freyr Aðalsteinss., GKG 82 Með forgjöf: Brynjólfur Einar Sigurðss., GKG 63 Hróðmar Halldórsson, GL 65 Stefán Már Stefánsson, GR 65 Keppendur á mótinu voru rúmlega áttatíu talsins. Valiarmat Formenn kvörtuðu við GSÍ Formenn sex af stærstu klúbbunum, það er GR, GK, GKG, GA, GKJ og GV, sendu ný- lega samhljóða bréf til Golfsam- bandsins, þar sem þeir fóru fram á að ákvæðið um lækkun vallarmats, þegar hreyfingar eru leyfðar á brautum, verði fellt úr gildi. Klúbbarnir telja reglur um hreyfingar á brautum ekki leyfðar til að hygla kylfingum að ástæðulausu, fyrst og fremst hafi klúbbarnir þurft að grípa til þess vegna slæms ástands brauta. Ljóst er að Golfsambandið mun ekki gefa eftir í þessu máli. Bréf var sent til klúbb- anna og það ítrekað að reglun- um yrði ekki breytt, en búast má við hörðum umræðum á næsta golfþingi. Víða grund í aðgerð Keilismenn fundu leið til að fara framhjá þessu vallarmats- ákvæði á meistaramóti sínu. Þeir lýstu allt snöggslegið svæði á fyrri níu holunum sem grimd í aðgerð og heimiluðu hreyfing- ar sem námu einni kylfulengd, innan grundarinnar. Vallarmet breytist ekki vegna svæða sem eru grund í aðgerð og þó hafn- firskir kylíingar hafi geta stillt bolta sína að vild á fyrri níu brautunum hafði það ekki áhrif á vallarmatið. Slazengermótið var haldið á Grafarholtsvellinum í fyrradag. Á myndinni má sjá verðlaunahafa á mótinu. Fremri röð frá vinstri: Snæfríður Magnúsdóttir GKJ, Katla Kristjánsdóttir GR, Stefán Már Stefánsson GR, Brynjólfur Ein ar Sigurðsson GKG og Hróðmar Halldórsson GL. Aftari röð frá vinstri: Alda Ægisdóttir GR, Jón Hafsteinn Guð- mundsson GR, Ólafur Sverrir Jakobsson GR, Pétur Berg Matthíasson GKJ, Þorkell Pétursson GR og Atli Viðar Gunnarsson GR. Hítt & þetta Atvinnumennska Góð veríUaun / Garða- bænum Opna Aiwa-mótið verður haldið á Vífilstaðavellinum í Garðabæ á laugardaginn. Mót- ið, sem styrkt er af Radióbæ, er óneitanlega sérstakt fyrir þá sök að verðlaun til keppenda eru metin á yfir 600 þúsund krónur, í formi nándarverð- launa og árangurs með og án forgjafar, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er annað árið sem Golf- klúbbur Garðabæjar og Kópa- vogs gengst fyrir þessu móti og allt stefnir í að uppfullt verði í mótið, þegar í dag. GKG mun standa fyrir öðru stórmóti um aðra helgi, í sam- vinnu við Keilismenn og mun það verða spilað með sama fyr- irkomulagi og Opna GR-mótið, sem margir þekkja, það er, tveir leika saman og spilaður er betri bolti. Sögur afvellinum 1-2-3-4 Óskar Halldórsson var í topp- baráttunni í 1. flokki á Meistara- móti GS, allt þar til hann kom að 3. holunni, sem gjarnan er nefnd Bergvfkin. Hann sló fyrsta högg sitt með bolta af gerðinni Top-flite út í sjó og þurfti að teygja sig í annan bolta, sem hann tOkynnti að væri af gerð- inni Top-flite 2. En það fór á sömu leið. Þriðja teighögg Ósk- ars var með bolta af sömu gerð, með númerinu 3, en með engu betri árangri. Óskar var, þegar hér er komið við sögu, orðinn uppiskroppa með Top-flite bolta svo hann tók upp Titleist, númer 4. Það gekk hjá Óskari í fjórðu tilraun, en möguleikarnir á sigri í flokknum voru fyrir bí, eftir að hafa fengið níu á þessa holu. Þrátt fyrir skelfilega útkomu, skipti Óskar aldrei skapi og það væri ráð fyrir aðra kylfinga að taka hann sér til fyrirmyndar, hvað það varðar. Sama og þið... Aðstoðarflughótelstjórinn, Júb'- us Steinþórsson, keppti í 2. flokki á sama móti og lenti þá í svipuðum vandræðum á 6. brautinni, sem er par fimm. Júlíus kom við í öllum fjórum glompunum á brautinni og ekki er Iaust við að tveir meðspilarar hans, sem báðir léku holuna á sex höggum, hafi verið farnir að vorkenna honum. Skrifari hans var ekki með höggafjöldann á hreinu og spurði hann því var- færnislega, á hve mörgum höggum hann hefði leikið. „Sama og þið,“ svaraði Júlíus, sem lék holuna á 12 höggum. Sú átjánda er erfið Háar tölur voru á 18. holunni í Hvaleyrarholtinu á Meistara- móti GK um helgina. Stór glompa fyrir framan flötina reyndist mörgum erfið. Fjöl- margir voru í skálanum og fylgdust með sálarstríði eins kylfings úr unglingaflokki í glompunni, en þegar hann hafði tekið sitt 13. högg á hol- unni tók hann upp bolta sinn og hætti keppni. 44 högg á lokaholunni Öllu hærra skor mældist á 18. holunni á Jaðarsvellinum á Meistaramóti GA. Kylfingur í 1. flokki kvenna fékk skráð á sig 44 högg á 18. holunni og kom sá fjöldi högga til af því að sam- tals skor á síðari níu holunum var fært inn í reitinn þar sem skor 18. holunnar átti að vera. Konan fékk því á sig fjörtíu aukahögg fyrir vikið. Ás hjá Einari Inga Einar Ingi Egilsson, þrettán ára gamall félagi í GA, fór sömu holu, þ.e. 18. holuna á Jaðars- vellinum, á einu höggi nýlega. Einar Ingi lék af karlateigun- um, sem voru í rúmlega 140 metra ljarlægð frá holunni. 100 & 100 hjá Hildi Hildur Rós Símonardóttir var einn þátttakendanna á Arctic- open golfmótinu sem haldið var á Jaðarsvellinum fyrir stuttu. Eftir að Hildur Rós hafði slegið teighögg sitt á 9. brautinni kom 100 dala seðill í ljós fyrir fram- an hana. Enginn vildi kannast við seðilinn, þrátt fyrir fyrir- spurnir, en 100 dala seðillinn reyndist hins vegar hafa tákn- ræna merkingu, því Hildur Rós lék hringinn á 100 höggum. Hola í höggi á Leiru Björn Víkingur Skúlason fór holu í höggi á 8. holunni á Hólmsvellinum í Leiru á Meist- aramóti GS í síðustu viku. Björn Víkingur sem er með fimm í forgjöf fékk ásinn á öðrum degi mótsins. Karen fékk300þús- undkr. stuðning Félagar í Golfklúbbi Suðurnesja gengust fyrir styrktarmóti fyrir Karenu Sævarsdóttur, íslandsmeist- ara kvenna á sl. átta árum, sem nú kepp- ir sem kunn- ugt er á Fut- ures-móta- röðinni í Bandaríkjunum. Mótið var haldið á þriðjudaginn og þátttakan var góð, 105 kylfmgar voru skráðir til leiks og innkoman var um 300 þúsund krónur, sent fer í sjóð til stuðnings þátttöku Karenar á móta- röðinni. í mótslok þakkaði Karen fyrir sig í hófi í golfskálanum og þá afhenti hún varaforseta Golfsambandsins, Júlíus Jónssyni, íslandsbikarinn sem hún hefur verið með í vörslu sl. átta ár. Karen hélt síðan utan til æfinga í fyrradag, en hún keppir á næsta at- vinnumannamóti sínu í byrjun næsta mánaðar. Karen Sævarsdóttir skilaði íslandsbikarn- um sem hún hefur haft i sinni vörslu undanfarin átta ár. Eldfjallamót / Eyjum Alls höfðu 82 kylfingar, þar af helmingur þeirra erlend- is frá skráð sig á Volcano- open, eða opna Eldijallamótið, eins og það gæti heitið á móðurmálinu, um hádegisbilið í gær. Skrán- ingu lauk í gærkvöld og mótið hefst á laugardaginn. Erlendu keppendurnir koma flestir frá Þýskalandi og Luxemborg og nokkur áhugi virðist vera hjá kylfingum á höfuðborgarsvæð- inu fyrir þessu móti. Leiknar eru 18 holur, bæði á laugardag og sunnudag og síðan verður slegið upp iéttu 3-holu móti um miðnætti á laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem GV gengst fyrir Volcano open. Eyjamenn hugðust standa fyrir Volcano open í fyrra, en þá þurfti að aflýsa því vegna veð- urs. Samviniiiiíeróir Lanúsýn * latnM ii • t ím mi • ttrt m mt« m m m mi • mmm i w iiti IHBI »1. W an • m MrQMr. 14 • 1»1116 • tMr« tft 0» 8 • t C1 m • Mr« 01MM *rwtt MkHli 1 • l «1JM . Mrtl 011111 ■** 1 • t <H 1M • «111» tommmrfir feHM B • l «1 «71 • Mr« «1IW Samvinnuþerðir - Landsýn hetjur um langt drabil boðið glœsilegar goltherðir um heim allan. Við skipuleggjum got/jherðir til Spdnar og Maltorca og sameinum jahnvel golh og siglingu! Allir harþegar okkar í golhherðum geta gengið í golhherðaklúbbinn sem veitir þdtttökurétt d hið vinsœla Sprengjumót a Hellu sem haldið verður 4. dgúst.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.