Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.07.1997, Blaðsíða 1
Eftirminnilega gott
BRAGA
KÁFFI
- íslenskt og ilmandi nýtt
Eftirminnilega gott
BRAGA
RAFFl
- islenskt og ilmandi nýtt
LIFIÐ I LANDINU
Fimmtudagur 24. júlí 1997 - 80. og 81. árgangur - 137. tölublað
Nú er horft á
Guðrúnu Maríu
og vespuna með
aðdáunaraugum
og ótrúlegasta
fólk, stífustu for-
stjórakarlar og
þó sérstaklega
konur, eru að
spyrja hana hvað
þetta kostar.
„Kúl, “ segja ung-
lingarnir Mynd: JHF
Hún keyrir um á
tveggja hestafla
Suzuki vespu og
hefur gert í fimm ár.
Hreinn unaður, seg-
ir hún og vélin
batnar með aldrin-
um. Samt er það al-
vöru mótorhjól
nœst.
s
Reykjavík eru farin að sjást
nokkur svona æðruleysis
hjól sem svífa áfram með
sína dagfarsprúðu eigendur,
líklega er hægt að tala um ve-
sputísku. Guðrún María Ing-
varsdóttir er þó ekki í þeirri
kippu fólks því hún pantaði sína
Susuki vespu, eldrauða og
flotta, fyrir íimm árum. Dúllan
kom daginn eftir að Reykhúsum
III í Eyjafirði.
„Ég var að láta tuttugu ára
draum rætast þegar ég keypti
mér vespuna. Þetta var ekki
flutt til landsins fyrr en fyrir
fimm árum og þá keypti ég
mína. Draumurinn var þannig
tilkominn að einu sinni var ég
ung og sá þá kerlingar uppund-
ir áttrætt og yfir það í miðborg
Kaupmannahafnar og þær voru
á vespum og skellinöðrum.
Þetta var akkúrat það sem mig
vantaði en ég beið bara róleg
þangað til þeir fóru að flytja
þetta inn. Vegakerfið var heldur
ekki það spennandi hérna, ve-
spurnar verða bara ónýtar á
gömlu hossunum. Ég beið því
þangað til búið var að malbika
fram í fjörðinn
minn en á með-
an fengum við
okkur vélsleða
og spýttumst
hér um allt, og
bát til að
hendast á út í
hafsauga. Ég
skil unglingana
mjög vel, þeir
þurfa að finna
þennan gríðar-
lega kraft í
þessum tækjum,
það má ekki
brjóta það niður
í þeim en þeir verða að gjöra
svo vel að keyra eins og menn í
umferðinni.“
Eru vespurnar dýrar?
„Já, en marg borga sig.
Ánægjan er þess virði og þetta
er japönsk gæðavara. Ég er bú-
in að eiga mína í fimm ár og
hún hefur aldrei bilað, enda
eru þeir svo vandvirkir Japan-
irnir. Svo eyðir hún engu, þetta
er bara eins og saumavélam-
ótor og í stað þess að sauma
brennir maður bara í bæinn að
borga reikninga.
Fjórhjól
með blæjuþaki
Hvað kemstu hratt?
„Það er nú svo ótrúlegt með
það að hún batnar með aldrin-
um. Ég get svarið það að ég fór
bara upp í 55
km hraða um
daginn. Ég
stoppaði hana,
trúði ekki mín-
um eigin augum
því ég er vön að
vera í 40-45
sem er mjög
hugljúft. En
með aldrinum
mýkist vélin, ég
hef hana líka
alltaf inni á
nóttunni þannig
að hún fær ekk-
ert að ryðga.
Maður verður líka sérstaklega
að passa smurninguna og það
er nú svo fyndið með þessa
vespu að hún er best í frosti, öf-
ugt við allar aðrar græjur. Hún
kælir sig betur en henni leiðist í
slyddu og rigningu.“
Guðrún María segist aðal-
lega keyra vespuna yfir sumar-
ið en þó alveg fram í desember
ef veður leyfir. IJún fer til vinnu
á henni, á Fjórðungssjúkrahús-
ið á Akureyri, um 10 kflómetra
leið, enda keyrir hún ekki bíl.
Er léttara að keyra vespu en
bíl?
„Já, það er sko ekkert sam-
bærilegt. Stýrið er í miðjunni og
þess vegna finnst mér líka
ágætt að keyra snjósleðann. Ég
sá í blaði í gær að það er komið
Qórhjól með blæjuþaki, ná-
kvæmlega það sem mig vantar,"
segir hún og hlær. „Það er meiri
kraftur í þeim.“
Sumir hneykslaðir
Þegar hún kemur brunandi í
bæinn, ætli hún fái þá undar-
legt augnaráð eða viðsnúninga
á hálsum? „Ég hugsa bara ekk-
ert um það sem aðrir segja eða
halda. íslendingar eru náttúru-
lega hneykslunargjarnir en ég
hlæ bara að þeim. Núna í dag
segja ungir tarfar, fimmtán sex-
tán ára strákar „kúl“ og gefa
mér svona merki“, og þumall-
inn fer á loft. „Það er hreinn
unaður að ferðast um á
vespunni en næst er ég að
hugsa um að fá mér Yamaha
mótorhjól. Ef maður fær réttu
stærðina, bara lítið og nett hjól.
Annars eru krakkarnir svo
hrifnir af þessu hjóli mínu að
þeir vilja halda því í ættinni.
Þetta er fallegt tæki og ekkert
nema ánægjan. Líka spurning
um nægjusemi. Þessir ílekar í
bænum eru bara vandamála-
pakki ef maður ætlar að
skreppa í banka.“
Hefurðu farið í langferðir á
vespunni?
„Ekki enn en það er alltaf
verið að hvetja mig. En ég
myndi nú mæla með stærra
tæki.“
Semfer þá hraðar...
„Nei, nei, en það er bensín-
tankurinn sem er of lítill. Ég hef
ekkert að gera með meiri
hraða."
Og hún hugsar stutta stund.
„Nú eru allt aðrir straumar, það
er horft á þetta með aðdáunar-
augum og ótrúlegasta fólk, stíf-
ustu forstjórakarlar og þó sér-
staklega konur, eru að spyrja
mig hvað þetta kostar. Stundum
fara konurnar heim að grufla
og segjast svo ætla að spyrja
karlinn. Þá segi ég: „Spyr karl-
inn þig að því þegar hann ætlar
að fá sér snjósleða eða fjór-
hjól?!“ Maður spyr engan karl
að því, maður bara fær sér ve-
spu ef mann langar í vespu og
hefur efni á því.“
Fyrir þá sem eru að hugsa
um að kaupa, kostar hjól eins
og Guðrúnar Maríu 160- 170
þúsund en þeir hjá Suzuki um-
boðinu eiga bara eitt slíkt. Nýja
línan er hins vegar Suzuki
Kantana 50, hjól sem kostar
280 þúsund með númeri og
skráningu og flottheitum eins
og geymsluhólfi undir sæti.-mar
„Egfór upp í 55
km hraða um dag-
inn. Eg stoppaði
hana, trúði ekki
mínum eigin aug-
um, því ég er vön
að vera í 40-45 sem
er mjóg htigljúft. “