Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.07.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 24.07.1997, Blaðsíða 2
14 - Fimmtudagur 24. júlí 1997 |Dagur-'3Ibnimx 8|2| STEFÁNSDÓTTIR VILTU SPYRJA EÐA LEITA RÁÐA? VILTU SKIPTA, GEFA, ERTU AÐ SAFNA EINHVERJU? FLÓAMARKAÐURINN ER FYRIR þlG. VILTU KOMA EINHVERJU Á FRAMFÆRI? VIGDÍS ER VIÐ SÍMANN MILLI KL. 9 OG 10 þRIÐJUDAGA-FIMMTUDAGA OG SÍMINN ER 563 1629, FAX 551 6270, NETFANG vigdis@itn.is Fyrirtíðaspeima, Fyrirtíðaspenna Fyrirtíðaspenna er af- spyrnu leiðigjörn og getur reynt verulega á þolrifín í bestu hjónaböndum. Eiginmenn, sem hafa athyglina í lagi og leggja saman tvo og tvo, uppgötva kannski eftir nokkurra ára hjónaband að konan þeirra, sem að öllu jöfnu er ljúf eins og lamb og stendur bara sína pligt með sóma, eldar mat, þrífur, sér um börnin og karlinn, gjör- breytist með reglulegu millibili. Hún verður allt í einu pirruð á minnstu smáatriðum, hreytir í saklausan manninn og börnin ónotum við minnstu misfellu og neitar kannski alfarið að sinna sínum störfum. Segist jafnvel búin að fá sig fullsadda af þessum þrældómi, aðrir í ijölskyldunni geti lagt sitt af mörkum líka. Lengi vel kemur þetta eiginmanninum í opna skjöldu, eins og áður segir, en þeir sem hafa vit á því að merkja við á dagataiinu við þessi köst, þeir finna það fljótlega út, að þetta er nokkuð reglulegt, einu sinni í mánuði. Og daginn sem blæðingarnar byrja, birtist hún aftur, þessi elska sem þeir þekkja svo vel og heimilislífið fellur aftur í réttar skorður. En fyrirtíða- spenna er ekki bara leiðinleg og pirrandi fyrir eiginmenn og börn, hún hefur afdrifarík áhrif á líf kvenna um allan heim. Líkur benda til þess að konur fremja frekar glæpi, jafnvel alvarlega undir þeim kringum- stæðum og skapið fer upp og niður á ljóshraða. Smá- vægilegustu atriði geta valdið því að konunni líður eins og henni sé hafnað og þá er stutt í grátinn. Eða að engum falli við neitt sem hún gerir og venju- bundin verkefni verða allt í einu ógurlega erfið eða svo hundleiðinleg að það er engu tali takandi. Segið svo að það sé auðvelt að vera kona! Tíðaverkir Tíðaverkir eru ekki síður leiðinlegir, þeir eru oft mjög slæmir hjá ungum stúlkum en virðast stundum minnka, jafnvel hverfa við barneignir. Þó er það ákaflega misjafnt hjá konum og margar þjást af sárum verkjum alla tíð. Konur sem byrja að nota lykkjuna fá oft enn verri verki en áður og meiri blæðingar um leið. En þær sem nota pilluna sem getnaðarvörn sleppa stundum nokkuð vel, þó er það ekki algilt. Algengasta ráðið við slíkum verkjum er að taka verkjalyf og nota hitapoka til að lina verkina. Það virkar þó ekki nógu vel og geta verkirnir orðið svo slæmir að konan er nánast óvinnufær. Hvað er til ráða? Við báðum þessum kvillum er til ráð, sem kemur mörgum konum vel. Það er svo einfalt að það er næstum því hlægilegt. Og það er meira að segja hægt að nota sama ráðið við morgun- ógleði, sem oft vill gera vart við sig á fyrstu mánuðum með- göngu. Og hvert er svo ráðið? Jú, það ér B-vítamín. Af einhverjum ástæðum hefur B- vítamín þau áhrif, sé það takið í viku fyrir blæðingar, að fyrirtíðaspenna minnkar til muna og hverfur jafnvel alveg. Tíðaverkir sömuleiðis. Hvað varðar morgunógleðina, þá tíðaverkir og morgunógleði Ungar og gamlar, hvítar, gular, rauðar, brúnar, svartar. Líklega má telja að konur um allan heim hafi við svipuð vandamál að stríða. borgar það sig fyrir konur sem vita sig verða fyrir henni á meðgöngu, að byrja að taka B- vitamin nokkru áður en þær verða barnshafandi, helst einum til tveim mánuðum áður. Þetta ráð er hættulaust með öllu, sé B-vítamínið ekki tekið í of stórum skömmtum, best er að hafa samráð við lækni hvað það varðar, til að hafa vaðið fyrir neðan sig hvað það varðar. Frd lesendum... Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri eða Þverolti 14 Reykjavík. Netfang: ritstjori@dagur.is, Fax: 460 6171 Vonbrigða Stjama s g er að lesa hól ykkar í Degi-Tímanum í dag um útvarpsstöðina Stjörnuna. Sú stöð hefur valdið mér og mínum kunningjum vonbrigð- um. Áður en hún fór í loftið var lagavalið kynnt sem „klassískt rokk“. Erlendis, t.d. í Banda- ríkjunum, eru útvarpsstöðvar sem sérhæfa sig í klassík-rokki. Eins er algengt að útvarps- og sjónvarpsstöðvar víða um heim hafi sérstaka klassík-rokk þætti. Klassík-rokk er samheiti yfir blúsrokk hippaáranna áður en það blúsrokk tók á sig end- anlega mynd sem þungarokk. Nafngiftin klassík-rokk er til- komin vegna þess að blúsrokk- lögin og fiytjendurnir eru jafn vinsælir í dag eða vinsælli en þeir voru á þessum árum, ’66 og fram yfir 1970. Dæmigerðir klassík-rokkarar eru Hendrix, Janis Joplin, Doors, Cream, Led Zeppelin. Af vinsælum klassík- rokklögum annarra má nefna „Wild Thing“ og „Born to be Wild“. Það má segja að „Með grátt í vöngum" með Gesti Einari sé að nokkru leyti klassík- rokk þátt- ur. Gestur fer samt lengra aftur í fortíðina með því að taka „bresku innrásina" með í dæm- ið, fyrstu lög Bítlanna, Stones, Kinks og Who frá ’63-’64. Forráðamenn Stjörnunnar sögðust sem sagt ætla að spila klassík-rokk en jafnframt að lögin yrðu frá árinu 1965 til 1985. Ekki var eða er gott að sjá hvernig klassík- rokkið teyg- ist yfir þetta langt tímabil (sem inniheldur þungarokkið, diskó, pönk, reggí, fönk, nýbylgju o.fl.). Jú, Eric Clapton er enn að spila og líka Robert Plant. Fyrsta lagið sem Stjarnan sendi út í loftið var með Vil- hjálmi Vilhjálmssyni, alveg eins og fyrsta lagið sem rás 2 spilaði á sínum tíma. Lagið var eins og úr „Óskalögum sjúklinga” og alls óskylt klassík-rokki. Önnur lög á Stjörnunni eru flest þau sömu og spiluð eru á Bylgjunni, rás 2, Aðalstöðinni og hvað þær heita þessar útvarpsstöðvar sem keppast við að spila sömu lögin með sömu flytjendunum. Tímabilið ’65-’85 virðist rúma lög sem komu út 1964 (Bob Dylan: „The Times They are a Changin’”) og nýleg lög með U2, Stuðmönnum og Síðan skein sól, eins og „Vertu þú sjálfur" frá 1990. Sömu lögin eru spiluð aftur og aftur með stuttu millibili, t.d. með Lynard Skynard og Springsteen. Það er svo sem í góðu ef þetta eru þokkaleg lög. Verra er að alltof hátt hlutfall af lögunum er bara ómerkilegt skallapop sem flestir hljóta að vera komnir með meira en nóg af eftir alla spilunina á Bylgj- unni, rás 2 og Aðalstöðinni. Steininn tók úr þegar Stjarnan fór að útvarpa Brimkló. Mætti ég þá heldur biðja um lag með Utangarðsmönnum frá 1980 sem hófst á orðunum „Ég er löggiltur hálfviti, hlusta á HLH og Brimkló”. Unnandi klassík-rokks Bíóferðin eyðilögð Akureyringur hringdi... ...og vildi koma ábendingum áleiðis til sýningarstjóra Borg- arbfós. Þannig vildi nefnilega til að bíógesturinn var á myndinni Undrið, Shine, fyrir nokkrum dögum og í einu dramatískasta atriði myndarinnar er hún skyndilega stoppuð fyrir hlé og alveg ferlegri tónlist skellt á. Bíógesturinn sagði að þetta hefði gersamlega skemmt stemmninguna og sýningar- stjórinn hefði mátt vanda sig aðeins betur við að setja hléið, í það minnsta hefði hann mátt setja skárri tónlist í spilarann.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.