Dagur - Tíminn Reykjavík - 09.08.1997, Page 2
HÚSIN í BÆNUM
.JDagur-CEímmn
Vesturgata 61
(Litlasel og Jórunnarsel)
Freyja Jónsdóttir
skrifar
Sel er þekkt nafn úr sögu
Reykjavíkur en svo hét býli
sem var vestast í Vestur-
bænum. Talið er að upphaflega
hafi verið þar beitarhús eða sel
frá jörðinni Vík og af þvi' sé
nafnið dregið. Á fjórtándu öld
er Sel talið til eigna Víkurkirkju.
í jarðabók frá 1703 er einn
ábúandi í Seli sem greiðir fyrir
afnot af býlinu til bóndans í Vík
með vættum fiski og smjöri. í
íjöru Sels var reki fremur lítiil
en hrognkelsaijara sæmileg og
skelfiskíjara þokkaleg. Nokkur
galli þótti á býli þessu að árlega
braut sjór af túni.
Á seinni öldum varð Sel sjálf-
stæð jörð og hafa þar búið
margir merkir menn. Útræði
var þaðan og nöfnin Litla-Sel-
svör og Mið- Selsvör (sem ekki
eru sjáanlegar lengur vegna
uppfyllingar) benda til þess að
þarna hafi selsbændur komið
að með aflaxm.
Seint á átjándu öld bjó í Seli
lögréttumaður, Þoríinnur Þor-
finnsson ættaður frá Skildinga-
nesi. Á nítjándu öld var prest-
setur í Seli og sat þar dóm-
kirkjupresturinn Brynjóifur Sig-
urðsson. Til þess var tekið hvað
húsakynni prestsins í Seli voru
lóleg, saggafullur toríbær með
löngum göngum og ósléttu
moldargólíl. Þegar fram liðu
stundir tóku að rísa tómthúss-
býli á landi Sels og voru mörg
þeirra kennd við staðinn.
í desember 1848 er Ólafur
Steingrímsson talin eigandi að
hluta Selslands. Hann selur í
desember 1885, syni sínum
Guðmundi Kr. Ólafssyni lóðar-
ræmu úr landi sínu. Guðmund-
ur byggir á lóðinni en selur
eignina 14. janúar 1895 Sigurði
Einarssyni. Það selda var íbúð-
arhús 12x8 álnir að grunnfleti,
áfast sunnan við bæinn á Litla -
Seli og timburskúr niður við sjó.
Enn fremur tilheyrandi lóð með
stórum kálgarði.
Virðing sem var gerð 1895
segir að Guðmundur Kr. Ólafs-
son haíi látið endurbæta hús
sitt á Selslóð. Þá er tekið fram
að hann hafi látið þilja eitt her-
bergi á lofti hússins og sett þar
upp einn ofn. Þá er þess getið
að niðri I húsinu séu tvö íbúðar-
herbergi, annað málað en hitt
ómálað.
Árið 1906 eru taldir til heim-
ilis í Litlaseli: Sigríður Jafets-
dóttir ekkja Sigurðar Einars-
sonar útvegsbónda, fædd 1849,
Nikólína og Gyða dætur þeirra.
Á öðru heimili búa: Magnús
Einarsson húsbóndi, fæddur
1868 að Miklaholti í Ásahreppi,
Katrín Magnúsdóttir kona hans,
fædd 1870 að Þúfu í Landeyj-
um. Börn þeirra sem fædd eru á
tímabilinu 1890 til 1907; Mark-
ús Guðmundur, Ingólfur, Stefán,
Margrét Ágústa, Óskar Gísli,
Kristín, Brynhildur og Svava.
Einnig voru foreldrar frúarinn-
ar á heimilinu, Guðríður Ein-
arsdóttir, fædd 1831 og Magnús
Stefánsson, fæddur 1843.
Þá bjuggu í Jórunnarseli, Jó-
hann Þorbjörnsson tómthús-
maður, fæddur 1862, kona hans
Halldóra Árnadóttir, fædd 1864
í Breiðholti í Reykjavík ásamt
sonum sínum; Guðmundi fædd-
um 1896 og Gísli Ágúst, fædd-
um 1890.
Talið er að Jórunnarsel hafi
verið byggt nokkrum árum
seinna en Litlasel, en húsin eru
sambyggð á lóð úr Selslandi.
Gyða dóttir Sigríðar og Sig-
urðar giftist Jóni Ottari Jónssyni
skipstjóra og bjuggu þau á Vest-
urgötu. Hin dóttirin Nikólína,
giftist Guðmundi Guðnasyni
gullsmið.
Sigríður Jafetsdóttir selur
eignina í desember 1813, Kar-
vel Friðrikssyni, sjómanni. Kar-
vel var fæddur 19. maí 1877 í
Laugardal í Tálknafirði. Kona
hans var Guðbjörg Kristjáns-
dóttir, fædd 14. september 1876
í Gufudalssveit.
Litlasel er tekið til virðingar
21. nóvember 1925. Þá er
skráður eigandi Guðbjörg Krist-
jánsdóttir ekkja Karvels.
Húsið hafi verið stækkað á
þann hátt að það hafi verið
lengt um einn metra að eld-
varnarvegg næsta húss. Einnig
voru settir tveir kvistir á húsið,
sinn á hvora hlið þess og það
endurbætt mjög mikið að viðum
og frágangi. í mati þessu segir
að húsið sé byggt úr hlöðnum
og steinlímdum grásteini á tvo
vegu: Austurgaflinn er áður-
nefndur eldvarnarveggur en
vesturgaflinn er úr bindingi.
Ilann er klæddur með borðum,
pappa og járni þar yíir. Á hús-
inu er járnþak á borðasúð með
pappa í milli. Á neðri hæð eru
tvö íbúðarherbergi, eldhús og
gangur. Inn á útveggjum er
borðagrind með pappa í milli og
þiljað innan á. Skilveggir eru úr
binding með tvöföldum þiljum.
Klæðning er neðan á loftbitum
og bæði veggir og loft eru lögð
striga og maskínupappír, ýmist
veggfóðrað eða málað. f þaklyfti
eru þrjú íbúðarherbergi, eld-
hús, búr, fataskápur og gangur.
Allt nýtt að efni og vinnu og
með samskonar frágangi og á
aðalhæðinni. Þrír ofnar eru í
húsinu og ein eldavél.
í brunavirðingu frá 1942 eru
Litlasel og Jórunnarsel ekki
nafngreind en virðing a) er ná-
kvæmlega eins og að ofan
greinir, nema tekið er fram að
inn- og uppgönguskúr sé við
suðurhlið hússins, byggður af
bindingi, klæddur utan borðum,
pappa og járni á veggjum og
þaki. Þiljaður innan með panel,
veggfóðraður og málaður. Þá er
hús b) brunavirt, einlyft, úr
bindingi, klætt utan með kant-
settum borðum, pappa og járni
á þaki og veggjum. Á aðalhæð-
inni er eitt íbúðarherbergi, eld-
hús og gangur, allt þiljað með
panel og málað að innan. í ris-
hæð er eitt herbergi, einnig þilj-
að og málað og framloft. Við
þetta hús er einnig inngöngu-
skúr, byggður eins og húsið, en
hann er ójárnvarinn.
Axel R. Magnússen og kona
hns Margét Ólafsdóttir kaupa
Vesturgötu 61 árið 1935. Axel
var fæddur 27. mars 1892 að
Innri-Fagradal í Dölum. Hann
var af breiðfirsku bergi brotinn,
foreldrar hans voru Anna Soffía
Oddadóttir af Ormsætt, hún var
ljósmóðir um margra ára skeið.
Eaðir hans var Rögnvaldur
Rögnvaldsson Magnússen kaup-
maður í Tjaldanesi við Gilsljörð,
ættaður frá Skarið á Skarðs-
strönd.
Axel var tvo vetur í fram-
haldsskóla og stundaði einnig
tónlistarnám á sínum yngri ár-
um. Hann kenndi tónlist og var
þekktur fyrir fagran orgelleik. í
mörg ár var hann starfsmaðir
Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Axel R. Magnússen lést 1.
nóvember 1968.
Margrét Ólafsdóttir lést 12.
mars 1958.
Afkomendur þeirra eiga
bæði Selshúsin á Vesturgötu 61
og búa þar. Áður fyrr var mat-
jurtagarður fyrir sunnan húsin
en nú er þar gróin flöt.
Ekki eru allir sammála um
hvort húsið sé Jórunnarsel. í
gömlum blöðum er helst að sjá
að það sé minna húsið en íbúi á
Vesturgötu 61 telur að nöfnum
hafi verið ruglað og stærra hús-
ið sé Jórunnarsel.
Heimildir Borgarskjalasafn
og Þjdðskjalasafn.
Endalok nor
byggðani
Til er frásögn af síðasta
bardaganum sem afkom-
endur íslensku landnem-
ana á Grænlandi og Inoílar
háðu um miðja 16. öld. Sé rétt
frá hermt er gátan um endalok
norrænnu byggðanna á vestur-
hveli leyst. Það var Jón Þorkels-
son, landsbókavörður, sem kom
frásögninni á framfæri. Handrit
hennar er í Landsbókasafni og
er skrifað með fljótaskrifts-
hendi frá á að giska 1830-1840,
að áliti Jóns. Landsbókavörður
tekur fram, að Jón Árnason,
þjóðsagnaritari, telji blöðin
komin frá séra Gunnari J.
Gunnarssyni á Hálsi, sem kallar
sögnina Sögubrot.
Erfitt mun að ákvarða með
vissu um aldur sögusagnarinn-
ar, en ekki er hægt að ganga
fram hjá henni þegar um svo
merkan atburð er að ræða sem
hvarf íslensku byggðarinnar,
eða íbúa hennar er.
Gunnar J. Gunnarsson, sem
blöðin eru sögð komin frá, hef-
ur ekki ritað sögubrotið sjálfur,
því sé það rétt, að það sé skrif-
að fyrir 1840 hefur hann verið
fullungur til að setja slíka frá-
sögn á blað. En Gunnar var
fæddur 1839 og dó 1873. Faðir
hans var prestur í Laufási og
Gunnlaugur Briem sýslumaður
var móðurfaðir hans. Má leiða
getum að því að sögnin og blöð-
in séu frá forfeðrum séra Gunn-
ars J. Gunnarssonar komin. Þó
þarf það ekki að vera, því hon-
um er svo lýst, að hafa verið vel
gefinn og áhugasamur. Er því
líklegt að hann hafi ekki látið
fram hjá sér fara svo merkilegt
plagg, sem eyðing norrænna
manna á Grænlandi er. En því
miður lætur hann þess ekki get-
HAGYRÐINGAR
Ástalli
Mörg er sálin miður glöð,
mjög af raunum kvalin,
félagshyggjuflokka blöð
falla nú í valinn.
Kratar bíða blaðatjón,
bágt á Magga Frímanns.
Eftir stendur Stefán Jón
á stalli Dags og Tímans.
Sjónum blasir vorum við,
og veldur sálartjóni,
markaðshyggju markaðs lið
á Moggans valdatróni.
Halló ísland!
Litlu börnin leika sér
og liggja öll í hóp.
Pau drekka bjór og brennivín
og brúka með því dóp.
Pau úða þessu upp í sig
og una glöð við sitt.
Gegndrepa í tjöldunum
þau gera hitt.
Litlu börnin leika sér
og langar ekki heim.
Pabbi keypti pytlur
og pela handa þeim.
Réttu gróðaleiðina
þeir snjöllu hafa hitt
og hagsmunaaðilarnir
þurfa sitt.
í ágúst er svo gaman,
allir djóka saman,
börnin elska bjórinn
og brennivín.
Ýmsir vel sig auðga,
aðrir fá að nauðga,
og enginn þarf skúrkur
að skammast sín.
Búi