Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.08.1997, Qupperneq 6
T
18 - Föstudagur 15. ágúst 1997
Pagur-®ímtrat
1 ••
LIF FJOR
iákvæði og ógiftir einstaklingar
Ertu ein/n, fráskilin/n og allir vinirnir með harðgiftir með barnastóð? Orðin/n dauðlúin/n á þessu fjölskyldufólki sem aldrei getur
hreyft sig spönn frá rassi nema í augsýn sé sumarbústaður og gasgrill? Sé svarið já, væri ráð að kíkja á kynningarkvöld Eðal-
klúbbsins (ævintýraklúbbur fyrir jákvæða ógifta einstaklinga) sem haldið verður í kvöld á Café Romance kl. 21. Þar verður að öll-
um líkindum her manns sem vantar líka ferðafélaga og vill fara í leikhúsferðir, jeppaferðir inn á hálendi eða upp á jökla, göngu-
túra, sólarlandaferðir, drekka bjór eða spila keilu.
Arkítektúr og hafnarmannvirki
Sýning á verkum tveggja manna verður opnuð á Kjarvalsstöðum kl. 14 á morgun. Annar er
af íslensku bergi en líkt og geimfarinn Bjarni fluttist Árni Haraldsson til Kanada á barnsaldri.
Hinn heitir David Askevold og er af fyrstu kynslóð hugmyndalistamanna. Árni notar Ijós-
myndir til að sýna hvernig módernisminn birtist í arkítektúr og skipulagi en David sýnir verk
irmblásið af sjávarútvegi og hafnarmannvirkjum Kanadabúa.
Danskir dagar
Röðin er komin að Stykkishólmi. Þar
hefjast í dag Danskir dagar og standa
fram á sunnudag. Ekki er nokkur vegur
að nefna allt það sem hægt verður að
gera sér til skemmtunar en þetta verður
m.a.: Útvarp Stykkishólmur verður starf-
rækt, dansað verður og sungið á Breiða-
firði í kvöld, bryggjuball kl. 22 og flug-
eldasýning á miðnætti. Á morgun hefst
golfmót kl.10, markaðstjald opnar kl.13
og um kvöldið verður unglingaball með
Soma. Það eru hins vegar Milljónamær-
ingamir ásamt Bjarna Ara og Ragga
Bjama sem skemmta fullorðna fólkinu á
Hótel Stykkishólmi.
iDHgur-Ctnmm
mælir með...
...gagnvirku leikhúsi í fyrsta sinn
á Islandi. Hár og hitt í Borgar-
leikhúsinu er kannski ekki frum-
legasta leikrit sem sést hefur, né
týpurnar alls ókunnuglegar en
það er bará svo obboslega gam-
an að fá að grípa fram í, fá við-
brögð frá leikurum og bara
gleyma rasssærinu gjörsamlega.
Svo er hún Guðlaug Ebsabet Ól-
afsdóttir meiriháttar hár-
greiðslukona (og býr til einu týp-
una sem ekki er samansúrruð
klisja, sem eru þó NB ágætar ef vel leikn-
ar).
...íslandsbænum í Vín í Eyjafirði. Bærinn er
meistaralega gerður og stemmningin sem
myndast er frábær. Maturinn er mjög góð-
ur.
...Grettissögu, á
hijóðbók. Ný-
komin út, frá-
bær saga og
fínn lestur Ósk-
ars Halldórssonar. Alls 9 klukkutímar
á 6 snældum! En langar ökuferðir um
landið líða hjá eins og í draumi þegar
maður fylgir Gretti og ógæfu hans,
skokkið verður leikur einn með hann
í tækinu...Grettir er maðurinn.
Gréta í Islandsbænum
Gréta Berg sýnir verk sín I (slandsbænum í Vín í Eyjafirði. Gréta hefur haldið
fjölda myndlistasýninga og núna er hún að vinna með fortíðina og gamla
muni. Á myndunum eru einnig textar eftir m.a. Káinn og Davíð Stefánsson.
„Málverkin koma á undan textunum hjá mér, svona oftast nær“, segir hún.
Sýningin stendur til 30. ágúst.
Lífsins ker
Hrefna Harðardóttir leirlistarkona opnar sína fyrstu einkasýningu í dag í Galleríi Svart-
fugli í Listagilinu á Akureyri. Sýninguna kallar hún Minninga-ker og er hugmyndin að
baki nafninu sú að
mannsævin skiptist í
sjö ára tímabil og er
talið að fólk breyti um
stefnu eða standi á
krossgötum að þeim
loknum. Hvert ker
geymir jarðneska eða
ójarðneska minningu
frá hverju tímabili.
Sýningin verður
opnað klukkan 20:30
og stendur til 31.
Einn í elle
Er annað hægt
Isíðasta kvikmyndapistli kom
afleysingamaður minn inn á
að ég hafi loks komist í lang-
þráð sumarleyfi. Ég er kominn
aftur og vona ég að þetta svo-
kallaða langþráða frí hafi ekki
verið ósk þeirra sem lesa þessa
pistla mína. En, takk fyrir
hjálpina Hafliði, þú hélst þig við
efnið.
Þetta byrjar ekki vel. Hvað
gerir þú lesandi góður þegar þú
ferð í kvikmyndahús og þér
leiðist? Pið vitið hvað ég geri.
Ég geng einfaldlega út eins og
gerðist með Júragarðinn, mynd
númer tvö. Nú hugsar einhver,
nú nú, hann þykist skrifa um
kvikmyndir, en hvernig er það
hægt þegar hann horfir ekki á
alla myndina. Svarið er einfallt,
C’ est la vie (svona er h'fið, þýð-
ing BÞ). Og aftur gerist það. Nú
var það nýjasta myndin um
Batman og Robin í Borgarbíói á
Akureyri. Ég hékk inni í tuttugu
og fimm mínútur. Með alla
þessa fínu leikara, ekki gott. Já,
með alla þessa frægu leikara
hélt ég að einhver aíþreying
væri þarna á ferðinni enda
fannst mér fyrsta Batman-
myndin í fínu lagi en ekki þessi.
Allavega fyrstu tuttugu og fimm
mínúturnar og ég trúi því ekki
að ég hafi misst af miklu. Ge-
orge Clooney er ekki flottur
sem Batman. Fleiri nöfn, Arn-
old Schwarzenegger, Uma
Thurman og Alicia Silverstone
og einhver staðar átti súper-
módelið Elle Macpherson að
vera í myndinni. Það læðist
óneitanlega að manni sá hugur
að stórleikarar Hollywood verði
að fá að leika í Batmanmynd
enda hafa engar smástjörnur
leikið í síðustu myndum. En af
hverju. Þetta er orðið ansi út-
þynnt. Ekki meira um það en
mig langaði meira að sjá Men
in Black en afleysinarmaðurinn
horfði á hana.
Það stefnir í að nokkrar
ágætismyndir séu á leiðinni í
Borgarbíó á Akureyri og bíð ég
spenntur eftir þeim. Svona rétt
í lokin. Ég var að horfa á Shine,
Undrið enn og aftur, hún er
komin á myndband. Sjáið hana.
ALLT UM ARGENT NU
WWW.ISLANDIA.IS/ARGENTINA/