Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.08.1997, Side 7
^Dagur-©itttTOt
Föstudagur 15. ágúst 1997 -19
LIF
rV FJOR
HVAÐ ER í BOÐI?
Bautamótið í golfi
Hið árlega Bautamót í golfi á Akureyri verður haldið á sunnu-
daginn og hefst það klukkan 09:00. Mótið er opið öllum kylfing-
um og er 18 holu höggleikur með og án forgjafar. í lokin býður
Bautinn síðan öllum kylfingum upp á kaffihlaðborð.
Sónötur eftir Mozart
og Schubert
Næstu þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar þann 19. ágúst klukkan
20.30 verða píanótónleikar. Valgerður Andr-
ésdóttir píanóleikari ætlar að leika sónötu í
B-dúr KV57 eftir W.A. Mozart og sónötu í B-
dúr D 960 eftir Franz Schubert.
Ævintýramyndir
I tengslum við menningarnótt í Reykjavík verða sýndar í fyrsta
skipti opinberlega vatnslitamyndir Halldórs Péturssonar í Gall-
erí Fold við Rauðarárstíg. Myndirnar vann Halldór á sjötta ára-
tugnum og eru þær frummyndir af jóla- og tækifæriskortum
sem margir muna
eftir frá þessum
árum. Halldór
Pétursson var
þjóðkunnur málari
og eru myndir
hans frá þessum
tíma ríkur þáttur í
bernskuminning-
um margra ís-
lendinga sem slit-
ið hafa barns-
skónum.
NORÐURLAND
Giovanni Garcia Fenech ekki látinn!
I kvöld klukkan 20:00 verður opnuð sýnign
listamannsins Giovanni Garcia Fenech „Amer-
ica: the Photographs" („Ameríka: Ljósmyndirn-
ar“) í International Gallery of Snorri Ásmunds-
son í Listagilinu á Akureyri.
„Ég er ekki andlátinn", voru fyrstu orð Fenech í
símatali við Snorra Ásmundsson eftir að hann
hafði haft fregnir af andlátstilkynningu sinni á
íslandi. Samkvæmt öryggum heimildum var
svar Snorra einfaldlega: „Nú ég hélt það fyrst
sýningin var ekki komin í tæka tíð, en jú auðvit-
að gastu hafa lent á fylleríi, en þetta hljómaði
betur.“
Fenech er fæddur í Mexíkó og er lærður sál-
fræðingur en áhugi hans á fólki og samböndum
þess ól af sér sýnignuna; America: the Photo-
graphs.“ Enginn sem áhuga hefur á Ameríku og
Ijómyndum ætti að láta þessa sýningu fram hjá
sér fara.
Hjálpræðisherinn
Fljálpræðisherinn verður með fatamarkað og
kökusölu í göngugötunni í dag klukkan 13-18.
Bjartmar á Ráðhúskaffi
Á Ráðhúskaffi mun Bjartmar Guðlaugsson leika
fyrir gesti á föstudags- og laugardagskvöld.
Listasumar á Akureyri
Lokadagur sýningar Örnu Valsdóttur í Deiglunni
er 17. ágúst. Arna er fædd og uppalin á Akur-
eyri og stundaði framhaldsnám við Jan van
Eyck haáskólann í Maastricht.
Loakdagur sýningar Hlyns Hlegasonar í Ketil-
húsinu er 17. ágúst. Á sýningunni eru rýmis-
verk, annars vegar málverk á veggi og gólf í
bland við stórar tölvumyndir byggðar á mynd-
efni úr sögu hússins, og hins vegar stór lérefts-
dúkur strengdur í veggi og upp í gluggann.
Textar spila stóra rullu í verkunum. Hlynur
Helgason er Reykvíkingur og hefur starfað við
myndlist í rúm 11 ár og haldið fjölda einkasýn-
ingar auk þess að taka þátt í samsýningum.
Hann hefur dvalið undanfarna tvo mánuði í
getavinnustofa Gilfélagsins við að undirbúa
sýninguna. Báðar sýningarinnar eru opnar dag-
lega kl. 14 -18.
Frá náttúrulækningafélagi
Akureyrar
Náttúrulækningafélag Akureyrar verður með
sina árlegu kaffisölu í Kjarnalundi laugardaginn
16. ágúst milli 14-17. Kökubasar og flóamark-
aður. Ath. tímasetning í Sjónvarpsdagskránni er
ekki rétt.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Frátekiö borð á menningarnótt
Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur verður
sýnt í Ráðhúskaffinu á laugardagskvöldið kl. 22
og kaffihúsinu Rive Gauche í Kópavogi á
sunnudagskvöld klukkan 20.30. Frátekið borð
var frumsýnt í Höfundasmiðju Leikfélags
Reykjavíkur í byrjun árs 1996. Þetta er örlaga-
þrungin kómedía í einum þætti og gerist á veit-
ingastað - hógvær, raunsæ og hlý sýning með
ískyggilegu plotti. Það eru þær Saga Jónsdóttir,
Soffía Jakobsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir
sem leika hlutverkin. Leikstjóri er Ásdís Skúla-
dóttir
Félag eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni
Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag.
Göngu-Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl.
10 laugardag.
Ómar frá Hallgrímskirkju á menn-
ingarnótt
Hallgrímskirkja tekur virkan þátt í menningar-
nótt Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Kirkjan
og turninn verða opin til miðnættis, en tónlistar-
flutningur og helgihald hefst klukkan 17.45 og
stendur fram undir klukkan tólf.
Vakan hefst með klukkuspili og lúðrablæstri úr
turninum, en frá klukkan 18 verða síðan til
skiptis helgistundir og tónleikar:
Klukkan 18 verður sunginn aftansöngur með
fornu sniði. Klukkan 19 leikur Hörður Áskelsson
orgelverk eftir Bach. Klukkan 20 syngja félagar
úr Mótettukórnum sálma og mótettur eftir ýmsa
höfunda. Klukkan 21 leikur Hörður Áskelsson á
orgelið verk eftir íslenska höfunda. Klukkan 22
syngur Schola cantorum sálma og mótettur og
klukkan 23 verður haldinn náttsöngur, sem lýk-
ur með samleik á óbó og orgel. Dagskránni lýk-
ur um fjórðungi fyrir tólf, en þá gefst kirkjugest-
um kostur á að fylgjast með flugeldasýningu
Reykjavíkurborgar úr turni Hallgrímskirkju. Að-
gangur er öllum heimill og ókeypis.
(Hin) húsin í bænum
í tilefni menningarnætur í miðborginni gengst
Listasafn Reykjavíkur fyrir gönguferð um mið-
borgina undir leiðsögn Péturs H. Ármannsson-
ar, þar sem skoðuð verða nokkur af (hinum)
húsunum í bænum og bent á hvernig ólíkar
hugmyndir manna um miðborgina birtast í
byggingunum sem þar standa. Lagt verður af
stað frá aðalinngangi Ráðhúss Reykjavíkur kl.
14 og 18, gangan er stutt eða um 30 mínútur
og ætti að vera við allra hæfi.
Menningarnótt á Ingólfstorgi
Á laugardagskvöldið munu stórhljómsveitirnar
Quarashi, Maus og Kvartett Ójónsson og
Grjóna koma fram á Ingólfstorgi. Að sjálfsögðu
munu þessar sveitir leika efni af væntanlegum
breiðskífum sínum. Tónleikarnir hefjast stund-
víslega kl. 21.
Árbæjarsafn um helgina
Á laugardag gefst fólki kostur á rómantískri
kvöldstund á safninu í tilefni af menningarnótt í
Reykjavík. Þá verður Lækjargötuhúsið opið til
kl. 22, en þar stendur yfir Ijósmyndasýningin
„Reykjavík, Ijósmyndir og ljóð.“ Dillonshús
verður einnig opið á sama tíma. Þar geta gestir
gætt sér á þjóðlegum veitingum. Aðgangur er
ókeypis frá kl. 17 til 22.
Á sunnudag verður haldin handverkshátíð á
safninu. ísleifur Friðriksson eldsmiður smíðar
skeifur í gömlu smiðjunni við Árbæ, úrsmiður
verður að störfum í Þingholtsstræti og gullsmið-
ur í Suðurgötu 7. Á baðstofuloftinu í Árbænum
verður tóvinna, roðskógerð og spjaldvefnaður.
Eldri borgarar sýna orkeringu í Suðurgötu 7,
bókband í Miðhúsi og útskurð í Árbæ.
Tíðarsöngur í miðaldakirkju
Á menningarnóttinni gefst borgarbúum kostur á
að taka þátt í tíðargjörð í litlu miðaldakirkjunni
sem reist hefur verið inni í Þjóðminjasafninu
sérstaklega fyrir sýninguna Kirkja og kirkju-
skrúð. Sýningin verður opin til kl. 22 um kvöldið
af þessu tilefni, en stundvíslega kl. 21 verður
sunginn náttsöngur, sem var síðasta tíð dagsins
áður en gengið var til náða.
Sumarkvöld í Hallgrímskirkju
Sunnudaginn 17. ágúst leikur breski organistinn
James Parsons kl. 20.30. Efnisskrá hans skipt-
ist í þrennt. Fyrst leikur hann franska orgeltón-
list eftir Messiaen, Franck og Alain. Þá leikur
hann Tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr eftir Bach
og að lokum þrjú verk eftir núlifandi bresk og
bandarísk tónskáld, þá Albright, Mathias og
Gowers.
Vox Feminae
Kvennakórinn Vox Feminae mun halda opna
æfingu undir stjórn Sibyl Urbancic í húsnæði
Kvennakórs Reykjavíkur að Ægisgötu 7, laugar-
daginn 16. ágúst klukkan 15. Æfingin stendur í
u.þ.b. klukkustund, aðgangur er ókeypis og öll-
um heimill meðan húsrúm leyfir. Á efnisskrá
verða verk eftir austurrísk og íslensk tónskáld
frá 16. öld og fram til 20. aldar.
Kórinn mun síðan syngja við messu hjá sr. Karli
Sigurbjörnssyni í Hallgrímskirkju sunnudaginnn
17. ágúst kl. 11 og flytur þá verk eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, Hjálmar Ragnarsson, Jón Nor-
dal og Wiliam Albright.
Allt eru þetta verk sem kórinn hyggst flytja í
tónleikaferð sinni til Austurríkis dagana 20.-27.
ágúst nk.
LANDIÐ
Flauta, víóla og harpa í Stykkis-
hólmskirkju
Nú er komið að lokatónleikum sumartónleik-
anna í Stykkishólmskirkju þetta árið. Verða þeir
í lok Dönsku daganna, sunnudaginn 17. ágúst
kl. 17. Það eru þær Guðrún Birgisdóttir flautu-
leikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og El-
ísabet Waage hörpuleikari sem leika.
Á efnisskránni eru Ijúf og falleg verk eftir W.A.
Mozart, danska tónskáldið Carl Nielsen, Ge-
orge Bizet, Jaques Ibert, Gabriel Fauré og
Claude Debussy.
Djúpavíkurhátíð 1997
í tengslum við Djúpavíkurhátíð að þessu sinni,
helgina 15.-17. ágúst, verður haldin listahátíð í
gömlu Síldarverksmiðjunni og stendur hún alla
helgina. Að henni standa Spessi og fleiri lista-
menn að sunnan. Steingrímur Eyfjörð sýnir
myndlist og Helena Jónsdóttir sýnir dansverk.
Spessi sýnir Ijósmyndir og jafnframt Ijósmynda-
verkið „Brussel" skyggnum bæði föstudag og
laugardag kl. 17. Bragi Internetlistamaður ætlar
að senda út myndlist á Internetinu beint frá
Djúpavík. Jón Atli, Kári og fleiri flytja tónlist fyrir
ungt fólk.
Lúðraveit frá
Hróarskeldu leikur á ísafirði
Nk. sunnudagskvöld kl. 20.30 verða tónleikar í
Isafjarðarkirkju þar sem fram kemur lúðrasveit
frá Hróarskeldu, vinabæ ísafjarðar í Danmörku,
og leikur fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá.
Roskilde Harmonieorkester var stofnuð fyrir um
50 árum og efnisskrá sveitarinnar er afar fjöl-
breytt og víðtæk, þar má finna alvarleg kirkju-
verk fyrir minni hópa og fullskipaða sveit, sí-
gilda tónlist í ýmsum útsetningum og síðast en
ekki síst mjög fjölbneytt úrval af léttari tónlist.
Draumalandið í Þórsvéri
Lokadansleikur sumarsins á Þórshöfn, Langa-
nesi, verður haldinn í félagsheimilinu Þórsveri á
Laugardagskvöld. Danshljómsveitin Drauma-
landið frá Borgarnesi skemmtir fram á nótt með
pottþéttu prógrammi.
Kvikmyndahátíð á Seyðisfirði
í dag verður opnuð sýning á verkum, Kristjáns
Guðmundssonar og Sigurðar Guðmundssonar í
Barnaskólanum á Seyðisfirði.
Sama dag hefst kvikmyndahátíð í Félagsheimil-
inu. Kvíkmyndahátíðin er haldin í samráði við
Friðrik Þór Friðriksson. Sýndar verða 16 ís-
lenskar myndir á tímabilinu 15.-31. ágúst. Opn-
unarmyndin er Börn náttúrunnar sem sýnd
verður í kvöld klukkan 21, aðrar myndir eru m.a.
Einkalíf og Bíódagar (á sunnudaginn) og Tár úr
steini (á miðvikudag).
TONLEIKAR • LEIKLIST • KVIKMYNDIR • MESSUR • FÉLAGSLÍF • FUNDIR