Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.09.1997, Page 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.09.1997, Page 7
iDagur-HImnrat Miðvikudagur 17. september 1997 - 7 ERLENDAR F R É T T I R Morðæði í Alsír Baksvið Dagur Þorleifsson Öryggisliðar Alsírsstjórnar í Algeirsborg - stundum hefst stjórnarherinn ekki að þótt fólk sé myrt unnvörpum rétt við nefið á honum. S borgarastríðinu x Alsír sækj- ast róttækir íslamskir bók- stafstrúarmenn ekki lengur fyrst og fremst eftir því að drepa stjórnmálamenn, lög- reglumenn og menntamenn, heldur fólk upp og ofan, bænd- ur og verkamenn. í stríði þessu milli stjórn- valda og bókstafstrúarmanna hafa, frá því að það hófst 1992, verið drepnir yfir 60.000 manns, að talið er. Fjölmiðlar hafa fyrir satt að versta hryðju- verkið til þessa í þeirri viður- eign hafi verið framið 29. ágúst sl. í Rais, bæ um 15 kílómetra suður af höfuðborg landsins, Algeirsborg. Að sögn stjórn- valda voru þá 98 manneskjur drepnar, samkvæmt sumum blaðafréttum yfir 400. „Bros berbans“ Hópur vopnaðra manna réðist á bæinn, þar sem lundir með ávaxtatrjám eru hvarvetna milh húsanna. Feir rændu skartgrip- um og öðru verðmætu, vörpuðu molotovkokkteilum inn í íbúðir og skáru fólk á háls, karla, kon- ur og börn á ýmsum aldri, alla nema ungar stxhkur. Pær höfðu árásarmenn á brott með sér. Að skera fólk á háls er eftir- lætisaftökuaðferð íslamskra öfgamanna í Alsír. Sá siður er ekki nýr þarlendis. í sjálfstæðis- stríði alsírskra múslíma gegn Frökkum 1954-62 var mikið um þetta af hálfu hinna fyrr- nefndu. Frönsku hermennirmr kölluðu sár manna, sem skornir höfðu verið á háls eyrna á milli, „bros berbans". Það stríð var háð af síst miniú grimmd og vihimeimsku en það sem nú stendur mihi múslímskra Alsíringa innbyrðis. Glæpamenn með trú að yfirvarpi Stjórnvöld eignuðu morðin í Ra- is vopnuðum íslömskum hóp- um, samtökum róttækra bók- stafssinna sem þekktust eru undir skammstöfuninni GIA. Ekki er vafi á því að hðsmenn hreyfingar þessarar, sem klæð- ast víðum buxum, hvítum skyrt- um og veíjarhöttum og eru gjarnan með skegg niður undir beltisstað, hafa framið drjúgan hluta hryðjuverkanna í þessu sóðalega stríði. Sjálfir fara þeir ekki leynt með það. „Þegar al- menningur tekur afstöðu gegn okkur og gengur í Uð með harð- stjórunum - af ótta eða ágirnd - verður hann óvinur okkar,“ stendur í nýbirtu ávarpi frá GIA. „Allah leyfir þá að þessu fólki sé útrýmt, frá þeim yngsta th hins elsta.“ í samræmi við það hefur framferði GIA verið. Vera kann að með hliðsjón af sjálfstæðisstríðinu muni GIA og aðrir álíka telja, að í núverandi stríði muni sá aðilinn sigra, sem (enn) grimmari sé en hinn. Þá má vera að fylgi róttækra bókstafssinna hafi minnkað og hafi þeir því gripið th þess ráðs að reyna að hræða almenning til Uðs við sig með sem mestum grimmdarverkum. Þar að auki virðist vígh'nan milli stríðsaðila - róttækra bók- stafssinna og stjórnvalda undir forystu Liamine Zeroual for- seta, sem sprottin eru úr röðum Þjóðfrelsisfylkingarinnar gömlu - orðin nokkuð þokukennd. Þannig kváðu sumar morðárás- irnar gerðar af hópum glæpa- manna, sem ekki séu neinir sérstakir trúmenn en segist vera það, til þess að reyna að réttlæta hátterni sitt. Trúarlegir virðingamenn í Bab el-Wad, fá- tækum borgarhluta í Algeirs- borg þar sem fólk hefur lengi haft orð á sér fyrir að vera trú- að, kalla skæruliðana „guðlast- ara, sem ekki hugsa um annað en peninga og samfarir." Stúlk- urnar, sem skæruliðar hafa á brott með sér, hafa þeir sér til gamans um lengri eða skemmri tíma og drepa þær síðan. „Einkavæðing," flugumenn Þar sem stjórnin treystir iha hernum, sem að mestu er skip- aður herskyldumönnum, kom hún upp varðliðasveitum í þorpum og byggðarlögum, skip- uðum heimamönnum. Sums- staðar munu menn hafa komið upp slíkum sveitum að eigin frumkvæði, þar eð ljóst var að ekki var hægt að reiða sig á vernd frá stjórnarhernum. Létu stjórnvöld varðsveitir þessar mikið th ráða sjálfar hvað þær gerðu. GIA og aðrir slíkir hafa beint árásum sínum mjög gegn þessum sveitum, helst með því að myrða aðstandendur hðs- manna í þeim, en þar að auki hefur þessi „einkavæðing" stríðsins leitt til þess að hinir og þessir aðilar, ráðamenn af ýmsu tagi, þorp, byggðarlög, ættir, sem ítök hafa í umrædd- um varðsveitum, eru farnir að beita þeim í dehum og uppgjöri sín á milli. ný námskeið Námskeið fyrir börn og fuliorðna hefjast þann 29. Innritun er hafin í síma 462 4958 MYNDLISTASKÓLINN A AKUREYRI Haustþing Alþýðubandalagsins Þingmenn Alþýðubandalagsins og óháðra verða á ferð um Austurlands- kjördæmi, Norðurlandskjördæmi eystra og Norðurlandskjördæmi vestra í september og október. Austurland 14. september til 3. október Hjörleifur Guttormsson, Ögmundur Jónasson, Steingrímur J. Sigfússon og Sigríður Jóhannesdóttir halda opna fundi á þéttbýlisstöðum á Austfjörð- um. Sjá nánari auglýsingu í Dagskránni og í svæðisútvarpi Austurlands. Norðurland eystra 3.-4. október og 9.-12. október Steingrímur J. Sigfússon, Margrét Frímannsdóttir og fleiri heimsækja vinnustaði og halda opna fundi á þéttbýlisstöðum í Norðurlandi eystra. Nánar auglýst síðar. Norðurland vestra 24.-27. október Ragnar Arnalds og fleiri heimsækja vinnustaði og halda opna fundi í Norðurlandi vestra. Nánar auglýst síðar. Þingflokkur Alþýðubandalagsins og óháðra og viðskiptavina Afgreiðsiutími skrifstofu Frá 16. september 1997 er skrifstofa sjóðsins opin frá kl. 9.00 til 1 7.00 alla virka daga. Yfirlit send til sjóðfélaga Yfirlit hafa verið send til allra greiðandi sjóðfélaga yfir skráð iðgjöld frá 1. janúar 1997 til 31. júli 1997. SjóSfélagar eru hvattir til aS bera þau saman viS launaseðla. Beri þeim ekki saman er áríðandi að hafa strax samband við sjóðinn því dýrmæt réttindi geta glatast vegna vanskila á greiðslum. Ný skipting iðgjalda | ■ Ellilífeyrir g| Ororkulífeyrir Fjölskyldulífeyrir Lífeyrissjóðurinn er deildaskiptur. Á aSalfundi 1997 var samþykkt að 76% iðgjalda fari til greiSslu ellilífeyris, 12% til örorku- lífeyris og 12% til fjölskyldulífeyris. rir meinaði líféyrissjóðurinn Græddur er geymdur lífeyrir Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík Sími 510 5000 Fax 510 5010 Grænt númer 800 6865 Heimasíða: http://www.lifeyrir.rl.is Netfang: motta ka@l i fey ri r. rl. i s b 3 C I RMTT LjÓS þý&ix- RAUTT L.ÓS yUMFERÐAR RÁÐ \ y

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.