Dagur - Tíminn Reykjavík - 17.09.1997, Side 9
IBagur-'3ItnTOm
PJÓÐMÁL
Miðvikudagur 17. september 1997 - 9
Innanhússmál
læknastéttarinnar?
Einar
Þorsteinn
höfundur bókar-
innar Lífsspurs-
mál skrifar
Pétur Pétursson læknir á
Akureyri skrifaði skelegga
grein í læknablaðið, sem
útdráttur birtist úr hér í Degi-
Tímanum undir fyrirsögninni
Kukl og skottulækningar þann
11. sept. Þessi umflöllun er
ágætur grundvöllur íyrir um-
ræðu um þessi mál öll.
Aðfinnslur Péturs um þróun
heilbrigðismála í dreifbýlinu eru
án efa hárréttar. Og rétt að
benda á það í leiðinni að hér er
fyrst og fremst um hagsmuna-
mál almennings að ræða en ekki
læknastéttarinnar einnar. Það
vill nefnilega oft bera við að
reiðilestur lækna um þessa þró-
un á íslandi í dag sé túlkaður
eingöngu sem hagsmunapot
þeirrar stéttar. Og þar með létt-
vægur fundinn. Svo er þó alls
ekki, því að almenningur verður
augljóslega fyrir barðinu á af-
leiðingunum.
Ingibjörg Pálmadóttir í hópi „kuklara og skottulækna" á ráðstefnu sem haldin var nýlega á Sauðárkróki. Einar Þorsteinn tekur upp vörn fyrir heilbrigðis-
ráðherra fyrir vikið.
Ástæða er til þess að ætla, að
þessi einangrun læknahags-
muna frá hagsmunum almenn-
ings sé m.a. tilkomin vegna
þeirra viðhorfa og/eða fram-
komu sem læknar gjarnan hafa
til viðskiptavina sinna. Við-
skiptavinirnir eru því miður allt-
of oft meðhöndlaðir fremur sem
sjúdómstilfelli en manneskjur.
Og sannast sagna þá eru læknar
ekki vinsæl stétt hér á landi. Ef
þrýslingur á launakjör þeirra
kæmi frá almenningi, vegna vin-
sælda stéttarinnar, mætti hins
vegar búast við sneggri breyt-
ingum frá stjórnmálafólki á því
sviði. Þau skilja einungis at-
kvæðatölur eins og við vitum,
blessunin...
En nú er
einmitt komin
upp sú staða
hér á landi að
almenningur
vill ekki lengur
láta ráðskast
með sig út og
suður í heU-
brigiðsmálum.
Fólk er læst á
fleiri mál en ís-
lenskuna. Og
hinir sem
hvorki lesa
dönsku eða
ensku heyra
frá öðrum hvað
er að breytast
á því sviði er-
lendis. Því að ekkert er birt í ís-
lenskum (jölmiðlum um óhefð-
bundnar nýjungar í læknismeð-
höndlunum erlendis, merkilegt
nokk, nema með fylgi háalvar-
legar athugasemdir íslenskra
lækna, sem segja þá gjarnan
....“staðreyndin er jú allt önnur,
því miður“... án þess að kíma.
Og hvers vegna er almenn-
ingur orðinn hundleiður á
gömlu lúnu lyijameðferðar með-
höndlunum? Vegna aukaverkan-
anna, sem eiga auðvitað ekki að
eiga sér stað innan ramma nátt-
úruvísinda, sem standa undir
einhverju nafni. - Vegna vana-
bindingar íjölmargra lyfja. -
Vegna þess
virðingarleysis
sem borin er
fyrir þeim af
læknastétt hins
gamla tíma. -
Vegna óhófs-
legs kostnaðar
í formi sjálf-
virkrar
greiðslu á lyíj-
um úr ríkis-
kassanum, þar
sem sölumað-
urinn þarf ekk-
ert annað en
skrifa nafnið
sitt á seðil í
krafti embættt-
isprófs og þá er
allt slétt og fellt. Kostnaðar sem
nemur allt að 6,5 milljörðum
króna á ári og er ekki skorinn.
Sem leiðir svo af sér, að verið er
að skera nokkur hundruð millj-
ónir króna hér og þar af sjúkra-
stofnunum með aíleiðingum sem
við þekkjum öll. - Meðal annars
leiðir það til þess að laun lækna
fást ekki hækkuð!
Og þar komrnn við svo að
„kukh og skottulækningurn “,
sem Pétur Pétursson læknir hef-
ur fyrir satt að Ingibjörg heil-
brigðisráðherra skipi á bekk
með náttúrvísindum. - Fyrir það
fyrsta hefur Ingibjörg Pálma-
dóttir sýnt þá djörfung að þessu
Einangrun lækna-
hagsmuna frá hags-
munum almennings
sé m.a. tilkomin
vegna þeirra við-
horfa og/eða fram-
komu sem læknar
gjarnan hafa til við-
skiptavina sinna.
leyti að standa við eigin skoðan-
ir sem ráðherra, en láta ekki
það harðsnúna efnishyggjulið
lækna sem í kringum hana
starfar, og öllu ræður um gjör-
samlega úrelta stefnu í lækna-
vísindum hér á landi, kúga sig
til að breyta þeim. Og í annan
stað sem er ekki verra mál, er
hún greinilega mun betur að sér
um lækningarferli hkamans en
Pétur Pétursson og hans skoð-
anasystkyni.
í stað þess kröftuga ámælis,
að bendla ráðherra við „kukl og
skottulækningar“, hefði maður
fremur búist við því af manni
sem þó hefur haft bein í neflnu
til þess að bregðast við gegn of-
notkun stera, að hann tæki á
sama hátt á öllum hinum of-
notkunarmál-
um lyfja á ís-
landi? Eða
komast þau
neyslumál ef til
vill ekki á bekk
með hinum
háu Náttúrvís-
indum Péturs
læknis?
Ég skil það
vel að Pétur
Pétursson sé
reiður útí þann
séríslenska seinagang sem er í
launamálum heilbrigðisstétt-
anna, en það bætir ekki úr því,
að gera því skóna að forvarnir í
heilbrigðismálum séu einhver
della. Ef forvarnir væru vel und-
irbúnar t.d. með skoðun á öllum
þeim svokölluðu matvælum og
eða lyfjum sem fólk setur ofan í
sig hér á landi, þá mætti án
nokkurs vafa lækka kostnaðinn
við heilbrigðisþjónustuna það
mikið að laun lækna gætu þre-
faldast og samt væri afgangur
handa Frikka.
En til að slá botninn í þessa
stuttu athugasemd. Það má í
raun svara þessu með einni
setningu: Ef til er nokkuð kulk
og skottulækningar hér á landi í
nútímanum þá felst það í mark-
aðssetningu lyflækninga. Við
þetta styð ég mig við álit banda-
rfskrar þingnefndar sem rann-
sakaði lyfja-
markaðinn og
komst að þeirri
niðurstöðu að
75% lyíja gera
akkúrat ekkert
gagn. - Og á
meðan öll önn-
ur svið mann-
legs samfélags
eru að gíra sig
undir breytta
tíma með nátt-
úrulegri, vist-
vænni stefnu eða sjálfbærni, þá
eru lyfjaauöhringarnir sem ná
til allra landa heimsins, að
herða baráttuna gegn hvers
kyns náttúrulegum afurðum til
heilsunota. Því á þeim fæst ekk-
ert einkaleyfi, sem er fyrir þá
lykill að algerlega frjálsri álagn-
ingu. Þess vegna eru þessi risa-
fyrirtæki stærstu mengunarvald-
ar í okkar innsta umhverfi.
Kuklarar samtímans.
Ingibjörg Pálma-
dóttir hefur sýnt þá
djörfung að standa
við eigin skoðanir
sem ráðherra, en
láta ekki það harð-
snúna efnishyggju-
lið lækna sem í
kringum hana
starfar ráðskast
með sig.
Nu er komin upp sú
staða hér á landi að
almenningur vill
ekki lengur láta
ráðskast með sig út
og suður í heil-
brigðismálum.