Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.09.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.09.1997, Blaðsíða 2
14 - Fimmtudagur 18. september 1997 Bstefánsdóttir Vantar þig ráð? Viltu spyrja um eitthvað? Vigdís svarar í símann þriðjud. fimmtud. kl. 9-10 f.h. Vantarþig eitthvað? Viltu skipta eða gefa? Flóamarkaðurinn er fyrir þig! Það kostar ekkert að hringja. JHagur-'QImimn Sími: 563 1629 Faxnúmer: 551 6270 Tölvupóstfang: vigdis@itn.is s Ibarnaafmæl- um er oft mikið af sætum kökum og reynsla mín er sú að augu barnanna eru oft stærri en maginn og þau leifa miklu af því sem þau fá sér. Mjög sætar kökur metta líka hratt og eftir smástund eru öli börnin orðin æst af of miklum sykri. Ef í staðinn eru bakaðar litlar brauðbollur úr ósætu deigi,' t.d. má nota deigið sem var gefíð upp í skinkuhorn- in á fímmtu- dag, þá er ein- falt mál að skreyta þær með glassúr og setja staf hvers gests á eina til tvær bollur. Þannig fá litlu gestirnir sinn skammt og hafa gaman af því að finna stafinn sinn. Þessar brauð- bollur eru fremur léttar í maga en tolia lengur en sæta- brauð. Enginn magaverkur og skap- ið miklu betra! BORÐ FYRIR TVO TAKK FYRIR Það er ekki amalegt að panta borð fyrir tvo á þessu veitingahúsi. Þjónustan góð og maturinn frá- bær. Ef verið er að nota eldhús- borðið getur verið gott að nýta sér strauborðið í staðinn. Það er stillaniegt og alveg hæfi- legt fyrir litla krakka. Það er lfka gaman að breyta til og hægt að ímynda sér það að maður sé á veitingahúsi. Á þessum árum er allt hægt! Afmælísbrauð Það er gaman að reyna að finna stafinn sinn, sérstaklega ef maður er nýbyrjaður að læra stafina! Hvers vegna þessi verðmtmur? Nýjasti diskurinn með Elton John, sá sem inniheldur lagið um Díönu, er kominn út í London. Þetta er fallegasta lag og hluti af verði disksins fer til styrktar góðgerðarstarfsemi. í London kostar diskurinn 3.99 pund, eða um 470 kr. Þegar þessi sami diskur kemur hingað til lands, þá á hann að kosta 699 kr., rúmlega 200 kr. meira. Þó svo tekið sé tillit til hærri virðisauka (17.5% í London) og flutningskostnað- ar, sem kannski nemur um 10% af verðinu, þá er þetta samt talsverður munur. Lagið um Díönu er feikivinsælt og diskurinn hefur selst í metupplagi. Frá lesendum... Opið bréf til llluga Jökulssonar Pistill sá sem þú fluttir í morgunútvarpi Rásar tvö 4. september síðastliðinn fannst mér vægast sagt mjög ósmekklegur. Hann kom mér satt að segja ekki mjög á óvart, því þú hefur að mínu mati áður notað þann tíma margsinnis til þess að svívirða annað fólk og reita af því æruna. Auðvitað er málfrelsi hér á landi en mér flnnst menn samt verða að sýna fyllstu kurteisi þegar menn fiima hvöt hjá sér að gagnrýna einstakar persónur. Mér finnst gagnrýni þín oft hafa farið langt út fyrir eðíileg og skynsamleg takmörk. Ég gæti nefnt nokkur dæmi um það en skal þó aðeins nefna eitt. í einum pistli þínum þegar þér varð svo tíðrætt um herra Olaf Skúlason biskup þá kallaðir þú hann hórkarl. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum þar sem mér finnst þú hafa misnotað þann trúnað sem ríksiútvarpið hefur sýnt þér. Gamall málsháttur segir: „Fýsir eyra illt að heyra.“ Ef til vill er það vegna þess að þú tekur svona stórt uppp í þig eins og þér hættir við að gera. Það er auðvelt að gagnrýna það sem mönnum líkar ekki án þess að svívirða þá sem um er rætt hverju sinni, og þú ert svo greindur maður að þá væri mjög auðvelt að haga orðum þínum á kurteislegri hátt en þér er svo tamt. Mér dettur í hug orðaskipti sem háttsettur þingmaður sagði um einn af núverandi ráðherr- um „að hann hefði skítlegt eðli“. Mér finnst þessi ummæli gætu áttvel við þig. Þú ert það ritfær maður að umræddir pistlar þínir gætu verið jafngóðir þó að þú sýndir meiri prúðmennsku í þeim og slepptir öllu skítkasti og dóna- skap. Ég þekkti séra Jakob Jóns- son afa þinn talsvert, og líka nokkuð af ritverkum hans og mér finnst þú ætttir að taka hann þér til fyrirmyndar. Með kveðju, Sigurður Lárusson. Smáuglýsingar geta verið ótrúlega hallærislegar og jafnvel pirrandi. Þegar lesa má í sömu auglýsingu óskað eftir gítar- magnara, fótanuddtæki og íshokkígalla og síðan bætt við að draslið seljist sem heild eða í pörtum, þá rekur mann í roga- stans. Hvað á þetta sameiginlegt eða hvernig á að nota þetta samtímis með lappirnar í fótanuddtæki spilandi slagara, kóf- sveittur í gallanum? Ríkisfjölmiðlinum finnst greinilega bráðnauðsyniegt að kalla Norðmenn frændur okkar í tíma og ótíma og jafnvel vini? Ekki veit ég hvaða mat er lagt á vinskap á því heimilinu, Norðmenn geta varla ilokkast undir þá skilgreiningu, fremjandi dómsmorð á íslenskum útgerðum, neita okkur um þjónustu, neita að semja um skynsamlega nýtingu fiskimiðanna, stelandi af okkur knatt- spyrnumönnum og þannig mætti lengi telja. Fjöldi manns telur Almannavarnir ekki standa sig í þjónustu við almenning vegna þess að fólk veit ekki hvernig það á að bera sig að þegar náttúrurhamfarir ríða yfir, hvort sem það eru jarðskjálftar, snjóflóð, eldgos eða eitthvað annað. Varla neyða Almannavarnir fólk til að fietta upp á blaðsíðu 31 í síma- skránni? Það er hins vegar óþolandi að þessi upplýsingar skuli ekki vera innan á kápusíðu símaskrárinnar. Við gerum ennbetní- ferðir á dag Reykjavík-Akureyri Akureyri-Reykjavík Rey kjaví k-Aku rey ri Akureyri-Reykjavík Reykjavík-Akureyri Akureyri-Reykjavík MÁN. - FÖS. Brottför - komutími 07:40 - 08:25 08:45 - 09:30 12:00-12:45 13:05-13:50 17:30-18:15 18:35-19:20 T L U SUNNUD. Brottför - komutími Brottför - komutími 12:00- 12:45 12:00- 12:45 13:05- 13:50 13:05- 13:50 17:30-18:15 17:30- 18:15 18:40- 19:25 18:40- 19:25 aöra leió kr. 3.600 fram og til baka kr. 6.900 * vcró miðast vió aó grettt sc við bókuni Skrifstofa íslandsflugs á Akureyrarflugvelli: Afgreiðsla íslandsflugs á Reykjavíkurflugvelii: 4614050 570 8090 Nánari upplýsingar einnig hjá ferðaskrifstofunum Flogió er með 46 sæta ATR vél ISLANDSFLUG -gerir fleirum fært að fljúga /------------------------\ KMrrgós ^mutt tjós \________________________/

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.